217. fundur 01. september 2022 kl. 08:15 - 09:46 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Árný Hrund Svavarsdóttir formaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
  • Rafn Bergsson varamaður
Starfsmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Formaður byggðarráðs setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboðið.
Formaður óskar eftir leyfi fundarmanna að taka á dagskrá með afbrigðum mál nr 5, 2208038 Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags, mál númer 6 2208115 Umsókn um lóð Hallgerðartún 13 og mál númer 18 Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga Jafnréttisstofa
Byggðarráð samþykkir að bæta málum nr. 5, 6 og 18 á dagskrá fundarins. Aðrir liðir færast eftir því.

1.Umsókn um lóð Hallgerðartún 6

2208060

1 umsókn barst vegna úthlutunar lóðar að Hallgerðartúni 6. Aðili hefur verið metinn hæfur í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins. Umsækjandi um lóðina er: Loft 11 ehf.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum úthlutun lóðinni Hallgerðartún 6 til Loft 11 ehf.

2.Varðandi afgreiðslu á erindi um styttingu á opnunartíma Skólaskjóls og svigrúm til að fjölga heimferðum.

2208104

Lagt fram til umfjöllunar erindi skólastjór og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa um afgreiðslu byggðarráðs á óskum þeirra um styttingu á opnunartíma Skólaskjóls og svigrúms til að fjölga heimferðum skólabíla.
Byggðarráð þakkar erindið. Hvað varðar tíma sem tók að fá niðurstöðu varðandi beiðnina þá ber helst að nefna að á þeim tíma sem erindið berst voru sveitarstjórn, byggðarráð og aðrar nefndir að hefja sín störf að undangengnum sveitarstjórnarkosningum. Eins er ekki óeðlilegt yfir sumarfrístíma að afgreiðslufrestur erinda aukist. Engu að síður fékk erindið faglega og formlega umfjöllun. Niðurstaða byggðarráðs stendur þ.e. að um sé að ræða töluverðar fjárhæðir sem ekki var gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins. Eins og kemur fram í fyrri bókun byggðarráðs er erindi hafnað að svö stöddu, en leggur til að tillaga um breytingar verði unnin nánar í tengslum við fjárhagsáætlun fyrir árið 2023. Byggðarráð tekur undir að beiðnin falli vel að fjölskylduvænu samfélagi og bættri þjónustu við íbúa sveitarfélagsins. En líkt og með aðrar ákvarðanir er varða aukin fjárútlát sveitarfélagsins þarf undirbúningur ákvarðana að vera skýr og unnin í góðu samstarfi milli allra þeirra aðila sem að ákvörðuninni standa.
Sammþykkt með tveimur atkvæðum ÁHS og TBM, RB situr hjá við afgreiðslu erindis.

3.Launastefna Rangárþings eystra

2208091

Lögð fram til umræðu og samþykktar launastefna Rangárþings eystra. Launastefnan var unnin samhliða vinnu við jafnlaunavottun sveitarfélagsins sem nú er á lokametrunum.
Launastefna Rangárþins eystra samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

4.Jafnlaunastefna Rangárþings eystra

2208092

Lögð fram til umræðu og samþykktar Jafnlaunastefna Rangárþings eystra. Jafnlaunastefnan var unnin samhliða vinnu við jafnlaunavottun sveitarfélagsins sem nú er á lokametrunum.
Jafnlaunastefna Rangárþins eystra samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

5.Jafnlaunavottun; launagreining

2208106

Launagreining starfsmanna Rangárþing eystra var unnin af PWC samkvæmt áætlun í Jafnlaunakerfi sveitarfélagsins. Jafnlaunakerfið er í hlítingu við lög nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.

Byggðarráð fagnar niðurstöðu launagreiningarinnar en niðurstaðan staðfestir að launamunur kynjanna meðal starfsmanna sveitarfélagsins er verulega lítill eða um 0,5% karlmönnum í vil.
Lagt fram til kynningar.

6.Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags

2208038

Byggðarráð samþykkir samhljóða námsvist utan lögheimilis.

7.Umsókn um lóð Hallgerðartún 13

2208115

umsókn barst vegna úthlutunar lóðar að Hallgerðartúni 13. Aðili hefur verið metinn hæfur í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins. Umsækjandi um lóðina er: Húskarlar ehf.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum úthlutun lóðinni Hallgerðartún 13 til Húskarla ehf.

8.Umsögn vegna rekstrarleyfis - Jötunheimar

2208061

Sýslumaður Suðurlands óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna rekstrarleyfi í Ásgarð Hvolsvelli, fyrir gistingu flokk II frístundahús.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.

9.Umsókn um tækifærisleyfi; Tónrækt- Kjötsúpuhátíð

2208096

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna tækifærisleyfis um dansleik á Kjötsúpuhátíð.
Sveitarstjóri hefur nú þegar veitt jákvæða umsögn með fyrirvara um jákvæða umsögn annarra aðila.

10.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs; 223. fundur stjórnar; 29. ágúst 2022

2208111

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 223. fundar stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu.
Byggðarráð staðfestir fundargerð 223. fundar stjórna Sorpstöðvar Rangárvallasýslu.

11.Félagsmálanefnd Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu; 2. fundur

2208114

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 2. fundar félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu.
Byggðarráð samþykkir breytingar á gjaldskrá greiðslna fyrir stuðningsfjölskyldur í barnavernd og félagsþjónustu. Byggðarráðs staðfestir fundargerð 2. fundar félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu.

12.SASS; 585. fundur stjórnar

2208112

Lögð fram til kynningar fundargerð 585. fundar stjórnar SASS.
Lagt fram til kynningar.

13.Fjallskilanefnd Vestur-Eyjafjalla; Fundargerð 24. ágúst 2022

2208113

Lögð fram til kynningar fundargerð Fjallskilanefnd Vestur-Eyjafjalla.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

14.Fjárhagsáætlun 2023-2026; forsendur og umræður

2208082

Lagt fram til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem farið er yfir helstu forsendur við gerð fjárhagsætlunar sveitarfélaga 2023-2026.
Lagt fram til kynningar.

15.Fjárhagsáætlun 2023-2026; umræður um gjaldskrár

2208107

Skrifstofu- og fjármálastjóri fer yfir helstu forsendur varðandi endurskoðun gjaldskráa sveitarfélagsins fyrir árið 2023.
Lagt fram til kynningar.

16.Fjárfestingaáætlun 2022, fjárhagsstaða nýbyggingar leikskólans

2208110

Lagt fram til kynningar minnisblað skrifstofu- og fjármálasjtóra um kostnað við framkvæmdir við nýjan leikskóla á Hvolsvelli til 31.7.2022.
Lagt fram til kynningar.

17.Aðalfundur Vottunarstofunnar Túns ehf 2022; Fundarboð

2208046

Lagt fram til kynningar fundarboð á aðalfund Vottunarstofunnar Túns ehf 2022.
Lagt fram til kynningar.

18.Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga

Fundi slitið - kl. 09:46.