183. fundur 25. júlí 2019 kl. 08:15 - 10:10 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Elín Fríða Sigurðardóttir formaður
  • Christiane L. Bahner
  • Benedikt Benediktsson varaformaður
Starfsmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá

1.Drög að móttökuáætlun

1907069

Á kjörtímabili 2014-2018 var ákveðið að sveitarfélagið muni vinna að gerð móttökuáætlunar fyrir fólk sem flytur í sveitarfélagið. Í starfsnefnd móttökuáætlunar voru tilnefnd Lilja Einarsdóttir (B), Kristján Fr. Kristjánsson (D) og Christiane L. Bahner (L).
Byggðarráð þakkar starfsnefnd fyrir vel unnin störf og samþykkir fyrir sitt leyti drög að móttökuáætlun. Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna að þeim úrbótum sem áætlunin skilgreinir.
Samþykkt samhljóða.

2.Örnefnaskilti fyrir Steinafjall, ósk um styrk.

1907065

Byggðarráð fagnar uppsetningu skiltisins. Örnefni eru mikilvæg arflegð sem okkur ber skylda að halda við og forðast að glatist í tímanna rás. Byggðarráð óskar eftir kostnaðaráætlun fyrir verkið svo hægt sé að taka afstöðu til styrkjarins.
Samþykkt samhljóða.

3.Verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu; umsögn

1907061

Rangárþing eystra hefur áður lagt fram umsagnir vegna þeirra fyriætlana að stofna þjóðgarð á miðhálendi Íslands. Byggðarráð stendur við fyrri bókanir og felur sveitarstjóra að fylgja þeim eftir.
Fyrri bókun Byggðarráðs:
Rangárþing eystra gerir ekki efnislegar athugasemdir við textadrög varðandi helstu áherslur í stjórnunar- og verndaráætlun við stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Mikilvægt er að lögð sé áhersla á verndun ósnortinar náttúru og almenna nýtingu hálendis við skipulagsgerð. Nú þegar hafa sveitarfélög á Suðurlandi hafið vinnu við að kanna möguleika á að vinna svæðisskipulag fyrir Suður hálendið. Ljóst er að mikil vinna er framundan á því sviði, en sú vinna er unnin í réttri röð og af réttum aðilum þ.e. sveitarfélögunum. Út úr þeirri vinnu gæti mögulega komið sú niðurstaða að sveitarfélög á Suðurlandi séu tilbúin að leggja hluta af hálendinu í þjóðgarð, en það er þá út frá forsendum sveitarfélaganna. Rangárþing eystra gerir því talsverðar athugasemdir við þær fyrirætlanir að stofnaður verði þjóðgarður á miðhálendi Íslands. Nefnd sem skipuð var af umhverfis- og auðlindaráðherra á vordögum 2018 hefur verið að vinna að því hvernig eigi að stofna miðhálendisþjóðgarð yfirleitt. Svo virðist sem að gleymst hafi að velta því fyrir sér hvort það ætti að fara í þá vegferð. Talsvert mikið af spurningum er enn ósvarað varðandi þann mikilvæga þátt. Vissulega hefur ágætis samráð átt sér stað á milli nefndarinnar og sveitarfélaga, en þar hefur líka talsvert borið á því að sveitarfélög eru frekar neikvæð í umræðunni og með varann á. Það er vel skiljanlegt á margan hátt og eðlilegt að sveitarfélög fari í baklás þegar að þverpólitísk nefnd er byrjuð að vinna að skipulagsmálum sveitarfélaga t.d. með að ákvarða mörk nýs þjóðgarðs, aðkomuleiðir, áningastaði og uppbyggingu. Það er og á að vera hlutverk sveitarfélaganna. Að mati Rangárþings eystra er mikilvægt að spólað verði aðeins til baka og umræðan um hvort eigi að stofna þjóðgarð verði tekin við sveitarfélögin.
Samþykkt samhljóða.

4.Stefna um meðhöndlun úrgangs; ósk um athugasemdir

1907068

Umhverfisstofnun hefur unnið drög að að nýrri stefnu um meðhöndlun úrgangs fyrir landið allt. Stofnunin hefur nú óskað eftir athugasemdum frá sveitarstjórn við drögin.
Byggðarráð fagnar því að fram séu komin drög að stefnu umhverfis- og auðlindaráðherra í úrgangsmálum. Úrgangsmál eru stór málaflokkur innan hvers sveitarfélags og því mikilvægt að stefnan sé skýr á landsvísu. Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá umsögn í samræmi við umræður á fundi.

5.Staðan í kjaramálum félagsmanna Verkalýðsfélags Suðurlands sem vinna hjá sveitarfélögum á félagssvæði stéttarfélagsins.

