41. fundur 05. mars 2024 kl. 12:30 - 13:47 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Heiðbrá Ólafsdóttir varamaður
    Aðalmaður: Anna Runólfsdóttir
  • Baldur Ólafsson aðalmaður
  • Bjarki Oddsson aðalmaður
  • Elvar Eyvindsson aðalmaður
  • Guðmundur Ólafsson aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
  • Sigurður Þór Þórhallsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þóra Björg Ragnarsdóttir Skipulagsfulltrúi
  • Arnar Jónsson Köhler embættismaður
Fundargerð ritaði: Þóra Björg Ragnarsdóttir Skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulag - Fornhagi

2401044

Aðalskipulagslýsingin gerir ráð fyrir að 37 ha landbúnaðarlandi (L1) verði breytt í íbúðarbyggð (ÍB).
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram með landeigenda.

2.Aðalskipulags breyting - Rauðuskriður L164057

2305076

Gert er ráð fyrir að frístundarbyggð F21 minnki um 1. ha og verður því 2 ha. Allt að 11 ha. verða skilgreindir sem verslunar- og þjónustusvæði fyrir allt að 25 gestahús og landbúnaðarland minnkar sem um því nemur.
Aðalskipulagsbreytingin var send til umsagnaraðila og auglýst frá 17.janúar til 28.febrúar 2024. Vegagerðin og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gera engar athugasemdir við tillöguna en Náttúrufræðistofnun Íslands fjallar um að mikil uppbygging á svæðinu komi til með að hafa neikvæð áhrif á mikilvægt fuglasvæði. Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á, eins og kemur fram í umsögninni, að svæðið er þegar byggt og hefur verið nýtt undir landbúnað.
Óskað var eftir umsögnum RML og Minjastofnunar en en engar athguasemdir bárust. Skipulags- og umhverfisnefnd er hlynnt breytingunni enda er ekki um stóra breytingu að ræða.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og hún verði afgreidd í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Deiliskipulag - Rauðuskriður L164057

2305075

Deiliskipulagið gerir ráð fyrir 25 gestahúsum til útleigu til ferðamanna, fjórar frístundalóðir og lóð fyrir nýtt íbúðarhús. Gestahúsin verð 15 m2 með hámarks 3,5 m. mænishæð, íbúðarlóðin heimilar 200 m2 íbúðarhús, bílskúr og allt að 50 m2 garðhýsi, hámarks byggingarmagn lóðar má vera allt að 1.000 m2 og mænishæð 6 m. Á frístundarlóðunum er heimilt að byggja allt að 180 m2 á hverri lóð, eitt frístundarhús, gestahús, geymslu og gróðurhús. Hámkars mænishæð getur verið allt að 4 m.
Tillagan var send til umsagnaraðila og auglýst frá 17.janúar til 28.febrúar 2024. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fjallar um nýtingu regnvatns. Brugðist hefur verið við ábendingunum með þeim hætti að ofanvatn fer beint í jörðu og malarpúða.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði sendi til yfirferðar og afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Deiliskipulag - Álftavatn

2402172

Deiliskipulagstillagan nær til tveggja byggingarreita B1 og B2 í landi Álftavatns, L198192. Á byggingarreit B1 verður heimild fyrir 300 m² íbúðarhús, 500 m² hesthús og 500 m² skemmu. Hámarkshæð mænis verður allt að 8 m. Á byggingarreit B2 verður heimilt að byggja sex 80 m² gestahús og hámarksmænishæð veðrur 5 m. Tillagan gerir einnig ráð fyrir 3 ha. skógræktarsvæði við B2.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu að deiliskipulagi og að það verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Ósk um breytt staðfang - Miðeyjarhólmur

2401087

Landeigandi að Miðeyjarhólma, L163884 óskar eftir að landeignin fái staðfangið Miðríki.
Skipulags- og umhverfisnefnd hafnar beiðni landeigenda og vísar í sögulegt kort dana þar sem vísað er í Miðeyjarhólma frá 1906.

6.Aðalskipulag - Brekkur

2311105

Með aðalskipulagsbreytingunni er verið að breyta 70 ha. svæði úr landbúnaðarlandi (L1), 15 ha. verða verslun og þjónusta (VÞ) og 37 ha. íbúðarbyggð (ÍB).
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að hún verði send til Skipulagsstofnunar til yfirferðar skv. 30. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Þórsmörk - Framtíðarmöguleikar

2310103

8.Ný lög og reglugerð um landskipti

2403003

9.Brunavarnir Rangárvallarsýslu; Vilyrði fyrir lóð

2311104

10.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 108

2402008F

Fundi slitið - kl. 13:47.