27. fundur 15. ágúst 2023 kl. 10:00 - 12:00 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Baldur Ólafsson aðalmaður
  • Bjarki Oddsson aðalmaður
  • Elvar Eyvindsson aðalmaður
  • Guðmundur Ólafsson aðalmaður
  • Konráð Helgi Haraldsson varamaður
    Aðalmaður: Guri Hilstad Ólason
  • Sigurður Þór Þórhallsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þóra Björg Ragnarsdóttir embættismaður
  • Guðrún Björk Benediktsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Þóra Björg Ragnarsdóttir Fulltrúi skipulags- og byggingarembættis
Dagskrá

1.Umhverfisverðlaun Rangárþings eystra 2023

2307028

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir verðlaunahafa í öllum flokkum.
GBB yfirgefur fund eftir þennan lið.

2.Umferð við Öldubakka

2306077

Ábending barst til embætti skipulags- og byggingarfulltrúa vegna hraðaksturs við Öldubakka.
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar fyrir ábendinguna. Nefndin leggur til að loka fyrir umferð vélknúinna ökutækja milli Öldubakka 31-33 og með því auka öryggi vegfarenda.

3.Breytt skráning staðfanga - Fagrahlíð lóð

2306086

Titaya ehf. óskar eftir breytingu á staðfangi, úr Fagrahlíð lóð í Fagratún.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við breytingu á staðfangi.

4.Umsókn um framkvæmdarleyfi - Butra skógrækt

2304084

Ágúst Jensson óskar eftir framkvæmdarleyfi fyrir 25 ha. skógræktarsvæði í landi Butru, L163998 ásamt breytingu á aðalskipulagi.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila breytingu á aðalskipulagi og að framkvæmdarleyfi verði veitt í kjölfarið.

5.Umsókn um framkvæmdarleyfi - Mastur við Brúnir

2307008

Íslandsturnar sækja um heimild til þess að reisa 24. m fjarskiptamastur fyrir farsímaþjónustu við gatnamót Landeyjarhafnarvegar og Þjóðavegar 1, í samræmi við meðfylgjandi uppdrætti unna af Íslandsturnum, dags. 04.07.2023.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdarleyfi verði veitt.

6.Deiliskipulag - Miðkriki

2012010

Ari Steinn Hjaltested óskar eftir því að fá að gera deiliskipulag á Miðkrika L164183 skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landhönnun slf, dags. 3.4.2023. Gert er ráð fyrir allt að 5 húsum s.s. íbúðar- eða frístundahús, bílskúr, gestahús, skemmu, gróðurhús eða gripahús. Mesta leyfilega mænishæð er 6 m m.v. aðliggjandi landhæð.
Tillagan var auglýst frá 19.apríl 2023 með athugarsemdafrest til 31.maí 2023. Athugasemd barst frá Veitum sem brugðist hefur verið við. Nefndin samþykkir uppsetta tillögu að viðbrögðum við athugasemdum í meðfylgjandi skjali. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við Sveitarstjórn að hún verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2012.

7.Deiliskipulagsbreyting - Tjaldhólar

2307026

Ragnar Jóhannsson óskar eftir breytingu á gildandi deiliskipulagi að Tjaldhólum, L164199. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir nýjum byggingarreit fyrir 250 m2 íbúðarhús.
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Deiliskipulag - Háeyri

2307038

Jón Viktor Þórðarson óskar eftir heimild fyrir deiliskipulagi. Til stendur að koma fyrir íbúðarhúsi ásamt fjórum gestahúsum til útleigu.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila deiliskipulagsgerð.

9.Deiliskipulag - Hlíðarendakot

2102081

F.h. landeigenda óskar Basalt arkitektar eftir því að deiliskipuleggja u.þ.b. 26,5 ha. svæði jarðarinnar Hlíðarendakots, L164020. Fyrirhugað er að heimila að byggja við núverandi mannvirki, fjölga byggingarreitum fyrir íbúðarhús. Heimilt verður að byggja 300 m2 íbúðarhús vestan við bæjarstæðið á 1.-2. hæðum með 7,5 m. hámarks mænishæð.

