216. fundur 18. ágúst 2022 kl. 08:15 - 09:05 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Árný Hrund Svavarsdóttir formaður
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Anton Kári Halldórsson Sveitarstjóri
Dagskrá
Formaður byggðarráðs setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboðið.

Byggðarráð samþykkir með afbrigðum að bæta máli nr. 9 á dagskrá fundarins.

1.Skólaskjól; styttri opnunartími

2206043

Erindið var áður á dagskrá 213. fundar byggðarráðs Rangárþings eystra þann 7. júlí 2022. Byggðarráð óskaði eftir kostnaðargreiningu áður en afstaða til erindisins yrði tekin.
Ekki liggur ljóst fyrir hver nákvæmur kostnaður við breytingar yrði. Ef miðað er við að breytingar kalli á eina aukaferð skólabíla á viku, sem er líklegasta útkoman, yrði kostnaður um 699.303 kr. á mánuði eða um 2.797.212 kr. fram að áramótum. Ef hins vegar kæmi til þess að um tvær auka ferði yrði að ræða gæti heildarkostnaður því mest orðið 5.594.424 kr. fram að áramótum.
Ljóst er að ekki er gert ráð fyrir þessum kostnaðarauka vegna skólaaksturs í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2022.
Byggðarráð hafnar beiðni að svo stöddu, en leggur til að tillaga um breytingar verði unnin nánar í tengslum við fjárhagsáætlun fyrir árið 2023.
Samþykkt með 2 atkvæðum ÁHS og TBM. LE situr hjá.

LE gerir grein fyrir atkvæði sínu:
Í talsverðan tíma hefur verið kallað eftir auknu samfellu starfi af hálfu stjórnenda skóla og æskulýðsstarfs, foreldra og íþróttafélaga, enda framboð íþróttagreina það mikið að það hefur ekki rúmast innan samfellutíma. Erindið barst 13. júní 2022, fékk jákvæða umfjöllun í fjölskyldunefnd sem samþykkti erindið samhljóða fyrir sitt leyti.
Nægur tími hefur verið til stefnu til að kalla eftir frekari útfærslu og kostnaðargreiningu við verkefnið, en hefur dregist. Full ástæða væri til að samþykkja slíka tillögu til reynslu til eins árs amk.

2.Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags

2208038

Byggðarráð frestar afgreiðslu erindisins. Sveitarstjóra falið að afla frekari gagna í samræmi við reglur Rangárþings eystra um skólavist í grunnskóla utan lögheimilissveitarfélags.

3.Umsókn um lóð Hallgerðartún 4

2208033

1 umsókn barst vegna úthlutunar lóðar að Hallgerðartúni 4.
Aðili hefur verið metinn hæfur í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins. Umsækjandi um lóðina er: Loft 11 ehf.
Byggðarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar Hallgerðartún 4 til Loft 11 ehf.

4.Umsókn um lóð Hallgerðartún 8 lóðaúthlutun

2208040

2 umsóknir bárust vegna úthlutunar lóðar að Hallgerðartúni 8. Gæðapípur ehf. teljast vanhæfir skv. 4 gr. úthlutunarreglna sveitarfélagsins, umsækjandi er með úthlutaða lóð án þess að hafa hafið framkvæmdir.
Umsækjendur um lóðina eru: Loft 11 ehf og Gæðapípur ehf.
Byggðarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar Hallgerðartún 8 til Loft 11 ehf.

5.Beint streymi af fundum Sveitarstjórnar

2206019

Á 300. fundi sveitarstjórnar Rangárþings eystra þann 11. ágúst 2022 var sveitarstjóra falið að ganga að tilboði TRS og leggja til staðfestingar fyrir næsta fund byggðarráðs.
Fyrir liggur tilboð TRS í búnað og uppsetningu vegna beins streymis sveitarstjórnarfunda upp á 1.036.521 kr. Byggðarráð staðfestir tilboð TRS enda er svigrúm til kaupana í fjárheimildum sveitarfélagsins fyrir árið 2022.
Samþykkt samhljóða.

6.Markaðs- og menningarnefnd - 2

2208002F

Byggðarráð staðfestir fundargerð 2. fundar Markaðs- og menningarnefndar.
  • Markaðs- og menningarnefnd - 2 Magda boðar forföll en sendir yfirlit með hugmyndum að dagskrá og viðburðum fyrir Fjölmenningarhátíðina.

    Nefndin þakkar Mögdu fyrir flott framtak og óskar eftir að fá hana til sín á næsta fund.
  • Markaðs- og menningarnefnd - 2 Á fyrsta fundi Markaðs- og menningarnefndar voru nefndarmenn hvattir til að rýna erindisbréfið og koma með tillögur og athugasemdir á næsta fund.

    Nefndin leggur til að menningarmálum verði gert hærra undir höfði í erindisbréfinu.
    Lögð er fram tillaga um að bæta við liðum við 3. gr:
    12. Stuðla að og eiga frumkvæði að hátíðarhöldum í sveitarfélaginu, s.s. 17. júní, kjötsúpuhátíð, fjölmenningarhátíð
    13. Auglýsa og úthluta úr menningarsjóði Rangárþings eystra
    14. Velja sveitarlistamann Rangárþings eystra árlega
    15. Stuðla að öflugu menningarlífi í Rangárþingi eystra

    Nefndin felur formanni að fara yfir aðrar athugasemdir með sveitarstjóra.

    Samþykkt samhljóða
  • Markaðs- og menningarnefnd - 2 Auglýst hefur verið eftir tilnefningum til sveitarlistamanns Rangárþings eystra 2022. Viðurkenning verður veitt á Kjötsúpuhátíðinni 26.-28.ágúst.
    Nefndin mun fara yfir tilnefningar og kjósa sveitarlistamann á næsta fundi sínum.
  • Markaðs- og menningarnefnd - 2 Markaðs- og kynningarfulltrúa falið að auglýsa eftir umsóknum í haustúthlutun sjóðsins.

    Samþykkt samhljóða
  • Markaðs- og menningarnefnd - 2 Nefndin þakkar Skafta fyrir vandaða og fjölbreytta dagskrá. Óskað verður eftir frekari upplýsingum og fullmótaðri dagskrá fyrir næsta fund nefndarinnar.
  • Markaðs- og menningarnefnd - 2 Nefndin frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

7.Fjallskilanefnd Vestur-Eyjafjalla; Fundargerð 15.08.2022

2208043

Lagt fram til kynningar.

8.Grænbækur; stefnumótun í þremur málaflokkum

2206077

Erindi innviðaráðuneytisins til sveitarstjórnar vegna stefnumótunar í þremur málaflokkum. Innviðaráðuneytið óskar eftir innleggi frá sveitarstjórnum inn í stefnumótandi áætlanir ríkisins á sviði sveitarfélaga, skipulags- og húsnæðismála.
Á 213. fundi byggðarráðs Rangárþings eystra var sveitarstjóra falið að gera drög að svörum við erindinu fyrir hönd Rangárþings eystra og leggja fyrir byggðarráð.
Lagt fyrir byggðarráð drög að innleggi Rangárþings eystra til vinnunnar. Byggðarráð samþykkir drögin og felur sveitarstjóra að senda þau til ráðuneytisins.

9.Umsókn um tækifærisleyfi; Kjötsúpuhátíð Rangárþingi eystra

2208044

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.

Fundi slitið - kl. 09:05.