298. fundur 02. júní 2022 kl. 12:00 - 14:38 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
 • Anton Kári Halldórsson aðalmaður
 • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
 • Rafn Bergsson aðalmaður
 • Sigríður Karólína Viðarsdóttir aðalmaður
 • Árný Hrund Svavarsdóttir aðalmaður
 • Bjarki Oddsson aðalmaður
 • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
 • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Leitað var afbrigða til að taka á dagskrá skýrslu yfirkjörstjórnar Rangárþings eystra um niðurstöður sveitarstjórnarkosninganna 14. maí 2022. Var það samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum og verður 21. liður á dagskrá fundarins, 2205080 Sveitarstjórnakosningar; skýrslur yfirkjörstjórnar.

1.Kosning oddvita og varaoddvita

2205115

Lilja Einarsdóttir, sveitarstjórnarmaður, stjórnaði fundi í upphafi skv. 2. mgr. 6. gr. samþykktar um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings eystra 138/2011. Lilja býður nýkjörna sveitarstjórn velkomna til starfa og óskar öllum fulltrúm velfarnaðar í störfum sínum á komandi kjörtímabili.


Tómas Birgir Magnússon var kosin oddviti og Sigríður Karólína Viðarsdóttir var kosin varaoddviti með 4 atkvæðum fulltrúa D og N lista, 3 fulltrúar B lista sitja hjá.
Nýkjörinn oddviti tók við stjórn fundarins og þakkaði það traust sem sér hafði verið sýnt.
Anton Kári Halldórsson víkur af fundi undir afgreiðslu málsins.
Sandra Sif Úlfarsdóttir, varamaður, kemur til fundar sem varamaður í hans stað.

2.Ráðning sveitarstjóra

2205114

Tillaga B lista:
Fulltrúar B-lista leggja til að auglýst verði starf sveitarstjóra þar sem fagmenntun og reynsla verði höfð að leiðarljósi við ráðningu.

Í ljósi þess að B- listi framsóknar og annara framfarasinna bauð fram sveitarstjóraefni í afliðnum kosningum sem bjó yfir mikilli reynslu úr stjórnsýslunni, hafði verið verið oddviti sveitarfélagsins í 6 ár ásamt því að vera sveitarstjóri í önnur tvö. Sveitarstjóraefni B-lista hafði auk þess sótt sér menntun í opinberri stjórnsýslu og á sæti í hinum ýmsu starfshópum og stjórnum á vegum hins opinbera. Það var því mat listans að vandfundin væri sú manneskja sem væri hæfari til verksins.

Eftir að tillaga B lista er borin upp, óska fulltrúar D og N lista eftir fundarhléi.

Tillaga borin upp til atkvæða, samþykktir þrír fulltrúar B lista á móti fjórir fulltrúar D og N lista.
Tillaga felld.

Bókun B lista:
Fulltrúar B lista gera athugasemd við það að Anton Kári Halldórsson sem vakti máls á vanhæfi sínu og vék af fundi undir dagskrárliðnum tók þátt í umræðum um dagsrárliðinn í fundarhléi.

Tillaga D og N lista:
Tillaga er um að Anton Kári Halldórsson, til heimilis að Sunnuhvoli Rangárþingi eystra, verði ráðinn sveitarstjóri Rangárþings eystra kjörtímabilið 2022 - 2026. Oddvita falið að útbúa ráðningarsamning á sömu forsendum og verið hefur og leggja fyrir næsta fund sveitarstjórnar.

Tillaga born upp til atkvæða, samþykkt með fjórum atkvæðum D- og N-lista gegn þremur atkvæðum B-lista.Sandra sif Úlfarsdóttir, varamaður, fer af fundi.
Anton Kári Halldórsson kemur aftur til fundar.

