97. fundur 16. ágúst 2023 kl. 10:00 - 12:00 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Þóra Björg Ragnarsdóttir embættismaður
  • Ólafur Rúnarsson embættismaður
  • Leifur Bjarki Björnsson slökkviliðsstjóri
Fundargerð ritaði: Þóra Björg Ragnarsdóttir Fulltrúi skipulags- og byggingaembættis
Dagskrá

1.Mýrarvegur 3 - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi

2305087

Sigurður Brynjar Pálsson óskar eftir byggingarheimild fyrir 15 m2 gestahúsi að Mýrarvegi 3, L195177.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

2.Umsókn um stöðuleyfi - Vatnahjáleiga

2307044

Atlas Invest ehf. óskar eftir stöðuleyfi fyrir gám á lóðinni Vatnahjáleiga, L198192.
Stöðuleyfi er veitt til 12 mánaða frá 17.ágúst 2023.

3.Umsókn um stöðuleyfi - Vatnahjáleiga

2307043

Atlas Invest ehf. óskar eftir stöðuleyfi fyrir stöðuhýsi á lóðinni Vatnahjáleiga, L198192.
Stöðuleyfi er veitt til 12 mánaða frá 17.ágúst 2023.

4.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Gerðar 163942 - Flokkur 1,

2308029

Skúli Þór Magnússon óskar eftir byggingarheimild fyrir 410, m2 viðbyggingu við núverandi skemmu að Gerðum, L163942.

Guðmundur Úlfar Gíslason skilar inn aðaluppdráttum dags. ágúst 2023.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
Veitt er undanþága að staðsetja mannvirki utan byggingarreits, þar sem um tímabundnar vinnubúðir er að ræða.

5.Austurvegur 18 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,

2308032

Knattspyrnufélag Rangæinga óskar eftir byggingarheimild fyrir auglýsingaskilti við Þjóðveg 1 skv. meðfylgjandi gögnum.

6.Breytt skráning landeignar - Samruni Hólmabakki og Hólmabakki 2

2308053

Hrönn Birgisdóttir og Magnús Ómar Sigurðsson óska eftir að landeignirnar Hólmabakki L228221 og Hólmabakki 2 L230893 sameinast með undir staðfanginu Hólmabakki.

7.Umsókn um stöðuleyfi - Lambafell, lóð 8

2306080

Welcome Iceland ehf. óskar eftir stöðuleyfi fyrir ...

8.Umsókn um stöðuleyfi - Grund 3

2303118

Sigurður Torfi Grétarsson óskar eftir heimild fyrir stöðuleyfi...

Fundi slitið - kl. 12:00.