110. fundur 21. mars 2024 kl. 10:30 - 12:47 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Þóra Björg Ragnarsdóttir embættismaður
  • Arnar Jónsson Köhler embættismaður
Fundargerð ritaði: Arnar Jónsson Aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa
Dagskrá

1.Landskipti - Uppsalir 4

2402002

Sótt er um að stofna lóð skv. samþykktu deiliskipulagi dags 9.mars 2023.
Skipulags-og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við landskipti eða hið nýja staðfang.

2.Landskipti - Móeiðarhvoll 2 lóð

2403037

Gunnlaugur Axel Einarsson sendir inn mæliblað með afmörkun landeignar að Móeiðarhvoli 2 lóð og Móeiðarhvoli 2B. Verið er að sameina landeignir og leiðrétt afmarkanir.

Merkjalýsandi er Jóhanna Sigurjónsdóttir.
Skipulags-og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við samruna landeigna og afmarkanir.

3.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Ormsvöllur 12 - Flokkur 2,

2403066

Sláturfélag Suðurlands sækir um byggingarleyfi fyrir atvinnuhúsnæði/starfsmannaaðstöðu.

Vigfús Halldórsson skilar inn uppdráttum 12.03.2024
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og jákvæða umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:

- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.

- Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd

- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

4.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hallgerðartún 3 - Flokkur 2,

2403094

Pétur Guðmundsson sækir um leyfi til að byggja steyptan skjólvegg samhliða göngustíg. Einnig sækir hann um fjölgun bíðastæða, úr tveimur í þrjú, til austurs samhliða núverandi stæðum.
F.h Rangárþings Eystra gerir Skipulags- og byggingarfulltrúi ekki athugasemd við byggingu skjólveggs né fjölgun bílastæða á lóð.

5.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Gilsbakki 19 - Flokkur 2,

2403095

Sláturfélag Suðurlands sækir um byggingarheimild/leyfi fyrir breyttri notkun mannvirkis. Breyting bílskúrs í íbúð.
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við breytingu þar sem um óverulega útlitsbreytingu er að ræða.
Framkvæmdin flokast sem byggingarleyfi í umfangsflokki 2.

6.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Gilsbakki 18 - Flokkur 2,

2403093

Sláturfélag Suðurlands sækir um byggingarheimild/leyfi fyrir breyttri notkun mannvirkis. Breyting bílskúrs í íbúð.
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við breytingu þar sem um óverulega útlitsbreytingu er að ræða.
Framkvæmdin flokast sem byggingarleyfi í umfangsflokki 2.

7.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Gilsbakki 15 - Flokkur 2,

2403091

Sláturfélag Suðurlands sækir um byggingarheimild/leyfi fyrir breyttri notkun mannvirkis. Breyting bílskúrs í íbúð.
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við breytingu þar sem um óverulega útlitsbreytingu er að ræða.
Framkvæmdin flokast sem byggingarleyfi í umfangsflokki 2.

8.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hallgerðartún 43 - Flokkur 2,

2403108

BT mót ehf. óskar eftir byggingarleyfi fyrir fjögra íbúðaraðhúsi að Hallgerðartúni 43-49, L236247.

Kjartan Sigurbjartsson skilar inn aðaluppdráttum dags. 7. mars 2024.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og jákvæða umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:

- Aðaluppdrættir hafa verið undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.

- Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd

- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

9.Umsókn um stöðuleyfi - Gámahús að Básum Goðalandi

2403111

Ferðafélagið Útivist sækir um stöðuleyfi fyrir samsettu gámahúsi, 3 gámar, stærð alls 60 m2 á Básum.
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsókn og veitir stöðuleyfi til 6 mánaða frá dagsetningu 21.03.2024

10.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Smárahvammur 1 - Flokkur 1,

2403109

Halla Katrín Svölud Arnardóttir óskar eftir byggingarheimild fyrir 97,4 m2 sumarhúsi að Smárahvammi 1, L233274.

Svanur Þór Brandsson skilar inn aðaluppdráttum dags. 20. mars 2024.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við
athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:

- Umboð frá þinglýstum landeigendum.
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.
- Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

11.Umsókn um stöðuleyfi - Viðverutjald á Básum, Goðalandi

2403110

Ferðafélagið Útivist sækir um stöðuleyfi fyrir viðverutjaldi, stærð 66,5 m2, á Básum.
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsókn og veitir stöðuleyfi til 6 mánaða frá dagsetningu 21.03.2024

12.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Ásólfsskáli land 179203 - Flokkur 1,

2402185

Einar Viðar Viðarsson óskar eftir byggingarheimild fyrir 23,4 m² gestahúsi að Ásólfsskála, L179203. Kristján Bjarnason skilar inn aðaluppdráttum dags. 16.febrúar 2024.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við
athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:

- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.
- Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

Fundi slitið - kl. 12:47.