301. fundur 08. september 2022 kl. 08:15 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson aðalmaður
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
  • Rafn Bergsson aðalmaður
  • Sigríður Karólína Viðarsdóttir aðalmaður
  • Bjarki Oddsson aðalmaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
  • Sandra Sif Úlfarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Oddviti setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboð.
Oddviti óskar eftir að bæta einu máli á dagskrá fundarins, mál númer 8, 2209024 Skipulags- og umhverfisnefnd; Breytt nefndarskipan.
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. Önnur mál færast eftri því.

1.Umdæmisráð barnaverndar

2202023

Alþingi samþykkti breytingar á barnaverndarlögum sem fela í sér grundvallarbreytingar á uppbyggingu barnaverndar innan sveitarfélaga. Samkvæmt lögunum verða barnaverndarnefndir lagðar niður og í stað þeirra verða starfræktar tvær aðskildar einingar á vettvangi sveitarfélaga, annars vegar barnaverndarþjónusta og hins vegar umdæmisráð barnaverndar.

Félagsmálastjóri leggur til við sveitarstjórn að taka þátt í stofun umdæmsiráðs og skipan í umdæmisráð á landsvísu, sem tekur formlega til starfa 1. janúar 2023.
Fyrir fundi liggja drög að erindsbéfi valnefndar umdæmisráðs barnavendar á landsvísu, samningur um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsvísu og viðauki II við samninginn.
Til máls taka:
AKH, LE, TBM, RB og BO.

Niðurstaða:
Sveitarstjórn samþykkir að standa að umdæmisráði barnaverndar með öðrum sveitarfélögum á landsbyggðinni líkt og lagt er til í erindinu. Sveitarstjóra ásamt félagsmálastjóra falið að koma fram fyrir hönd sveitarfélagsins við undirbúning og gerð samnings sem enn er ekki fullmótaður. Sveitarstjórn óskar eftir að fá félagsmálastjóra á fund sveitarstjórnar.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2.Samþykktir Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu bs; seinni umræða

2208090

Lagðar fram til seinni umræðu samþykktir Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu bs.
Til máls tóku:
BO, TBM, LE.

Niðurstaða:
Samþykktir Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu bs samþykktar í seinni umræðu með 7 samhljóða atkvæðum.

3.Ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga 27. og 28. október 2022

2208081

Ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga verður haldið á Höfn í Hornafirði dagana 27. og 28. október nk. Rangárþing eystra á 4 fulltrúa á þingingu. Kjörgengir á aðalfundina eru framkvæmdastjórar sveitarfélaga, sveitarstjórnarmenn og varamenn þeirra.
Til máls tóku:
AKH, LE

Tillaga er um að aðalmenn ársþingsin verði:

Tómas Birgir Magnússon
Árný Hrund Svavarsdóttir
Lilja Einarsdóttir
Rafn Bergsson

Til vara:
Sigríður Karólína Viðarsdóttir
Elvar Eyvindsson
Bjarki Oddsson
Guri Hilstad Ólason

Aðrir fulltrúar: Sigríður Karólína Viðarsdóttir, Bjarki Oddsson

Anton Kári Halldórsson mun einnig taka sæti á fundinum sem stjórnarmaður Sorpstöðvar Suðurlands.

Niðurstaða:
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum

4.Umsókn um rými Kaupfélagssafnsins til leigu undir sprotastarfsemi

2208080

Lagt fram bréf, Guðna Ragnarssonar, Ellerts Geirs Ingvasonar, Ágústs Leó Sigurðssonar og Úlfars Þórs Gunnarssonar fyrir hönd undirbúningsnefndar bruggfélags þar sem óskað er eftir að fá húsnæði sveitafélagsins, þar sem Kaupfélagssafnið er til húsa, til leigu.
Til máls tóku:
AKH, BO, TBM, LE, RB.

