37. fundur 09. janúar 2024 kl. 12:30 - 14:10 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Baldur Ólafsson aðalmaður
  • Bjarki Oddsson aðalmaður
  • Elvar Eyvindsson aðalmaður
  • Guðmundur Ólafsson aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
  • Sigurður Þór Þórhallsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þóra Björg Ragnarsdóttir Skipulagsfulltrúi
  • Arnar Jónsson Köhler embættismaður
Fundargerð ritaði: Þóra Björg Ragnarsdóttir Skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá

1.Vistgata - Vallarbraut

2309014

Til kynningar eru tillögur að aðgerðum sem bæta öryggi við Hvolsskóla og leikskólann Ölduna.
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar fyrir kynninguna og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.

2.Sjúkraþyrla; Tillaga N og D-lista

2312028

Skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir tillögu N og D lista sveitarfélagsins og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.

3.Samþykkt um staðvísa og önnur skilti í Rangárþingi eystra

2210012

Til kynningar er samþykkt um staðvísa og önnur skilti í Rangárþingi eystra.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir breytingar á samþykkt um staðvísa og önnur skilti í Rangárþingi eystra.

4.Landskipti - Gerðar land

2312013

Óskar Eyfjörð óskar eftir landskiptum að Gerðum land. Verið er að stofna 10,5 ha. land úr upprunalandinu Gerðar land, L213744.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og hið nýja staðfang, Gerðar land A.

5.Deiliskipulag - Eystra Seljaland, F2 og F3

2205073

Deiliskipulagsbreytingin tekur til þriggja landeigna við Eystra-Seljaland, F1, F2 og F3. Á F1 verður heimilt að byggja gestahús ásamt þjónustu- og starfsmannaaðstöðu, hámarksbyggingarmagn verður 600 m² með 6 m hámarks mænishæð. Á F2 verður heimilt að byggja allt að 2.000 m² gisti- og þjónustuhús með 50 herbergjum og allt að 9 m. mænishæð. Á F3 er hámarksbyggingarmagn 1.500 m² undir gisti- og þjónustuhús með allt að 9 m. mænishæð með 35 herbergjum.
Tillagan var send til lögbundinna umsagnar aðila og auglýst frá 20. nóvember 2023 með athugasemdarfrest til og með 3. janúar 2024. Athugasemdir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands um orðalag og öflun neysluvatns sem brugðist hefur verið við. Þegar tillagan var auglýst í fyrsta sinn barst athugasemd frá landeigenda sem brugðist hefur verið við.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði sent til Skipulagsstofnunar til yfirferðar og afgreitt skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Deiliskipulag - Ytra-Seljaland

2205094

Hnaukar ehf. óska eftir heimild til deiliskipulagsgerðar á svæði undir 39 frístundahúsalóðir. Á hverri lóð verður heimilt að byggja allt að 130 m² hús ásamt 25 m² geymslu/gestahúsi. Mesta mænishæð er 6,0 m frá gólfkóta.

7.Deiliskipulag - Austurvegur 14

2401005

Deiliskipulagsbreytinging gerir ráð fyrir 1-3 hæða hótelbyggingu með 282 gistiherbergjum ásamt sýningar- og ráðstefnusal. Hámarks byggingarmagn fer úr 6.000 m² úr 14.000 m², nýtingarhlutfall fer úr 0.19 í 0.46 og fjöldi bílastæða fer úr 158 í 220.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi við Austurveg 14 og að það verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Deiliskipulag - Dímonarflöt 1-7

2305074

Deiliskipulagstillagan nær til þriggja landeigna að Dímonarflöt 1-7. Hámarks byggingarmagn er 1.5000 m² fyrir frístundahús, bílskúr, gróðurhús, gestahús, geymslu, skemmu og gripahús. Einnig er verið að heimila að hafa aðra atvinnustarfsemi á landeignunum. Engin hámarkshæð er á byggingum en æskilegt er að notast við umhverfisvæn byggingarefni.
EE víkur af fundi.

9.Deiliskipulag - Skíðbakki 2

2301100

Deiliskipulagið nær til um 1,85 ha landspildu úr landi Skíðbakka 2 L163894. Gert er ráð fyrir 3 lóðum. Á hverri lóð verður heimilt að byggja íbúðarhús allt að 250 m² með mænishæð allt að 8 m, gestahús allt að 50 m² með mænishæð allt að 5 m og bílskúr/skemmu allt að 200 m² með mænishæð allt að 8 m.
Við yfirferð Skipulagsstofnunnar dags. 29.desember 2023 komu fram athugasemdir að tillagan sé ekki í samræmi við ákvæði aðalskipulag um að ekki skuli rjúfa úrvals landbúnaðarland og að byggingarreitur sé yfir skurðum sem falla undir hverfisvernd. Að mati skipulags- og umhverfisnefndar er fyrirhuguð uppbygging ágætlega staðsett, ekki er langt í sambærilega íbúðarbyggð við Gunnarshólma og Skíðbakka. Í greinargerð um hverfisvernd um safnskurði í Landeyjum (HV11) kemur fram að óheimilt sé að hindra rennsli um skurðina eða aðgengi að þeim sem kemur skýrt fram í deiliskipulagstillögunni.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt og auglýst í Stjórnartíðindum.
EE mætir aftur á fund.

