72. fundur 15. júlí 2019 kl. 10:00 - 11:20 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Esther Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Anton Kári Halldórsson formaður
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Þórir Már Ólafsson aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason 1. varamaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Skipulagsnefnd samþykkir að bæta máli nr. 13 á dagskrá fundarins.

1.Útskák; Deiliskipulag

1608057

Hinrik Þorsteinsson kt. 110449-3219, leggur fram lýsingu að deiliskipulagstillögu fyrir Útskák í Fljótshlíð. Tillagan tekur til rúmlega 5,8 ha landspildu úr landi Kirkjulækjarkots og eru afmarkaðar allt að átta íbúðarhúsalóðir og allt að fimm frístundahúsalóðir.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu deiliskipulagsins. Skipulagsfulltrúa falið að afla frekari upplýsinga í samræmi við umræður á fundi.

2.Deiliskipulag - Laxhof

1906066

Timo Reimers leggur fram deiliskipulagstillögu fyrir Laxhof, sem er 1 ha landspilda, stofnuð út úr Hesteyrum 3 í V-Landeyjum. Tillagan tekur til byggingar íbúðarhúss og gestahúss, auk aðkomuvega.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu deiliskipulagstillögu og leggur til við sveitarstjórn að farið verði í breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins skv. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Deiliskipulag - Efra-Bakkakot, lóð 1

1906090

Magðalena K. Jónsdóttir leggur fram tillögu að deiliskipulagi á 2,5 ha landspildu úr Efra-Bakkakoti lóð 1, A-Eyjafjöllum. Tillagan tekur byggingar allt að 80 m2 frístundahúss á einni hæð, auk allt að 30 m2 geymsluskúrs.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu deiliskipulagstillögu og leggur til við sveitarstjórn að farið verði í breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins skv. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Landskipti; Steinmóðarbær

1906092

Lilja Sigurðardóttir óskar eftir því að skipta tveimur lóðum út úr Steinmóðarbæ L163806, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landnot ehf þann 3. maí 2019. Hinar nýstofnuðu lóðir eru annars vegar Hólmaflöt sem er 1,0 ha að stærð og hins vegar Hólmabær 2 sem er ca 2,0 ha að stærð. Auk þess er sótt um að breyta nöfnum (Staðföngum) á Steinmóðarbæ lóð B í Hólmabæ og Steinmóðarbæ lóð A í Hólmasel.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nöfnin á hinum nýju spildum.

5.Breyting á staðfangi; Lambalækur lóð 2

1906102

Kristín Gunnarsdóttir kt: 040347-4029 óskar eftir því að breyta staðfangi á Lambalækur lóð. Hin nýja staðfang mun verða Heiði.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að gerð sé breyting á staðfangi á Lambalæk lóð.

6.Deiliskipulag - Kaffi Langbrók

1906112

Ingibjörg E. Sigurðardóttir leggur fram tillögu að deiliskipulag á Kirkjulæk 3 í Fljótshlíð. Tillagan tekur til byggingar parhúss, tveggja bílskúra og stækkunar á veitingastaðnum Kaffi Langbrók.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan veðri auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Framkvæmdaleyfi; Færsla Þórsmerkurvegar nr. 249-01

1906113

Vegagerðin óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna færslu á Þórsmerkurvegi nr. 249-01. Vegurinn verður færður til vesturs, þannig að hann liggi með austurjaðri varnargarðs við Markarfljót, allt frá Suðurlandsvegi og norður fyrir Gljúfurá.
Skipulagsnefnd samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis.

8.Breytt skráning landeignar; Laufás

1906115

Friðberg Stefánsson og Þorbjörg Sigurðardóttir óska eftir því að fá að breyta staðfangi lögbýlisins Laufás í V-Landeyjum í Hrosshólma.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að gerð sé breyting á staðfangi á Laufási í V-Landeyjum.
Anna Runólfsdóttir víkur af fundi við afgreiðslu málsins.

9.Landskipti; Fljótsdalur 2

1907002

Anna Runólfsdóttir óskar eftir því að stofna 4,0 ha lóð út úr Fljótsdal 2 (L221900) í Fljótshlíð sem er 34,5 ha að stærð. Hin ný stofnaða lóð mun halda staðfanginu Fljótsdalur 2 en það sem eftir stendur af jörðinni mun sameinast Fljótsdal L164005. Auk þess óskar Anna eftir því að stofna 4,15 ha spildu út úr jörðinni Fljótsdalur L164005 skv meðfylgjandi uppdrætti unnum af Verkfræðistofunni EFLU þann 1. júlí 2019. Hin nýstofnaða spilda fær nafnið Fljótsdalur 3.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nöfnin á hinum nýju spildum.
Anna Runólfsdóttir kemur aftur inn á fund.

10.Deiliskipulag - Einars-, Oddgeirs- og Símonarsel

1907004

Dofri Eysteinsson leggur fram tillögu að deiliskipulagi á þremur íbúðarhúsalóðum sem eru stofnaðar út úr Dalsseli 2. Lóðirnar eru allar um 2,7 ha að stærð og er heimilt að byggja eitt íbúðarhús, geymslu og gestahús á hverri lóð.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan veðri auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

11.Landskipti; Skeið

1907012

Óli Ágústsson kt: 280371-5649, óskar eftir því að stofna 1.750 m2 lóð skv. deiliskipulagi út úr jörðinni Skeið L164189 skv. uppdrætti unnum af Teiknistofu Arkitekta, dags. 9.7.2019.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu.

12.Landskipti; Búland land B

1907013

Guðjón Baldvinsson kt: 211154-3739 óskar eftir því að stofna 6 nýjar spildur út úr Búlandi land B L218754, skv uppdrættu unnum af Landnot ehf dags. 21.11.2018. Hinar nýju spildur munu fá staðföngin Dímonarflöt 1-6. Það sem eftir stendur af upprunalandinu mun fá staðfangið Dímonarflöt 7.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nöfnin á hinum nýju spildum.

13.Landskipti; Drangshlíðardalur

1907015

Magðalena K Jónsdóttir óskar eftir því að skipta tveimur ca 5500 m2 lóðum út úr jörðinni Drangshlíðardalur L163652, skv. uppdrætti unnum af Landslag dags. 10.07.2019. Hinar nýstofnuðu lóðir munu fá staðföngin Drangshlíðardalur 3a og 3b.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nöfnin á hinum nýju spildum.

Fundi slitið - kl. 11:20.