Niðurstaða:
Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið. Ljóst er að finna þarf Kaupfélagssafninu á Hvolsvelli nýjan farveg til framtíðar. Sveitarstjóra falið að kanna möguleika og leggja fram minnisblað til sveitarstjórnar í kjölfarið. Sveitarstjórn fagnar öllum hugmyndum sem varða sprotastarfsemi og nýsköpun, en getur ekki orðið við beiðni um tiltekið húsnæði að svo stöddu. Sveitarstjórn óskar eftir að forsvarsmenn bruggfélagsins komi á næsta fund sveitarstjórnar og kynni sínar hugmyndir.
Samþykkt með 7 samhjóða atkvæðum.

5.SASS; Nefndarstörf fyrir ársþing SASS 27.-28. október 2022

2208079

Fyrir liggur bréf SASS þar sem óskað er eftir tilnefningu kjörinna fulltrúa til starfa í milliþingsnefndum vegna ársþing SASS 2022.
Til máls tóku:
AKH, LE, RB, TBM, BO.

Niðurstaða:
Sveitarstjóra falið að senda inn tilkynningu um fulltrúa og þátttöku þeirra í nefndum, þegar þær liggja fyrir.
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Fundarhlé, kl 9:00. Fundur hefst aftur 9:06. Guðmundur Úlfar Gíslason kemur til fundar undir þessum lið.

6.Framkvæmdaleyfi - Brúnir 1

2104171

Endurnýjun á framkvæmdarleyfi vegna jarðvinnu við gerð bílastæðis og uppsetningu hraðhleðslustöðva fyrir bíla á Brúnum 1.
Til máls tóku:
GÚG, AKH og RB.

Niðurstaða:
Sveitarstjórn samþykkir að veita framkvæmdaleyfi á Brúnum 1 vegna jarðvinnu við gerð bílastæðis og uppsetningu hraðhleðslustöðva fyrir bíla.
Samþykkt með 7 samhjóða atkvæðum.
Fylgiskjöl:

7.Tillaga B-lista um bætta upplýsingafjöf á fundum sveitarstjórnar og byggðarráðs

2209020

Fyrir liggur tillaga B-lista þar sem lagt er til að fyrsti dagskrárliður sveitarstjórnar- og byggðarráðsfunda verði minnisblað sveitarstjóra um þau verkefni sem unnin hafi verið á milli funda, staða verkefna og hvað er á döfinni.
Til máls tóku:
LE, BO, AKH.

Tillaga fulltrúa B-lista:
Fulltrúar B-lista leggja til að fyrsti dagskrárliður sveitarstjórnar- og byggðarráðsfunda verði minnisblað sveitarstjóra um þau verkefni sem unnin hafi verið á milli funda, staða verkefna og hvað er á döfinni. Sveitarstjóri eða e.a. oddviti leggi fram minnisblaðið og fylgi því eftir á fundi. Sá háttur að sveitarstjóri geri grein fyrir verkefnum líðandi stundar var viðhafður á síðasta kjörtímabili og hafa fulltrúar B- lista saknað hans í upphafi þessa kjörtímabils. Afleiðingar þess eru að fulltrúar minnihluta fá ekki fullnægjandi upplýsingar um gang mála varðandi stjórn sveitarfélagsins.
Framlagning slíks minnisblaðs er ekki einskorðað við að upplýsa kjörna fulltrúa heldur byggir undir gagnsæi í stjórnkerfi sveitarfélagsins þar sem íbúar geta fylgst betur með.
LE, BO, RB.

Fulltrúar D og N- lista leggja fram eftirfarandi breytingartillögu:
„fyrsti dagskrárliður sveitarstjórnarfunda verði minnisblað sveitarstjóra um þau verkefni sem unnin hafi verið á milli funda, staða verkefna og hvað sé á döfinni. Í upphafi hvers byggðarráðsfundar flytji sveitarstjóri munnlega skýrslu um sömu málefni.“
AKH, SKV, SSÚ, TBM.

