107. fundur 12. febrúar 2024 kl. 13:30 - 14:15 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Þóra Björg Ragnarsdóttir embættismaður
  • Arnar Jónsson Köhler embættismaður
Fundargerð ritaði: Arnar Jónsson Aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa
Dagskrá

1.Umsögn vegna starfsleyfis - Nýlenda (Leirur 2)

2401096

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur móttekið starfsleyfisumsókn frá Atla Pálssyni, kt. 181184 3029 fyrir hönd Jökla og fjalla ehf., kt. 440214 0610 vegna sölu gistingar, sbr. meðfylgjandi starfsleyfisumsókn.



Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir upplýsingum frá byggingarfulltrúa hvort að umrædd starfsemi uppfylli 1.mgr. 14. gr. í reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti þ.e. ,,Húsnæði, þ.m.t. starfsmannabústaðir, starfsmannabúðir og húsnæði stofnana og fyrirtækja, sem fjallað er um í reglugerð þessari, skulu hafa hlotið staðfestingu leyfisveitanda byggingarleyfis á því að starfsemin sé í samræmi við samþykkta notkun húsnæðisins."



Einnig að starfsemin sé í samræmi við skipulag samkvæmt skipulagslögum eða lögum um skipulag haf- og strandsvæða skv. 6. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu starfsleyfis og staðfestir að mannvirkið er á loka byggingarstigi.

2.Umsögn vegna rekstrarleyfi - Nýlenda (Leirur 2)

2401097

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn Skipulags- og byggingarfulltrúa vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokk II, G Íbúðir að Nýlenda fnr. 219-1298
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis.

3.Umsókn um stöðuleyfi - gámur nr.8

2402006

Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsókn og veitir stöðuleyfi til 12 mánaða frá dagsetningu 12.02.2024

4.Umsögn vegna rekstrarleyfi - Skeið Cottage, Skeiðgata 1

2402019

Sýslumaður Suðurlands óskar eftir umsögn vegna rekstrarleyfis Skeið Cottage, Skeiðgata 1.
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis.

5.Umsögn vegna starfsleyfis - Skeið Cottage

2402068

Heilbrigðiseftirlit suðurlands óskar eftir umsögn vegna umsóknar um starfsleyfi að Skeið Cottage at Skeiðgötu 1, L228966.
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu starfsleyfis og staðfestir að mannvirkið er á loka byggingarstigi.

6.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hamar - Flokkur 1,

2402073

Sigríður Þórarinsdóttir óskar eftir byggingarheimild fyrir fjórum 35 m² gestahúsum að Hamri, L218934.

Kristinn Ragnarsson skilar inn aðaluppdráttum dags. 26.janúar 2024.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:

- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.

- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.

- Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

7.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Miðey - Flokkur 1,

2402071

David Chlebecek sækir um byggingarleyfi fyrir tvö forsmíðuð timburhús
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:

- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.

- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.

- Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

8.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Sámsstaðir 1 lóð 193586 - Flokkur 1,

2402070

Helgi Jóhannesson óskar eftir byggingarleyfi fyrir teveimur 50,4 m² gestahúsum að Sámsstöðum 1, L193586.

Guðmundur Úlfar Gíslason skilar inn aðaluppdráttum dags. febrúar 2024.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:

- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.

- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.

- Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

Fundi slitið - kl. 14:15.