3.Kosning í Byggðarráð og formanns Byggðarráðs

2205121

Tillaga um skipan í Byggðarráð, sbr 1. mgr 49. gr samþykktar um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings eystra 138/2011.
Byggðarráð, kosið til eins árs í senn, 3 aðalmenn og 3 til vara.
Aðalmenn:
Árný Hrund Svavarsdóttir
Lilja Einarsdóttir
Tómas Birgir Magnússon
Varamenn:
Sigríður Karólína Viðarsdóttir
Rafn Bergsson
Christiane L. Bahner

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4.Tillaga að endurskoðuðu stjórnskipulagi Rangárþings eystra; seinni umræða

2205053

Á 297. fundi sveitarstjórnar Rangárþings eystra var tillaga að endurskoðuðu stjórnskipulagi Rangárþings eystra vísað til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Fulltrúar N og D lista leggja fram breytingartillögu á stjórnskipulagi milli umræða.
Lagt er til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á nefndaskipan:
Fulltrúum í Skipulags- og umhverfisnefnd, Fjölskyldunefnd og Markaðs- og menningarnefnd verði fjölgað úr fimm í sjö.
Fastanefndum verði fjölgað úr fjórum í fimm, með stofnun Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar.
Verkefni á sviði atvinnu- og landbúnaðarmála færast frá byggðarráði til Markaðs- og menningarnefndar.
Verkefni á sviði heilsueflingar-, íþrótta- og æskulýðs- og forvarnarmála færist frá Fjölskyldunefnd til nýrrar Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar.
Samþykkt með fjórum atkvæðum D og N lista gegn þremur atkvæðum B lista.

Bókun B lista:
Fulltrúar B-lista greiða atkvæði á móti fram lagðri breytingatillögu enda teljum við rétt að fara að ráðleggingum ráðgjafa og halda okkur við þá tillögu sem meirihluti síðasta kjörtímabils samþykkti samhljóða á fundi sínum þann 12. maí sl. Við teljum að málefni heilsu-, íþrótta- og æskulýðsmála heilt yfir eigi best heima í fjölskyldunefnd enda fléttast það óhjákvæmilega þeim málum sem þar eru til umfjöllunar, ekki síst með tilliti til nýrra laga um samþættingu um þjónustu í þágu farsældar barna. Einnig teljum við að fjöldi fulltrúa í nefndum skv. tillögu ráðgjafa sé nægjanlegur þ.e. 5 fulltrúar í hverri nefnd í stað 7 eins og breytingartillagan gengur útá.
Að okkar mati er verið að víkja verulega frá þeim tillögum ráðgjafa og felst einnig í breytingunni verulegur kostnaðarauki miðað við þá tillögu sem samþykkt var í fyrri umræðu, hið minnsta 3 milljónir á ári og þá a.m.k. 12 milljónir á kjörtímabilinu. Við leggjum því til að kannað verði hvort að rými sé fyrir breytingarnar innan fjárheimilda ársins 2022 áður en breytingin verði samþykkt eða að öðrum kosti verði lagður fram viðauki til samþykktar samhliða breytingunum.
Eðlilegra væri að samþykkja tillögu ráðgjafa óbreytta með tilliti til nefndafjölda, en tillagan felur einnig í sér tækifæri til að skipa verkefnabundnar nefndir þegar stærri mál liggja fyrir hverju sinni.

5.Endurskoðun samþykkta; seinni umræða

2205054

Á 297. fundi sveitarstjórnar Rangárþings eystra var tillaga að endurskoðuðum samþykktum Rangárþings eystra vísað til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Fulltrúar N og D lista leggja fram eftirfarandi breytingartillögu á endurskoðun samþykkta milli umræða.

Lagt er til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á nefndaskipan samkvæmt 49. gr. samþykktanna.
Fulltrúum í Skipulags- og umhverfisnefnd, Fjölskyldunefnd og Markaðs- og menningarnefnd verði fjölgað úr fimm í sjö.
Fastanefndum verði fjölgað úr fjórum í fimm, með stofnun Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar.

