109. fundur 07. mars 2024 kl. 13:00 - 14:00 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Þóra Björg Ragnarsdóttir embættismaður
  • Leifur Bjarki Björnsson slökkviliðsstjóri
  • Arnar Jónsson Köhler embættismaður
Fundargerð ritaði: Arnar Jónsson Aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa
Dagskrá

1.Litla-Dímon - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,

2402165

South Coast ehf. sendir inn umsókn fyrir byggingarheimild fyrir þjónustuhúsi að Litlu-Dímon.

Jón Davíð Ásgeirsson skilar inn aðaluppdráttum dags. 11.maí 2023.
Afgreiðslu frestað vegna ófullnægjandi gagna.

2.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Ásólfsskáli land 179203 - Flokkur 1,

2402185

Einar Viðar Viðarsson óskar eftir byggingarheimild fyrir 23,4 m² gestahúsi að Ásólfsskála, L179203. Kristján Bjarnason skilar inn aðaluppdráttum dags. 16.febrúar 2024.
Máli vísað til skipulags- og umhverfisnefndar.

3.Þverártún 23 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,

2403001

Matthías Sveinbjörnsson óskar eftir byggingarheimild fyrir 224 m frístundarhúsi að Þverártúni 23.

Ívar Örn Guðmundsson skilar inn aðaluppdráttum, dags. 29. febrúar 2024.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við
athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:

- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.

- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.

- Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

4.Breytt skráning fasteignar - Bakkafit

2403007

Haukur Garðarsson sækir um að breyta noktun á frístundarhúsi að Bakkafit í íbúðarhús.
Afgreiðslu frestað þar til uppfærð gögn liggja fyrir.

5.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Skíðbakki 2 163894 - Flokkur 2,

2403009

Jóel Elvarsson óskar eftir byggingarleyfi fyrir 132 m2 íbúðarhúsi að Fossum við Skíðbakka.

Kristján Bjarnason skilar inn aðaluppdráttum dags. 20.janúar 2024.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og jákvæða umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:

- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.

- Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

6.Umsögn vegna starfsleyfis - Gamla Fjósið ehf

2403012

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur móttekið starfsleyfisumsókn frá Heiðu Björg Scheving fyrir hönd Gamla fjóssins ehf, kt. 580511-0580 vegna reksturs veitingastaðar (Gamla fjósið) sbr. meðfylgjandi starfsleyfisumsókn.



Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir upplýsingum frá skipulags- og byggingarfulltrúa hvort að umrædd starfsemi uppfylli ákvæði reglugerðar nr. 506/2010 um breytingu á reglugerð nr. 103/2010,



sbr. 2. gr. b:



Athafnasvæði matvælafyrirtækja.



Húsakynni matvælafyrirtækja skulu vera í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar um atvinnuhúsnæði og hafa hlotið samþykki byggingarnefndar fyrir starfseminni.



Hér með óskar Heilbrigðiseftirlit Suðurlands eftir umsögn skipulags- og byggingafulltrúa um ofangreinda þætti.
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu starfsleyfis og staðfestir að mannvirkið er á loka byggingarstigi.

7.Umsögn vegna rekstrarleyfi - EJ Hótels - Grunnskólinn á Skógum

2403021

Umsókn um nýtt rekstrarleyfi fyrir Hótel Skógarfoss. fnr 219-1589 að Grunskólanum í Skógum til umsagnar aðila.
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis.

8.Umsókn um stöðuleyfi - gámur nr.6 og 7 20 feta

2403023

Anton Halldórsson sækir um stöðuleyfi fyrir tveimur 20feta gámum á reiti 6 og 7 að Dufþaksbraut 11a
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsókn og veitir stöðuleyfi til 12 mánaða frá dagsetningu 07.03.2024

9.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Þverártún 10 - Flokkur 1,

2403035

Emil Þór Guðmundsson sækir um byggingarheimild fyrir bílskúr að Þverártúni 10
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:

- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.

- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.
- Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

10.Umsögn vegna rekstrarleyfi - Hótel Selja

2403036

Sýslumaðurinn á suðurlandi óskar eftir umsögn vegna leyfi til reksturs gististaðar í flokki IV að Draumalandi 2, Hótel Selja.
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis.

Fundi slitið - kl. 14:00.