Bókun D og N- lista:
Fulltrúar taka undir það sem kemur fram í tillögu B-lista hvað varðar aukið gagnsæi og upplýsingagjöf til kjörinna fulltrúa og íbúa. Þó er bent á að á síðasta kjörtímabili voru ekki lögð fram formleg minnisblöð til birtingar, heldur var um munnlegar upplýsingar frá sveitarstjóra að ræða sem settar voru fram eftir að formlegum fundi lauk. En með því að setja minnisblöð formlega á dagskrá verða þau aðgengileg öllum sem óska, sem er vel. Slík formleg minnisblöð teljum við ekki nauðsynleg fyrir alla byggðarráðsfundi, þar sem oft á tíðum líða ekki nema tveir virkir dagar á milli sveitarstjórnarfundar og þess að fundarboð byggðarráðs þarf að berast nefndarmönnum. Einnig viljum við benda fulltrúum B-lista á að í samræmi við samþykkt um stjórn Rangárþings eystra sem öðlaðist gildi þann 6. júlí 2022, 21. gr. er aðgangur kjörinna fulltrúa að gögnum og upplýsingum tryggður. En þar segir:
Vegna starfa sinna í sveitarstjórn á sérhver sveitarstjórnarmaður rétt á að kynna sé gögn og upplýsingar sem fyrir liggja í stjórnsýslu sveitarfélagsins og varða málefni sem komið geta til umfjöllunar í sveitarstjórn. Sveitarstjórnarmaður skal eiga eðlilegan aðgang að skrifstofu og stofnunum sveitarfélagsins, á venjulegum afgreiðslutíma þeirra, í þeim tilgangi að kynna sér starfsemi sveitarfélagsins og rekstur. Óski sveitarstjórnarmaður eftir gögnum skal hann beina skriflegri beiðni þar um til sveitarstjóra. Tiltaka skal í beiðninni hvaða gögnum óskað er eftir og/eða um hvaða málefni þau fjalla. Miða skal við að aðgangur sé veittur innan þriggja daga frá móttöku beiðninnar. Varði beiðni mikið umfang gagna eða ef gögn eru undanþegin upplýsingarétti almennings skal sveitarstjóri leggja til að sveitarstjórnarmaður kynni sé gögn á skrifstofu sveitarfélagsins en fái ekki afrit þeirra.

Til áréttingar hefur engin formleg beiðni um gögn eða upplýsignar borist frá fulltrúum B-lista til sveitarstjóra. Verði óskað efti hvers kyns upplýsingum um málefni sveitarfélagsins verða þær fúslega veittar.
AKH, SKV, SSÚ, TBM.

Atkvæði greidd um breytingartillögu D- og N-lista. Breytingartillaga samþykkt með 4 atkvæðum D- og N-lista AKH, SKV, SSÚ, TBM á móti 3 atkvæðum fulltrúa B-lista LE, RB, BO.

Hlé á fundi kl 10:55, fundur hefst aftur 11:05.

Fulltrúar B-lilsta gera grein fyrir atkvæði sínu:
Fulltrúar B-lista fagna því að megininntak upphaflegrar tillögu okkar varðandi minnisblað sveitarstjóra nær fram að ganga í breytingatillögu D-og N-lista. Við getum hins vegar ekki stutt þá tillögu þar sem í henni felst takmörkun upplýsingaflæðis miðað við upphaflega tillögu, bæði til kjörinna fulltrúa sem og allra íbúa sveitarfélagsins.
LE, RB, BO.

Atkvæði greidd um tillögu B-lista. Samþykkir tillögunni 3 fulltrúar B-lista, LE, RB, BO á móti 4 fulltrúar D- og N-lista, AKH, SKV, SSÚ, TBM. Tillaga B-lista felld.

8.Skipulags- og umhverfisnefnd; Breytt nefndarskipan

2209024

Tillaga er um breytta nefndarskipan í skipulags- og umhverfisnefnd. Tillaga er um að Christiane L. Bahner hætti sem varamaður í nefndinni og hennar sæti taki Heiðbrá Ólafsdóttir.
Niðurstaða:
Sveitarstjórn samþykkur tillöguna með 7 samhljóða atkvæðum.

9.Umsögn vegna rekstrarleyfis - Freya Cafe, Safnavegur 1.