10.Deiliskipulag - Deild

2305027

Sveinn Þorgrímsson óskar eftir heimild til deiliskipulagsgerðar á jörðinni Deild í Fljótshlíð. Um er að ræða þrjár 5000 m² íbúðalóðir. Á hverri lóð verður heimild fyrir allt að 150 m² íbúðarhúsi, allt að 100 m² gestahúsi og allt að 75 m² skemmu/gróðurhúsi. Hámarksmænishæð íbúðarhúss er 6,0 m frá botnplötu en hámarksmæniðshæð annarra húsa er 4,0 m frá botnplötu.
Við yfirferð Skipulagsstofnunar dags. 29. desember 2023 komu fram athugasemdir að tillagan sé ekki í samræmi við ákvæði aðalskipulags um að ekki skuli rjúfa úrvals landbúnaðarland, að skilgreina þurfi vatnsverndarsvæði vatnsbóls sbr. umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og að meta hvort að setja þurfi fram kvöð um aðkomu að lóðunum. Að mati skipulags- og umhverfisnefndar er staðsetning lóðanna á ákjósanlegum stað enda innan við 80 m. frá núverandi íbúðarhúsi og mikil hækkun er í landinu. Staðsetning vatnsbóls er merkt með hniti og vatnsverndarsvæði þar um kring.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði send aftur til Skipulagsstofnunar til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

11.Aðalskipulag - Eystra-Seljaland F7, breyting

2302072

Um er að ræða breytingu á landnotkun á spildunni Eystra-Seljaland F7 L231719 úr Landbúnaðarland (L) í verslun- og þjónustu (VÞ).
Aðalskipulagsbreytingin var send til lögbundinna umsagnaraðila og auglýst frá 22. nóvember 2023 með athugasemdarfrest til og með 3. janúar 2024. Aðalskipulagsbreytinguna þurfti að auglýsa aftur þar sem fyrri auglýsing var ógild. Ábending barst frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og tekið hefur verið undir sjónarmið HSL um sameiginlega vatnsveitu. Núverandi landeigendur eru að vinna að slíkri veitu og greinargerð verður breytt til samræmis. Brugðist hefur verið við athugasemdum Umhverfisstofnunar en það er mat skipulags- og umhverfisnefndar að verið er að taka minna land undir mannvirki með því að hafa það á fleiri hæðum. Í greinargerð kemur fram heildarfjöldi gesta og verið er að vinna að tilkynningu um mat á umhverfisáhrifum.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framkomna breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins, að breytingin verði send til yfirferðar Skipulagsstofnunar fyrir gildistöku í B-deild stjórnartíðinda í samræmi við 32. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

12.Deiliskipulag - Eystra Seljaland

2205068

Um er að ræða skipulagslýsingu deiliskipulags á uppbyggingu í ferðaþjónustu á spildunni Eystra-Seljaland F7 L231719. Gert er ráð fyrir hótel- og veitingaþjónustu ásamt uppbyggingu íbúðarhúsnæðis fyrir starfsfólk.
Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 30. ágúst með athugasemdarfrest til 12. október 2023. Tillagan var send til lögbundinna umsagnaraðila og athugasemdir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands varðandi misræmi í aðalskipulagsbreytingunni og í deiliskipulaginu. Frekari skýringar hafa verið gefnar og Heilbrigðiseftirlitið samþykkt þær skýringar. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

13.Aðalskipulag - Dílaflöt, breyting

2301089

Um er að ræða breytingu á landnotkun á ca 15 ha svæði úr spildunni Dílaflöt L234644 úr Landbúnaðarland (L) í verslun- og þjónustu (VÞ).
Aðalskipulagsbreytingin var send til lögbundinna umsagnaraðila og auglýst frá 22. nóvember 2023 með athugasemdarfrest til og með 3. janúar 2024. Aðalskipulagsbreytinguna þurfti að auglýsa aftur þar sem fyrri auglýsing var ógild. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands bendir á að leiðrétta þurfi orðalag, úr smáhýsi í gestahús. Náttúrufræðistofnun Íslands bendir á álag fuglastofna á svæðinu en að mati nefndarinnar þarf ekki að breyta viðbragðsáætlunum út frá þeim breytingum sem nú eru í ferli.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framkomna breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins, að breytingin verði send til yfirferðar Skipulagsstofnunnar fyrir gildistöku í B-deild stjórnartíðinda í samræmi við 32.gr skipulagslaga nr. 123/2010.

14.Deiliskipulag - Dílaflöt

2301085

Tillagan gerir ráð fyrir tveimur nýjum lóðum úr landi Dílaflatar, önnur 10,7a ha og hin 4,29 ha. Innan skipulagssvæðisins er fyrirhugað að hafa allt að 12 gestahús fyrir ferðamenn ásamt þjónustuhúsi og gufubaði. Heimilt verður að byggja 30-80 m2 gestahús með hámarks mænishæð verður allt að 4, 0 m frá gólfkóta.
Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 22. nóvember 2023 með athugasemdarfrest til 3.janúar 2023. Tillagan var send til lögbundinna umsagnaraðila og athugasemdir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands um staðsetningu vatnsbóls og hreinsivirki sem brugðist hefur verið við og tekur nefndin undir að nauðsynlegt er að leysa neysluvatnsmál til lengri tíma og vanda þurfi til hreinsivirkja en taka þurfi tillit til mismunandi aðstæðna á hverjum stað. SKipulags- og umhverfisnefnd tekur undir með Vegagerðinni að núverandi varnargarðar séu ekki til þess gerðir að verjast stór- eða hamfaraflóðum. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

15.Aðalskipulag - Stóra-Mörk 1, breyting

2301088

Um er að ræða breytingu á landnotkun á jörðunum Stóra-Mörk 1 L163808, Stóra-Mörk 3 L163810 og Stóra-Mörk 3B L224421 úr landbúnaðarlandi (L) í ca 3,4 ha svæði undir verslun- og þjónustu (VÞ), ca 23 ha svæði undir afþreyingar- og ferðamannasvæði (AF) og ca 27 ha svæði undir skógræktar- og landgræðslusvæði (SL).
Skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu málsins.

Fundi slitið - kl. 14:10.