3. fundur 23. ágúst 2022 kl. 16:30 - 18:30 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Christiane L. Bahner
  • Guðni Ragnarsson
  • Guri Hilstad Ólason
  • Rebekka Katrínardóttir
  • Guðni Steinarr Guðjónsson
  • Stefán Friðrik Friðriksson
  • Konráð Helgi Haraldsson
Starfsmenn
  • Árný Lára Karvelsdóttir
Fundargerð ritaði: Christiane L. Bahner formaður
Dagskrá

1.Fjölmenningarhátíð Rangárþings eystra

2207004

Markaðs- og Menningarnefnd þakkar Magdalenu fyrir greinagóða kynningu. Nefndin hvetur undirbúningshópinn til að sækja um styrk í Menningarsjóð og aðra styrktarsjóði. Einnig hrósar nefndin hópnum fyrir gott framtak í þágu samfélagsins.

2.Möguleikar á Alþjóðaflugvelli á miðsvæði Suðurlands

2208009

Nefndin þakkar Guðna fyrir erindið og telur að alþjóðaflugvöllur yrði mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið á svæðinu. Nefndin hvetur sveitarstjórn til að hefja samtal við nágrannasveitarfélögin um uppbyggingu flugvallar á Suðurlandi. Aðstæður á Suðurlandi eru hentugar fyrir flugvöll af þessari stærðargráðu og staðsetningin góð fyrir varaflugvöll.

Samþykkt samhljóða.

Fylgiskjöl:
Rebekka Katrínardóttir víkur af fundi undir þessum lið.

3.Sveitarlistamaður Rangárþings eystra 2022

2208006

Nefndin samþykkir samhljóða val á Sveitarlistamanni Rangárþings eystra 2022. Viðurkenningin verður afhent á Kjötsúpuhátíðinni.
Rebekka Katrínardóttir kemur aftur inn á fund

4.Menningarsjóður; Endurskoðun á úthlutunarreglum

2208065

Umræður varðandi endurskoðun á reglum um úthlutun styrkja úr Menningarsjóði. Umræðunni verður haldið áfram á næsta fundi.

5.Kjötsúpuhátíð 2022

2203051

Markaðs- og kynningarfulltrúi fer yfir stöðu mála í undirbúningi fyrir Kjötsúpuhátiðina.

Fundi slitið - kl. 18:30.