2208109

Sýslumaður Suðurlands óskar eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir Freya Cafe, að Safnavegi 1, Skógum.
Niðurstaða:
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

10.Byggðarráð - 216

2208007F

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð 216. fundar byggðarráðs.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Byggðarráð - 216 Ekki liggur ljóst fyrir hver nákvæmur kostnaður við breytingar yrði. Ef miðað er við að breytingar kalli á eina aukaferð skólabíla á viku, sem er líklegasta útkoman, yrði kostnaður um 699.303 kr. á mánuði eða um 2.797.212 kr. fram að áramótum. Ef hins vegar kæmi til þess að um tvær auka ferði yrði að ræða gæti heildarkostnaður því mest orðið 5.594.424 kr. fram að áramótum.
    Ljóst er að ekki er gert ráð fyrir þessum kostnaðarauka vegna skólaaksturs í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2022.
    Byggðarráð hafnar beiðni að svo stöddu, en leggur til að tillaga um breytingar verði unnin nánar í tengslum við fjárhagsáætlun fyrir árið 2023.
    Samþykkt með 2 atkvæðum ÁHS og TBM. LE situr hjá.

    LE gerir grein fyrir atkvæði sínu:
    Í talsverðan tíma hefur verið kallað eftir auknu samfellu starfi af hálfu stjórnenda skóla og æskulýðsstarfs, foreldra og íþróttafélaga, enda framboð íþróttagreina það mikið að það hefur ekki rúmast innan samfellutíma. Erindið barst 13. júní 2022, fékk jákvæða umfjöllun í fjölskyldunefnd sem samþykkti erindið samhljóða fyrir sitt leyti.
    Nægur tími hefur verið til stefnu til að kalla eftir frekari útfærslu og kostnaðargreiningu við verkefnið, en hefur dregist. Full ástæða væri til að samþykkja slíka tillögu til reynslu til eins árs amk.
  • Byggðarráð - 216 Byggðarráð frestar afgreiðslu erindisins. Sveitarstjóra falið að afla frekari gagna í samræmi við reglur Rangárþings eystra um skólavist í grunnskóla utan lögheimilissveitarfélags.
  • Byggðarráð - 216 Byggðarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar Hallgerðartún 4 til Loft 11 ehf.
  • Byggðarráð - 216 Byggðarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar Hallgerðartún 8 til Loft 11 ehf.
  • Byggðarráð - 216 Fyrir liggur tilboð TRS í búnað og uppsetningu vegna beins streymis sveitarstjórnarfunda upp á 1.036.521 kr. Byggðarráð staðfestir tilboð TRS enda er svigrúm til kaupana í fjárheimildum sveitarfélagsins fyrir árið 2022.
    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð - 216 Byggðarráð staðfestir fundargerð 2. fundar Markaðs- og menningarnefndar.
  • Byggðarráð - 216 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðarráð - 216 Lagt fyrir byggðarráð drög að innleggi Rangárþings eystra til vinnunnar. Byggðarráð samþykkir drögin og felur sveitarstjóra að senda þau til ráðuneytisins.
  • Byggðarráð - 216 Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.

11.Byggðarráð - 217

2208014F

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð 217. fundar byggðarráðs.
Fundargerð staðfest í heild.

12.Skipulags- og umhverfisnefnd - 3

2208005F

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð 3. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar.
Fundargerð staðfest í heild sinni.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 3 Skipulags- og umferðarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna að málinu í samráði við vegagerðina. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 3 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að grenndarkynna framkvæmdina. Grenndarkynnt verður fyrir ábúendum í Núpakoti. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 3 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir verðlaunahafa í öllum flokkum. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 3 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir vegaskrána til umsagnar hjá lögboðnum umsagnaraðilum. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir skrá um vegi í náttúru Íslands til umsagnar hjá lögboðnum umsagnaraðilum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 3 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu skipulags- og byggingarfulltrúa að breytingu á lóðarmörkum lóða í Hallgerðartúni. Bókun fundar
    Eftir umræður um málið bendir LE á mögulegt vanhæfni SSÚ.
    Fundarhlé kl 9:27, fundur hefst aftur kl 9:35.
    Oddviti ber upp tillögu um vanhæfni SSÚ, samþykkt samhjóða með 6 atkvæðum. SSÚ víkur af fundi.

    Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins og felur skipulags- og byggingafulltrúa að taka saman minnisblað um heildstæða stækkun lóða í Hallgerðartúni og Króktúni.

    SSÚ kemur aftur til fundar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 3 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 3 Skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu tillögu að samþykkt fyrir umhverfisverðlaun Rangárþings eystra og felur nefndarmönnum að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 3 Bókun fundar Lagt fram.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 3 Bókun fundar Lagt fram.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 3 Bókun fundar Lagt fram.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 3
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 3 Bókun fundar Lagt fram.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 3
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 3
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 3
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 3 Bókun fundar Lagt fram.

13.Skipulags- og umhverfisnefnd - 4

2208012F

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð 4. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 4 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til smávægilegar breytingar á deiliskipulagi miðbæjar er varða gönguleið frá Eldfjallasetrinu Lava að miðbæjartúninu, breytingu á byggingarreit við félagsheimilið Hvol vegna uppsetningar á styttunni Afrekshugur ásamt aðgengi að henni, endurskoða bílastæði við Sóleyjargötu og gefa möguleika á verslun- og þjónustu við Sóleyjargötu 2-8. Nefndin leggur einnig til, að breytingum loknum verði skipulag svæðisins kynnt áhugasömum aðilum til uppbyggingar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 4 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að enduskoða skipulag við Bergþórugötu með það að markmiði að bjóða upp á fjölbreyttari möguleika á húsagerðum. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir að endurskoðað verði deiliskipulag fyrir Bergþórugötu með það að markmiði að bjóða upp á fjölbreyttari möguleika á húsagerðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 4 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir skrá um vegi í náttúru Íslands og að hún verði send umasgnaraðilum til yfirferðar. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir skrá um vegi í náttúru Íslands til umsagnar hjá lögboðnum umsagnaraðilum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 4 Á 1. fundi Skipulags- og umhverfisnefndar var lagt til við sveitarstjórn að afgreiðslu málsins yrði frestað vegna athugasemdar er snéri að öflun neysluvatns. Í uppfærðri tillögu deiliskipulagsins er búið að bregðast við athugasemdinni. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að hún verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir tillöguna og að hún verði send skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 4 Vegna athugasemdar er snýr að öflun neysluvatns leggur skipulags- og umhverfisnefnd til við sveitarstjórn að afgreiðslu málsins verði frestað. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og frestar afgreiðslu tillögunnar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 4 Vegna athugasemda er snúa að aðkomu að svæðinu, fornleifaskráningu og öflun neysluvatns leggur skipulags- og umhverfisnefnd til við sveitarstjórn að afgreiðslu málsins verði frestað. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og frestar afgreiðslu tillögunnar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 4 Skipulagsbreytingin var auglýst frá 13. júlí sl. með athugasemdarfresti til og með 24. ágúst 2022. Ekki komu fram athugasemdir frá lögbundnum umsagnaraðilum. Athugasemd kom er varðaði það að breyta raðhúsalóð í fjölbýlishúsalóð. Þar kemur fram að yfirbragð hverfis muni breytast, skuggavarp aukast, útsýni skerðast og að óhjákvæmilega muni umferðarmagn aukast við fyrirhugaðar breytingar. Einnig er bent á það að um sé að ræða grundvallarbreytingu á forsendum sem giltu þegar núverandi lóðarhafar fengu lóðum sínum úthlutað og lóðarumsóknir þeirra byggðust á. Skipulags- og umhverfisnefnd tekur ekki undir athugasemdir um að um sé að ræða grundvallarbreytingu á hverfinu þar sem einungis er verið að gera breytingu er varðar 3 lóðir af 47 við Hallgerðartún. Td mun skuggavarp ekki aukast þar sem um er að ræða nyrstu lóðina í hverfinu og mun hún ekki skyggja á aðrar lóðir innan Hallgerðartúns. Útsýni mun að einhverju leyti skerðast en þó er það minniháttar þar sem að hámarkshæð bygginga eykst einungis um 2 metra við fyrirhugaða breytingu, úr 5,5m í 7,5m. Að einhverju leyti mun umferð aukast með fjölgun íbúða, en þeim munu fjölga úr 6 í 14. Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á að umferð að þeim lóðum sem um ræðir mun að öllum líkindum einungis verða frá nýjum Ofanbyggðarvegi og hafa þ.a.l. ekki mikil áhrif á aðra íbúa Hallgerðartúns. Mikilvægt sé því að þegar farið verði í gatnagerð í 3ja áfanga Hallgerðartúns verði tenging frá Ofanbyggðarvegi einnig fullgerð inn í hverfið. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir tillöguna og að hún verði send skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 4 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir drög að framlögðu bréfi til framkvæmdaraðila. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir að framlagt bréf verði sent á framkvæmdaraðila.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 4 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að starfsmenn skipulags- og byggingarfulltrúa, ásamt áhaldahúsi, vinni heildstætt að málinu í öllu sveitarfélaginu. Mikilvægt er að forgangsraða þeim verkefnum sem þarf að fara í og í framhaldi gera ráð fyrir fjármunum í fjárhagsáætlun næstu ára. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir tillögu B-lista.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 4 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði ekki afgreidd sem óveruleg breyting, heldur samþykkt til auglýsingar skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem um er að ræða það mikla breytingu á útliti og formi mannvirkjanna sem um ræðir. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010..
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 4 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir að deiliskipulagsgerð verði heimiluð.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 4 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir drög að umsögn er varðar mat á umhverfisáhrifum efnistökunnar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna að málinu varðandi umhverfisáhrif, umferðaröryggi og álag á Þjóðveg 1. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir drög að umsögn er varðar mat á umhverfisáhrifum efnistökunnar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 4 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdarleyfi verði veitt. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir framkvæmdarleyfi fyrir uppsetningu 9 stk gervihnattamóttökudiska á lóðinni Hallgeirsey 2 lóð L215874 með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu úr grenndarkynningu. Grenndarkynnt verður fyrir ábúendum á Hallgeirseyjarhjáleigu og í Hallgeirsey.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 4 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðföng hinna nýju spildna. Bókun fundar Hlé gert á fundi kl 10:27, fundur hefst aftur 10:33.
    Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og staðföng hinna nýju spildna.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 4 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við vinnslutillögu að Aðalskipulags Mýrdalshrepps 2021-2033. Skipulagsnefnd óskar eftir viðræðum varðandi samræmingu á sveitarfélagamörkum samhliða heildarendurskoðun Aðalskipulags beggja sveitarfélaga. Bókun fundar Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við vinnslutillögu að Aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2021-2033 en óskar eftir viðræðum varðandi samræmingu á sveitarfélagamörkum samhliða heildarendurskoðun Aðalskipulags beggja sveitarfélaga.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 4 Bókun fundar Lagt fram.

