17. fundur 17. apríl 2024 kl. 13:00 - 14:15 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Sigríður Karólína Viðarsdóttir formaður
  • Rafn Bergsson
  • Lea Birna Lárusdóttir
  • Heiðbrá Ólafsdóttir
  • Ásta Brynjólfsdóttir
  • Ágúst Leó Sigurðsson
  • Þórunn Óskarsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara
  • Árný Lára Karvelsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra
  • Sigurmundur Páll Jónsson áheyrnarfulltrúi foreldra
  • Sandra Sif Úlfarsdóttir
  • Unnur Óskarsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara
  • Christiane L. Bahner áheyrnarfulltrúi
  • Aðalheiður Margrét Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Birna Sigurðardóttir skólastjóri
  • Sólbjört Sigríður Gestsdóttir leikskólastjóri
Fundargerð ritaði: Sigríður Karólína Viðarsdóttir Formaður Fjölskyldunefndar
Dagskrá

1.Kveikjum neistann; Þróunarverkefni í grunnskóla

2209109

Hedís Rós fulltrúi grunnskóla Vestmanneyja kom á fundinn til að kynna lestrarverki Grunnskóla Vestmanneyja, Kveikjum neistann.
Fjölskyldunefnd þakkar Herdísi Rós fyrir áhugaverða kynningu.

2.Leikskólinn Aldan; Beiðni um skráningadaga skólaárið 2024-2025

2404184

Lögð fram tillaga Leikskólans Öldunnar um skráningadaga fyrir skólaárið 2024-2025.
Fjölskyldunefnd leggur til að skráning í skráningadaga verði skipt upp í vor- og haustönn. Skráningadagar verði 12 og merktir inn í skóladagatal.
Samþykkt samhljóða.

3.Fjölmenningarráð - 4

2404018F

Lögð fram til kynningar fundargerð 4. fundar Fjölmenningarráðs.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
  • Fjölmenningarráð - 4 The Multi-Cultural counsel suggests to Byggðarráð that Rangárþing eystra becomes a partner with Bara tala, and offers their employees Icelandic lessons through the app.
  • 3.2 2404160 Other issues
    Fjölmenningarráð - 4

4.Umboðsmaður barna; Hljóðvist í skólum

2403097

Lagt fram til kynningar bréf umboðsmanns barna þar sem skorað er á sveitarfélög landsins að grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að bæta hljóðvist í leik- og grunnskólum.
Lagt fram til kynningar.

5.Eldhugar á Hvolsvelli

2404185

Lagt fram bréf Þorgríms Þráinssonar, þar sem kynntar eru hugmyndir og verkfærakista til að virkja eldhuga í samfélaginu.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:15.