4. fundur 30. ágúst 2022 kl. 10:00 - 12:13 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Baldur Ólafsson
  • Bjarki Oddsson
  • Elvar Eyvindsson
  • Guðmundur Ólafsson
  • Guri Hilstad Ólason
  • Rafn Bergsson
  • Tómas Birgir Magnússon
Starfsmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason skipulagsfulltrúi
  • Þóra Björg Ragnarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Aðstoðarmaður skipulags- og byggingafulltrúa
Dagskrá

1.Miðbær; deiliskipulag; endurskoðun

1511092

Deiliskipulag miðbæjarins á Hvolsvelli
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til smávægilegar breytingar á deiliskipulagi miðbæjar er varða gönguleið frá Eldfjallasetrinu Lava að miðbæjartúninu, breytingu á byggingarreit við félagsheimilið Hvol vegna uppsetningar á styttunni Afrekshugur ásamt aðgengi að henni, endurskoða bílastæði við Sóleyjargötu og gefa möguleika á verslun- og þjónustu við Sóleyjargötu 2-8. Nefndin leggur einnig til, að breytingum loknum verði skipulag svæðisins kynnt áhugasömum aðilum til uppbyggingar.

2.Deiliskipulag; Hvolsvöllur norðurbyggð

1811020

Deiliskipulag íbúðargatnanna Bergþórugerði og Hallgerðartún
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að enduskoða skipulag við Bergþórugötu með það að markmiði að bjóða upp á fjölbreyttari möguleika á húsagerðum.

3.ASK Rangárþings eystra; Heildarendurskoðun

1903077

Aðalskipulagi Rangárþings eystra 2020-2032.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir skrá um vegi í náttúru Íslands og að hún verði send umasgnaraðilum til yfirferðar.

4.Deiliskipulag - Skálabrekka

2202098

Guðmundur Viðarsson óskar eftir heimild til deiliskipulagsgerðar á lóðinni Skálabrekka, sem er óstofnuð lóð út úr landi Miðskála L192334. Um er að ræða 3,74 ha spildu þar sem m.a. verður heimilt að byggja tveggja hæða íbúðarhús, með hámarkshæð allt að 8,5m frá botnplötu.
Á 1. fundi Skipulags- og umhverfisnefndar var lagt til við sveitarstjórn að afgreiðslu málsins yrði frestað vegna athugasemdar er snéri að öflun neysluvatns. Í uppfærðri tillögu deiliskipulagsins er búið að bregðast við athugasemdinni. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að hún verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Deiliskipulag - Eystra Seljaland, F2 og F3

2205073

Aðalfoss ehf óskar eftir því að gera breytingu á deiliskipulagi á Eystra Seljalandi varðandi lóðirnar F2 og F3. Á lóð F2 verður heimilt að byggja allt að 600 m2 gisti- og þjónustuhús í 2-3 mannvirkjum fyrir ferðamenn og starfsfólk. Á lóð F3 verður heimilt að byggja allt að 600 m2 gisti- og þjónustuhús í 2-3 mannvirkjum fyrir ferðamenn og starfsfólk. Hámarks mænishæð er 6,0m m.v. hæð jarðvegs í umhverfis húsin.
Vegna athugasemdar er snýr að öflun neysluvatns leggur skipulags- og umhverfisnefnd til við sveitarstjórn að afgreiðslu málsins verði frestað.

6.Deiliskipulag - Ytra Seljaland

2205094

Hnaukar ehf óska eftir heimild til deiliskipulagsgerðar á svæði undir 39 frístundahúsalóðir. Á hverri lóð verður heimilt að byggja allt að 130 m2 hús ásamt 25 m2 geymslu/gestahúsi. Mesta mænishæð er 6,0 m frá gólfkóta.
Vegna athugasemda er snúa að aðkomu að svæðinu, fornleifaskráningu og öflun neysluvatns leggur skipulags- og umhverfisnefnd til við sveitarstjórn að afgreiðslu málsins verði frestað.

7.Deiliskipulag - Breyting Hallgerðartún

2206035

Lagt er til að gerð verði breyting á deiliskipulagi við Hallgerðartún á Hvolsvelli. Breytingin felst í því að tveimur parhúsalóðum verður breytt í fjögurra íbúða raðhúsalóð og einni fjögurra íbúða raðhúsalóð verður breytt í 10 íbúða fjölbýlishúsalóð.
Skipulagsbreytingin var auglýst frá 13. júlí sl. með athugasemdarfresti til og með 24. ágúst 2022. Ekki komu fram athugasemdir frá lögbundnum umsagnaraðilum. Athugasemd kom er varðaði það að breyta raðhúsalóð í fjölbýlishúsalóð. Þar kemur fram að yfirbragð hverfis muni breytast, skuggavarp aukast, útsýni skerðast og að óhjákvæmilega muni umferðarmagn aukast við fyrirhugaðar breytingar. Einnig er bent á það að um sé að ræða grundvallarbreytingu á forsendum sem giltu þegar núverandi lóðarhafar fengu lóðum sínum úthlutað og lóðarumsóknir þeirra byggðust á. Skipulags- og umhverfisnefnd tekur ekki undir athugasemdir um að um sé að ræða grundvallarbreytingu á hverfinu þar sem einungis er verið að gera breytingu er varðar 3 lóðir af 47 við Hallgerðartún. Td mun skuggavarp ekki aukast þar sem um er að ræða nyrstu lóðina í hverfinu og mun hún ekki skyggja á aðrar lóðir innan Hallgerðartúns. Útsýni mun að einhverju leyti skerðast en þó er það minniháttar þar sem að hámarkshæð bygginga eykst einungis um 2 metra við fyrirhugaða breytingu, úr 5,5m í 7,5m. Að einhverju leyti mun umferð aukast með fjölgun íbúða, en þeim munu fjölga úr 6 í 14. Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á að umferð að þeim lóðum sem um ræðir mun að öllum líkindum einungis verða frá nýjum Ofanbyggðarvegi og hafa þ.a.l. ekki mikil áhrif á aðra íbúa Hallgerðartúns. Mikilvægt sé því að þegar farið verði í gatnagerð í 3ja áfanga Hallgerðartúns verði tenging frá Ofanbyggðarvegi einnig fullgerð inn í hverfið. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Óleyfisframkvæmd - Kvoslækjará