14.Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 50

2208010F

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð 50. fundar Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 50 Ólafur Örn fór yfir sitt starf sem íþrótta- og æskulýðsfulltrúi sem og málefnin sem undir honum eru.
  • Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 50 Lagt var til að HÍÆ nefnd hittist fljótlega undirbúi fundi með hagmunaaðilum og hitti fulltrúa hagsmunaaðila á fundi nokkrum dögum seinna. Á þeim fundi kynna hagmunaaðilar sýnar hugmyndir, þarfir og framtíðarsýn. HÍÆ nefnd vinnur svo úr þessum upplýsingum og leggur fyrir byggðarráð eigi síðar en 1. október.
  • Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 50 HÍÆ nefnd leggur til við sveitarstjórn að allir samningar við íþróttafélög verði teknir til endurskoðunnar til að tryggja að allir sem sinna barna- og unglingaastarfi sitji við sama borð. Bókun fundar Sveitarstjórn felur Heilsu-, íþrótta og æskulýðsnefnd að rýna fyrirkomulag styrkja sveitarfélagsins til íþrótta- og æskulýðsmála og gera tillögu að samræmdum samningum við íþróttafélög í sveitarfélaginu. Tillögur verði lagðar fyrir sveitarstjórn. Umsókn Skotfélagsins Skyttur er vísað til þessarar vinnu.
    Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
  • 14.4 2208072 GHR - Ósk um styrk
    Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 50 HÍÆ nefnd leggur til við sveitarstjórn að allir samningar við íþróttafélög verði teknir til endurskoðunnar til að tryggja að allir sem sinna barna- og unglingaastarfi sitji við sama borð. Bókun fundar Sveitarstjórn felur Heilsu-, íþrótta og æskulýðsnefnd að rýna fyrirkomulag styrkja sveitarfélagsins til íþrótta- og æskulýðsmála og gera tillögu að samræmdum samningum við íþróttafélög í sveitarfélaginu. Tillögur verði lagðar fyrir sveitarstjórn. Umsókn GHR er vísað til þessarar vinnu.
    Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
  • Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 50 Ólafur Örn fór yfir markmiðið með Heilsueflandi hausti og hvernig fyrirkomulagið á þeim viðburði hefur verið. Nefndarmenn voru beðnir, fyrir næsta fund, að koma með hugmyndir fyrir Heilsueflandi haust.