1907080

Samband íslenskra sveitarfélaga fer með fullnaðarumboð til kjarasamningsgerðar fyrir hönd sveitarfélaganna í landinu. Í umboðsgjöf sveitarfélaganna kemur m.a. eftirfarandi fram "Umboð þetta er fullnaðarumboð og eftir að það hefur verið gefið er sveitarfélaginu ekki heimilt að hafa afskipti af kjarasamningsgerð. Sveitarfélagið skuldbindur sig til að hlíta markmiðum og stefnu sambandsins í kjaramálum og þeim kjarasamningum sem sambandið gerir fyrir þess hönd í öllum atriðum, með staðfestingu stjórnar sambandsins."
Sveitarfélaginu er því með öllu óheimilt að hlutast til í máli þessu og getur því ekki orðið við beiðni Verkalýðsfélags Suðurlands.
Samþykkt samhljóða.

6.Umhverfisstofnun; Beiðni um tilnefningu fulltrúa í samstarfshóp; Skógafoss

1907011

Beiðni um tilnefningu í samstarfshóp vegna endurskoðun á auglýsingu um friðlýsingu og mörkum nátturuvættisins Skógafoss.
Skógafoss var friðlýstur árið 1987.
Byggðarráð tilnefnir sveitarstjóra í samstarfshópinn. Samþykkt samhljóða.

7.Ályktun um heimavist við Fjölbrautarskóla Suðurlands

1907064

Byggðarráð samþykkir sameiginlega ályktun sveitarfélaga á Suðurlandi varðandi heimavist við Fjölbrautarskóla Suðurlands. Eftirfarandi er ályktun sveitarfélaganna.

Eftirtalin sveitarfélög sem eru eigendur að Fjölbrautarskóla Suðurlands (FSu) krefjast þess að starfrækt verði heimavist við skólann. Sveitarfélögin skora á mennta- og menningarmálaráðherra að beita sér í málinu og skora jafnframt á skólanefnd og stjórnendur skólans til að vinna að uppbyggingu heimavistar.
Greinargerð.
Frá og með árinu 2016 var starfsemi heimavistar við Fjölbrautaskóla Suðurlands hætt. Ungmenni af stóru svæði sem þessi sveitarfélög spanna eiga þess ekki kost að nýta sér almenningssamgöngur til að sækja nám og því er um alvarlegan forsendubrest samstarfs um skólann að ræða. Til þess að ungmenni þessa svæðis njóti jafnréttis til náms er mikilvægt að unnið verði hröðum höndum við að koma upp heimavist við skólann.

Samþykkt samhljóða.

8.Arngeirsstaðir; Landskipti

1804022

Ósk um stofnun nýs lögbýlis.
Byggðarráð Rangárþings eystra gerir ekki athugasemd við þær fyrirætlanir að stofnað verði til lögbýlis að Arngeirsstöðum 2.
Samþykkt samhljóða.

9.Brú lóð; Staðfesting á landamerkjum

1806007

Staðfesting á stærð og afmörkun lóðar.
Byggðarráð staðfestir fyrir sitt leyti stærð og afmörkun lóðarinnar Brú ln.163748.
Samþykkt samhljóða.

10.Breytt stærð landeignar; Eystri_Skógar 2

1906110

Staðfesting á landsskiptum og afmörkun lóðar.
Byggðarráð staðfestir fyrir sitt leyti stærð og afmörkun lóðarinnar Eystri-Skógar 2 ln.163738.
Samþykkt samhljóða.

11.Umsögn; Fljótsdalur; gistileyfi

1907067

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðlar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt samhljóða.

12.Umsögn; Skógarfossvegur 7

1907008

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðlar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt samhljóða.

13.Umsöng; Hlíðarból; gistileyfi

1907019

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðlar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn. Samþykkt samhljóða.

14.Umsögn; Syðri rot; gistileyfi

1907079

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðlar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt samhljóða.

15.Tækifærisleyfi; Midgard Base Camp

1907081

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðlar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn. Samþykkt samhljóða.

16.Tækifærisleyfi; Kotmót

1907020

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðlar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn. Samþykkt samhljóða.

