40. fundur 20. febrúar 2024 kl. 12:30 - 13:47 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Baldur Ólafsson aðalmaður
  • Konráð Helgi Haraldsson varamaður
    Aðalmaður: Bjarki Oddsson
  • Elvar Eyvindsson aðalmaður
  • Guðmundur Ólafsson aðalmaður
  • Kolbrá Lóa Ágústsdóttir varamaður
    Aðalmaður: Guri Hilstad Ólason
  • Sigurður Þór Þórhallsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þóra Björg Ragnarsdóttir Skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Þóra Björg Ragnarsdóttir Skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá

1.Ósk um skilti - Austurvegur 14

2402060

Rekstraraðilar við Austurveg 14 óskar eftir heimild til að koma fyrir skilti við Austurveg 14.
Skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu málsins. Verið er að vinna að breytingu á deiliskipulagi fyrir svæðið, m.a. er bætt við skilmálum um auglýsingarskilti við Austurveg 14.

2.Deiliskipulag - Eyvindarholt

2310016

Deiliskipulagstillgan gerir ráð fyrir tveimur byggingarreitum þar sem heimilt verður að byggja aðstöðuhús fyrir ferðamann ásamt um 60 bílastæðum. Innan svæðisins verður gönguleið og útsýnisstaður að flugvélaflaki sem komið hefur verið fyrir á svæðinu.
Tillagan var auglýst frá 20.desember 2023 með athugasemdarfrest til og með 7.febrúar 2024. Umsagnir bárust frá lögbundnum umsagnaraðilum, Heilbrigðisteftirlit Suðurlands gerir ekki athugasemdir ásamt, Veðurstofu Íslands, Brunavarnareftirliti Rangárvallasýslu og Umhverfisstofnun. Vegagerðin bendir að sýna skuli veghelgunarsvæði og málsetja uppdrætti. Veghelgunarsvæðið er afmarkað í deiliskipulaginu svk. skipulagsreglugerðinni og í greindargerð, sjá kafla 5.2. Skipulags- og umhverfisnefnd hafnar því umsögn Vegagerðarinnar en bílastæðin sem eru innan veghelgunar skulu vera með samþykktu leyfi Vegagerðarinnar.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Deiliskipulag - Hvolsvegur og Hlíðarvegur

2211022

Með tillögunni er gert ráð fyrir hringtorgi við Hlíðarveg, Nýbýlaveg og Ormsvöll. Einnig er lagt til að gera Hlíðarveg að lokaðri götu með aðkomu frá Vallarbraut og lóðum við Hvolsveg hefur verið fjölgað.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst og send til umsagnaraðila svk. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Deiliskipulag - Ormsvöllur og Dufþaksbraut

2401053

Með deiliskipulagsbreytingunni er gert ráð fyrir iðnaðar- og athafnalóðum við Dufþaksbraut ásamt breytingu á lóðinni Ormsvöllur 27.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram skv. minnisblaði nefndarinnar.

5.Deiliskipulag - Eystra-Seljaland

2303002

Deiliskipulagið gerir ráð fyrir þremur byggingarreitum að Eystra-Seljalandi, L163760. Stærsti byggingarreiturinn gerir ráð fyrir veitingar- og hótelbyggingu á tveimur hæðum og allt að 2.500 m² og hámarkshæð mænis er 10,5 m. Einnig verður heimilt að byggja starfsmannahús með 40 íbúðum og sex gestahúsum sem verð allt að 150 m² að stærð og hámarkshæð mænis veðri 5,5 m.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verð auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Aðalskipulag - Hólmalækur

2311157

Verið er að breyta 33,3 ha. landbúnaðarlandi í verslun og þjónustu við Hólmalæk, L235471.
Aðalskipulagslýsigin var send til umsagnaraðila og kynnt skv. 30. gr. skipulagslaga. Umsagnir bárust frá Veðurstofu Íslands sem bendir á að erfitt er að draga úr tjóni með vörnum nema með lokunum og rýmingum á svæðinu. Vegagerðin bendir á vegtengingu við Þjóðveg 1 en vegtegingin er núþegar skilgreind í aðalskipulagi sveitarfélagsins. Skipulagsstofnun bendir m.a. á að svæðið sé á úrvals landbúnaðarlandi en óskar eftir umsögn RML á næstu stigum. Nægt framboð er á landbúnaðarlandi í sveitarfélaginu og ólíklegt að landeignin veðri notuð sem slík.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan veðri send til Skipulagsstofnunar til athugunar í sæmræmi við 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Aðalskipulag - Brekkur

2311105

Með aðalskipulagsbreytingunni er verið að breyta 70 ha. svæði úr landbúnaðarlandi (L1), 15 ha. verða verslun og þjónusta (VÞ) og 37 ha. íbúðarbyggð (ÍB).
AR víkur af fundi

8.Deiliskipulag - Barkastaðir

2306061

Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir tveimur byggingareitum, annars vegar 4.000 m² hótelbyggingu fyrir 90 gesti og hinsvegar 1.500 m² starfsmannahús með möguleika á fastri búsetu. Hótelbyggingin skal vera á tveimur hæðum og allt að 11 m. miðað við gólfkóta jarðhæðar. Starfsmannahúsin eru á einni til tveimur hæðum og mænishæð allt að 7 m.

Samhliða er verið að óska eftir breyttu staðfangi, að landeignin fái staðfangið Tindfjallahlíð.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að óska eftir frekari upplýsingum varðandi tillögu að breyttu staðfangi.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við deiliskipulagstillöguna og leggur til við sveitarstjórn r að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Aðalskipulag - Barkastaðir

2309076

Með aðalskipulagsbreytingunni er verið að breyta 15 ha. landi úr Barkastöðum sem er landbúnaðarland (L2) í verslunar- og þjónustusvæði (VÞ) undir hótel sem rúmar 90 gesti.
Tillagan var send til Skipulagsstofunar og heimild var veitt til að auglýsa. Minniháttar breytingar hafa veirð gerðir eftir athugun Skipulagsstofnunar. Fjallað er m.a. nánar um staðsetningu vatnsbóls ásamt niðurstöðum umhverfismats. Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við breytingarnar.
AR mætir aftur á fund

10.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 107

2402002F

  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 107 Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu starfsleyfis og staðfestir að mannvirkið er á loka byggingarstigi.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 107 Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 107 Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsókn og veitir stöðuleyfi til 12 mánaða frá dagsetningu 12.02.2024
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 107 Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 107 Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu starfsleyfis og staðfestir að mannvirkið er á loka byggingarstigi.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 107 Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:

    - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.

    - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.

    - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 107 Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:

    - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.

    - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.

    - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 107 Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:

    - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.

    - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.

    - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

11.Skipulags- og umhverfisnefnd - auka fundur

2402166

Fundi slitið - kl. 13:47.