Á byggingarreit Í2 verður heimilt að byggja 110 m2 mannvirki, SÍ verður heimilt að byggja allt að 600 m2 og Ú1 verður heimilt að byggja 500 m2. Á byggingarreit Í3 verður heimilt að byggja allt að 750 m2 íbúðarhús auk 100 m2 geymslu með 8,5 m. hámarks mænishæð.

Í bréfi Skipulagsstofnunar dags. 9.febrúar 2023, kom fram athugasemdir varðandi staðsetningu íbúðarhúsa, uppfæra þurfti aðalskipulagsuppdrátt, bæta við skilmálum um byggingarmagn á byggingarreitum, sýna hættumatslínu og bregðast við umsögn Minjastofnunnar dags. 23.september 2022. Búið er að bregðast við upptöldum athugasemdum. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

10.Deiliskipulag - Eystra Seljaland

2205068

Deiliskipulagið tekur til uppbyggingar á 150 herbergja hóteli og starfsmannahúsnæði á sitt hvorum byggingarreitum. Heimilt verður að byggja 6.000 m2 hótel á 1-2. hæðum fyrir allt að 300 gesti og hámarkshæð byggingar er allt að 11 metrum frá gólfkóta. Á B2 verður hámarksbyggingarmagn 900 m2 á einni hæð.
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

11.Deiliskipulag - Stóri-Hóll

2308007

Um er að ræða tillögu að deiliskipulagi á 10,3 ha. svæði úr landi Skíðbakka 1, L163892. Gert er ráð fyrir allt að 250 m2 íbúðarhúsi, 50 m2 gestahús og 200 m2 skemmu. Hámarks mænishæð er 8,0 á íbúðarhúsi og skemmu en 5,0 m á gestahúsi.
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

12.Deiliskipulag - Skeggjastaðir land 18

2210107

Um er að ræða tillögu að deiliskipulagi á lóðinni Skeggjastaðir land 18 L199781. Gert er ráð fyrir að núverandi frístundahúsi, sem er ca 60 m2 að stærð, verði breytt í íbúðarhús. Á lóðinni er auk þess 21 m2 geymsluskúr. Gert ráð fyrir mögulegri stækkun á núverandi húsum, um allt að 60 m2. Heildarstærð lóðarinnar er 1803 m2.
Í erindi Skipulagsstofnunar dags. 28.apríl 2023, kom fram athugasemd varðandi framsetningu uppdráttar og að fjalla þurfi um allar athugasemdir sem hafi komið á auglýsingartíma. Í umsögn Vegagerðarinnar dags. 13.desember 2022 segir að sýna þurfi tengingu inn á deiliskipulags reitinn en brugðist hefur verið við þeirri athugasemd. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

13.Grenndarkynning - Langanes 20 og 22

2308014

Birnuból ehf. óskar eftir rekstrarleyfi að Langanesi 20, L193239 og Langanesi 22, L193241. Samkvæmt aðalskipulagi sveitarfélagsins þarf að grenndarkynna rekstur í frístundabyggðum og meta aðstæður hverju sinni.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að grenndarkynna umsóknina fyrir frístundabyggðinni í Langanesi í heild sinni. Afgreiðslu málsins er frestað á meðan að grenndarkynning stendur yfir.

14.Landskipti - Sunnuhvoll 2

2307039

Bjarni Böðvarsson óskar eftir að stofna lóðina Sunnuhvoll 2 skv. meðfylgjandi uppdrætti.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin.

15.Landskipti - Tjaldhólar

2307040

Guðjón Steinarsson óskar eftir heimild til að stofna tvær nýjar lóðir úr landi Tjaldhóla, L164199. Lóðirnar eru tæpir 2 ha. og fá staðfangið Tjaldhólar 1 og Tjaldhólar 2.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og hin nýju staðföng.

16.Samráðsgátt; Grænbók um skipulagsmál

2307055

Grænbók um skipulagsmál er í kynningu í samráðsgátt stjórnvalda. Grænbókin er liður í endurskoðun á landsskipulagsstefnu 2015-2026. Óskað er eftir umsögn hagaðila og senda í samráðsgáttina.

Fundi slitið - kl. 12:00.