17.Skipulagsnefnd - 72

1907001F

Fundargerð samþykkt í heild.
  • Skipulagsnefnd - 72 Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu deiliskipulagsins. Skipulagsfulltrúa falið að afla frekari upplýsinga í samræmi við umræður á fundi. Bókun fundar Byggðarráð samþykkir bókun skipulagsnefndar um að fresta afgreiðslu deiliskipulagsins.
  • Skipulagsnefnd - 72 Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu deiliskipulagstillögu og leggur til við sveitarstjórn að farið verði í breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins skv. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Byggðarráð samþykkir bókun skipulagsnefndar um að fresta afgreiðslu deiliskipulagstillögu og samþykkir að farið verði í breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins skv. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 72 Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu deiliskipulagstillögu og leggur til við sveitarstjórn að farið verði í breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins skv. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Byggðarráð samþykkir bókun skipulagsnefndar um að fresta afgreiðslu deiliskipulagsins og samþykkir að farið verði í breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins skv. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 72 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nöfnin á hinum nýju spildum. Bókun fundar Byggðarráð gerir ekki athugasemd við landskiptin og nöfnin á hinum nýju spildum.
  • Skipulagsnefnd - 72 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að gerð sé breyting á staðfangi á Lambalæk lóð. Bókun fundar Byggðarráð samþykkir að gerð sé breyting á staðfangi á Lambalæk lóð.
  • Skipulagsnefnd - 72 Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan veðri auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Byggðarráð samþykkir að deiliskipulagsgerð verði heimiluð og að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 72 Skipulagsnefnd samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis. Bókun fundar Byggðarráð samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis.
  • Skipulagsnefnd - 72 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að gerð sé breyting á staðfangi á Laufási í V-Landeyjum. Bókun fundar Byggðarráð samþykkir að gerð sé breyting á staðfangi á Laufási í V-Landeyjum.
  • Skipulagsnefnd - 72 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nöfnin á hinum nýju spildum. Bókun fundar Byggðarráð gerir ekki athugasemd við landskiptin og nöfnin á hinum nýju spildum.
  • Skipulagsnefnd - 72 Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan veðri auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Byggðarráð samþykkir að deiliskipulagsgerð verði heimiluð og að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • 17.11 1907012 Landskipti; Skeið
    Skipulagsnefnd - 72 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu. Bókun fundar Byggðarráð gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu.
  • Skipulagsnefnd - 72 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nöfnin á hinum nýju spildum. Bókun fundar Byggðarráð gerir ekki athugasemd við landskiptin og nöfnin á hinum nýju spildum.
  • Skipulagsnefnd - 72 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nöfnin á hinum nýju spildum. Bókun fundar Byggðarráð gerir ekki athugasemd við landskiptin og nöfnin á hinum nýju spildum.

18.Héraðsbókasafn Rangæinga; stjórnarfundur 2. júlí 2019

1907062

Byggðarráð staðfestir fundargerð stjórnar og ársreikning 2018. Samþykkt samhljóða.

19.Fjallskilanefnd Fljótshlíðar; 46. fundur; 10.7.2019

1907073

Byggðarráð staðfestir fundargerð nefndarinnar.

20.Umhverfis- og náttúruverndarnefnd; 20. fundur; 4. júní 2019.

1907071

Byggðarráð staðfestir fundargerð nefndarinnar.
Byggðarráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að skipuleggja og auglýsa hreinsunarátak í iðnaðar- og hesthúsahverfi.
Byggðarráð felur markaðs- og kynningarfulltrúa í samvinnu við áhaldahús að skipuleggja og auglýsa átak vegna lausagöngu gæludýra í þéttbýli.
Samþykkt samhljóða.

21.40. fundur stjórnar félag- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellsýslu

1907059

Byggðarráð staðfestir fundargerð stjórnar og ársreikning 2018.
Byggðarráð þakkar Eddu Guðlaugu Antonsdóttur fyrir vel unnin störf á undanförnum árum og óskar henni velfarnaðar í þeim verkefnum sem framundan eru.

22.205. fundur stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu; 10.7.2019

1907077

Byggðarráð staðfestir fundargerð stjórnar.

23.547. fundur stjórnar SASS; 28.6.2019

1907076

Byggðarráð staðfestir fundargerð stjórnar.

24.282. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands; 9.7.2019

1907072

Byggðarráð staðfestir fundargerð stjórnar.

25.Bergrisinn; 7. fundur stjórnar; 26. júní 2019

1907063

Byggðarráð staðfestir fundargerð stjórnar.

26.Samband íslenskra sveitarfélaga; 872. fundur stjórnar

1907058

Byggðarráð staðfestir fundargerð stjórnar.

27.Örnefnanefnd; ensk nöfn á íslenskum stöðum

1907070

Lagt fram til kynningar.

28.Umhverfisstofnun; tillaga að breytingu á starfsleyfi Byggðarsamlagsins Hulu

1907074

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að breytingu á starfsleyfi Byggðasamlagsins Hulu til reksturs urðunarstaðar á Skógarsandi
Lagt fram til kynningar.

29.Samráðsfundur um ráðstöfun 5,3% aflaheimilda haldinn 15. ágúst 2019

1907075

Byggðarráð felur sveitarstjóra að sækja samráðsfund. Lagt fram til kynningar.

30.Aukafundaseta sveitarstjórnamanna

1906053

Lagt fram til kynningar.

31.LEX; Löfgræðiþjónusta fyrir Rangárþing eystra; Breyting á umsjónarmanni

1907010

Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð þakka Helga Jóhannessyni fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins og óskar honum velfarnaðar í nýju starfi.

Fundi slitið - kl. 10:10.