2206147

Ábending hefur borist um hugsanlega óleyfisframkvæmd við Kvoslækjará norðan Fljótshlíðarvegar.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir drög að framlögðu bréfi til framkvæmdaraðila.

9.Tillaga B-lista um viðhaldsáætlun og endurbætur á gangstéttum og lýsingu

2208024

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að starfsmenn skipulags- og byggingarfulltrúa, ásamt áhaldahúsi, vinni heildstætt að málinu í öllu sveitarfélaginu. Mikilvægt er að forgangsraða þeim verkefnum sem þarf að fara í og í framhaldi gera ráð fyrir fjármunum í fjárhagsáætlun næstu ára.

10.Deiliskipulag - Múlakot 1

2208051

Gerð er tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Múlakoti 1, n.t.t. varðandi flugskýlin sunnan Fljótshlíðarvegar. Breytingin felst í því að gert er ráð fyrir minni sambyggðum húsum með einhalla þaki, allt að 5,5m að hæð í staðin fyrir stærri einingar með allt að 6,5m mænishæð. Hámarksbyggingarmagn breytist ekki.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði ekki afgreidd sem óveruleg breyting, heldur samþykkt til auglýsingar skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem um er að ræða það mikla breytingu á útliti og formi mannvirkjanna sem um ræðir.

11.Deiliskipulag - Rimakotslína 2

2208055

Verkfræðistofan EFLA óskar eftir heimild til deiliskipulagsgerðar vegna lagningar Rimakotslínu 2. Um er að ræða nýtt deiliskipulag vi Rimakot ásamt óverulegum breytingum á deiliskipulagi fyrir Ofanbyggðarveg og hesthúsahverfið í Miðkrika.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð.

12.Efnistaka á Mýrdalssandi - Umsögn umhverfismatsskýrsla

2208063

Umhverfismatsskýrsla um efnistöku á Mýrdalssandi.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir drög að umsögn er varðar mat á umhverfisáhrifum efnistökunnar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna að málinu varðandi umhverfisáhrif, umferðaröryggi og álag á Þjóðveg 1.

13.Umsókn um framkvæmdarleyfi - Hallgeirsey 2 lóð

2208078

Farice óskar eftir framkvæmdarleyfi fyrir uppsetningu 9 stk gervihnattamóttökudiska sem eru ca 2,8m að hæð á lóð Farice við Hallgeirsey L215874.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdarleyfi verði veitt.

14.Landskipti - Steinmóðarbær

2208085

Lilja Sigurðardóttir óskar eftir því að skipta 3 landspildum út úr Steinmóðarbæ L163806 skv. meðfylgjandi uppdráttum unnum af Landnot ehf, dags. 22.8.2022. Um er að ræða spildurnar Hólmatagl stærð 84,6 ha, Hólmavellir stærð 23,1 ha og Hólmaflöt 2 stærð 18000 m2.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðföng hinna nýju spildna.

15.Umsögn um vinnslutillögu að aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2021-2033

2208088

Óskað er eftir umsögn varðandi vinnslutillögu að aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2021-2033.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við vinnslutillögu að Aðalskipulags Mýrdalshrepps 2021-2033. Skipulagsnefnd óskar eftir viðræðum varðandi samræmingu á sveitarfélagamörkum samhliða heildarendurskoðun Aðalskipulags beggja sveitarfélaga.

16.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 76

2208011F

  • 16.1 2208047 Lækjarbakki 163958 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 76 Hönnunargögn ófullnægjandi.
  • 16.2 2206148 Króktún 3- umsókn um byggingarleyfi
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 76 Ekki komu fram athugasemdir við grenndarkynningu framkvæmdarinnar. Byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráform.
  • 16.3 2208062 Réttarfit lóð 7 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 76 Byggingarlýsing ófullnægjandi.
  • 16.4 2208059 Umsögn vegna starfsleyfis - Tindfjallasel
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 76 Byggingarfulltrúi veitir jákvæða umsögn.
  • 16.5 2208053 Breytt skráning landeignar - Steinar 1 hnitsetning jarðar
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 76 Samþykkt er að breyta skráningu ytri marka jarðarinnar Steinar 1 í samræmi við meðfylgjandi uppdrátt.

Fundi slitið - kl. 12:13.