50. fundur 25. ágúst 2022 kl. 16:00 - 18:00 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Sandra Sif Úlfarsdóttir varaformaður
  • Bjarki Oddsson
  • Ástvaldur Helgi Gylfason
  • Bjarni Daníelsson formaður
  • Sigurður Orri Baldursson
Starfsmenn
  • Ólafur Örn Oddsson embættismaður
  • Anton Kári Halldórsson
Fundargerð ritaði: Ólafur Örn Oddsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Kynning á íþrótta- og æskulýðsstarfi Rangárþings eystra

2208073

Ólafur Örn íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fer yfir stöðu mála með nefndarmönnum.
-Samfellustarfið.
-Sumarið íþróttastarf og sundlaug
-Æskulýðsmál
-Félagsmiðstöðin
-Heilsueflandi samfélag
-Heilsueflandi haust
ofl.
Ólafur Örn fór yfir sitt starf sem íþrótta- og æskulýðsfulltrúi sem og málefnin sem undir honum eru.

2.Starfshópur um aðstöðu til íþrótta- og knattspyrnuiðkunar

2208075

Á fundi Byggðráðs þann 7.júlí 2022 var lagt til að Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd sé sá starfshópur sem taki má um aðstöðu til íþrótta- og knattspyrnuiðkunar en með hópnum starfi yfirmaður framkvæmda- og eignasviðs, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og skipulags- og byggingarfulltrúi eftir atvikum hverju sinni og óskum starfshópsins. Einnig kalli starfshópurinn hagsmunaaðila til fundar eftir þörfum. Byggðarráð samþykkir að starfshópurinn taki strax til starfa og skili tillögum til byggðarráðs eigi síðar en 1. október.
Lagt var til að HÍÆ nefnd hittist fljótlega undirbúi fundi með hagmunaaðilum og hitti fulltrúa hagsmunaaðila á fundi nokkrum dögum seinna. Á þeim fundi kynna hagmunaaðilar sýnar hugmyndir, þarfir og framtíðarsýn. HÍÆ nefnd vinnur svo úr þessum upplýsingum og leggur fyrir byggðarráð eigi síðar en 1. október.

3.Skotfélagið Skyttur - ósk um styrk

2208076

Ósk frá Skotfélaginu Skyttur um styrk.
HÍÆ nefnd leggur til við sveitarstjórn að allir samningar við íþróttafélög verði teknir til endurskoðunnar til að tryggja að allir sem sinna barna- og unglingaastarfi sitji við sama borð.

4.GHR - Ósk um styrk

2208072

Beðni frá GHR um styrk og nýjan samning.
HÍÆ nefnd leggur til við sveitarstjórn að allir samningar við íþróttafélög verði teknir til endurskoðunnar til að tryggja að allir sem sinna barna- og unglingaastarfi sitji við sama borð.

5.Heilsueflndi haust 2022

2208074

Undanfarnin ár hefur sveitarfélagið Rangárþing eystra staðið fyrir Heilsueflandi hausti.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, HÍÆ og fleiri sjá um veg og vanda með þessum viðburði og kallað verður eftir hugmyndum og tillögum að dagskráliðum á þessum fundi.
Ólafur Örn fór yfir markmiðið með Heilsueflandi hausti og hvernig fyrirkomulagið á þeim viðburði hefur verið. Nefndarmenn voru beðnir, fyrir næsta fund, að koma með hugmyndir fyrir Heilsueflandi haust.

Fundi slitið - kl. 18:00.