15.Markaðs- og menningarnefnd - 3

2208009F

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð 3. fundar Markaðs- og menningarnefndar.
Fundargerð staðfest í heild sinni.
  • Markaðs- og menningarnefnd - 3 Markaðs- og Menningarnefnd þakkar Magdalenu fyrir greinagóða kynningu. Nefndin hvetur undirbúningshópinn til að sækja um styrk í Menningarsjóð og aðra styrktarsjóði. Einnig hrósar nefndin hópnum fyrir gott framtak í þágu samfélagsins.
  • Markaðs- og menningarnefnd - 3 Nefndin þakkar Guðna fyrir erindið og telur að alþjóðaflugvöllur yrði mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið á svæðinu. Nefndin hvetur sveitarstjórn til að hefja samtal við nágrannasveitarfélögin um uppbyggingu flugvallar á Suðurlandi. Aðstæður á Suðurlandi eru hentugar fyrir flugvöll af þessari stærðargráðu og staðsetningin góð fyrir varaflugvöll.

    Samþykkt samhljóða.

    Bókun fundar Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að kalla eftir samtal við nágrannasveitarfélögin um möguleika á uppbyggingu alþjóðaflugvallar á Suðurlandi.
    Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd - 3 Nefndin samþykkir samhljóða val á Sveitarlistamanni Rangárþings eystra 2022. Viðurkenningin verður afhent á Kjötsúpuhátíðinni.
  • Markaðs- og menningarnefnd - 3 Umræður varðandi endurskoðun á reglum um úthlutun styrkja úr Menningarsjóði. Umræðunni verður haldið áfram á næsta fundi.
  • Markaðs- og menningarnefnd - 3 Markaðs- og kynningarfulltrúi fer yfir stöðu mála í undirbúningi fyrir Kjötsúpuhátiðina.

16.Samband íslenskra sveitarfélaga; 912. fundur stjórnar

2209005

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 912. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

17.Heilbrigðisnefnd Suðurlands; 220. fundur; Fundargerð

2209019

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 220. fundar stjórnar Heilbrigðisnefndar Suðurlands.
Lagt fram til kynningar.

18.Samráð sýslumanns og sveitarstjórna

2208064

Sýslumaðurinn á Suðurlandi lýsir yfir áhuga á að hitta nýkjörna sveitarstjórn og framkvæmdastjóra sveitarfélagsins til að kynna starfsemi og fyrirkomulag embættis sýslumanns.
Sveitarstjórn þakkar erindið og felur sveitarstjóra að boða til fundar með sýslumanni.
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

19.Fundadagatal Rangárþings eystra 2022-2023

2209017

Drög að fundardagatali nefnda og ráða Rangárþings eystra.
Lagt fram til kynningar.

20.Rangárhöllin; Aðalfundarboð

2209018

Lagt fram aðalfundarboð Rangárhallarinnar, frægðarhallar íslenska hestsins ehf. fyrir árið 2021. Fundurinn fram fimmtudaginn 8. september kl. 20:00 í Rangárhöllinni á Hellu.
Sveitarstjóra falið að sækja aðalfund f.h. Rangárþings eystra.
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Fundi slitið.