102. fundur 09. nóvember 2023 kl. 10:00 - 11:40 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Þóra Björg Ragnarsdóttir embættismaður
  • Leifur Bjarki Björnsson slökkviliðsstjóri
  • Arnar Jónsson Köhler embættismaður
Fundargerð ritaði: Arnar Jónsson Aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa
Dagskrá

1.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hallgerðartún 14 - Flokkur 2,

2311034

Úlfar Albertsson óskar eftir byggingarleyfi fyrir 181,6 m2 einbýlishúsi við Hallgerðartún 14, L231261.

Úlfar Albertsson skilar inn aðaluppdráttum dags. 6.11.2023
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og jákvæða umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

2.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Litlatún - Flokkur 2,

2311037

Guðmundur Hjaltason sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi, 127,1 m2 við litlatún, L190740.

Guðmundur Hjaltason skilar inn aðaluppdráttum 06.11.2023
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og jákvæða umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:

- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.

- Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd

- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

3.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Skeggjastaðir land 18 - Flokkur 2,

2311036

Vigfús Halldórsson sækir um breytta notkun á frístundarhúsi að Skeggjastöðum land 18.

Vigfús Halldórsson skilar inn reyndum teikningum 6.11.2023.
Ófullnægjandi hönnunargögn.

4.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Dufþaksbraut 13 - Flokkur 1,

2311035

Þormar Andrésson sækir um byggingarheimild að Duftþaksbraut 13a fyrir vélageymslu.

Sveinbjörn Jónsson skilar inn aðaluppdráttum 6.11.2023
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.
- Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

5.Umsókn um niðurrif mannvirkis - Kálfsstaðir

2311044

Jónína Gróa Gísladóttir óskar eftir heimild til niðurrifs á matshluta 11 að Kálfsstaðir, L163953.
Byggingarheimild til niðurrifs verður gefin út að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:

- Vottorð um að eignin sé veðbandalaus verði lagt fram.

- Áætlun um meðhöndlun byggingar- og niðurrifsúrgangs verði lögð fram.

- Byggingarstjóri verði skráður á framkvæmdina.

Fundi slitið - kl. 11:40.