Verkefni á sviði atvinnu- og landbúnaðarmála færast frá byggðarráði til Markaðs- og menningarnefndar.

Verkefni verkefni á sviði heilsueflingar-, íþrótta- og æskulýðs- og forvarnarmála færist frá Fjölskyldunefnd til nýrrar Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar.

Lagt er til að 32. gr. hljóði svo eftir breytingar
Verkefni byggðarráðs.
Byggðarráð fer ásamt sveitarstjóra með framkvæmdastjórn sveitarfélagsins og fjármálastjórn að því leyti sem slík stjórn er ekki öðrum falin. Byggðarráð hefur umsjón með stjórnsýslu sveitarfélagsins, undirbúningi árlegrar fjárhagsáætlunar, semur drög að fjárhagsáætlun sveitarstjóðs, stofnana hans og fyrirtækja að fengnum tillögum hlutaðeigandi nefnda og stjórna og leggur þau fyrir sveitarstjórn í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga. Þá sér byggðarráð um að ársreikningar sveitarsjóðs séu samdir og að þeir ásamt ársreikningum stofnana og fyrirtækja sveitarfélagsins séu lagðir fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu svo sem sveitarstjórnarlög mæla fyrir um. Byggðarráð fer einnig með jafnréttis- og húsnæðismál.
Byggðarráð gerir tillögur til sveitarstjórnar um afgreiðslu einstakra mála sem það fær til meðferðar.
Í sumarleyfi sveitarstjórnar fer byggðarráð með sömu heimildir og sveitarstjórn hefur ella.

Lagt er til að 49. gr. hljóði svo eftir breytingar.
Fastanefndir, aðrar nefndir, stjórnir og ráð sem sveitarfélagið á aðild að.
A.
Til eins árs. Á fundi í júní ár hvert
1.
Byggðarráð. Kjósa skal þrjá sveitarstjórnarmenn sem aðalmenn og jafnmarga til vara skv. 35. gr. sveitarstjórnarlaga og 27. gr. samþykktar þessarar. Byggðarráð fer með framkvæmdastjórn og fjármálastjórn sveitarfélagsins, ásamt sveitarstjóra og fjármálastjóra, hefur eftirlit með stjórnsýslu sveitarfélagsins og fjármálastjórn þess, semur drög að fjárhagsáætlun og viðaukum við hana og leggur þau fyrir sveitarstjórn og eftirlit með því að ársreikningar sveitarfélagsins séu samdir reglum samkvæmt og lagðir fyrir sveitarstjórn til meðferðar og afgreiðslu. Byggðarráð fer með jafnréttismál skv. 13. gr. laga um stjórnsýslu jafnréttismála nr. 151/2020, verkefni Húsnæðisnefndar skv. 6. gr. laga um húsnæðismál nr. 44/1998.
B.
Til fjögurra ára. Á fyrsta eða öðrum fundi að afloknum sveitarstjórnarkosningum
1.
Kjörstjórnir. Kjósa skal:
a.
Til yfirkjörstjórnar þrjá aðalmenn og jafnmarga til vara skv. 15. og 17. gr. kosningalaga nr. 112/2021. Yfirkjörstjórn hefur umsjón með framkvæmd sveitarstjórnarkosninga í sveitarfélaginu.
b.
Til undirkjörstjórna, jafnmarga og kjördeildir eru, þrjá aðalmenn í hverja deild og jafnmarga til vara skv. 15. og 17. gr. kosningalaga nr. 112/2021. Undirkjörstjórnir fara með framkvæmd kosninga hver í sinni kjördeild.
Kjörstjórnir kjósa sér oddvita og skipta að öðru leyti með sér verkum. Kjörstjórnir eru í störfum sínum óháðar ákvörðunarvaldi sveitarstjórnar.
2.
Skipulags- og umhverfisnefnd. Sjö aðalmenn og jafnmargir til vara skv. 3. mgr. 6. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsreglugerðar nr. 90/2013. Nefndin fer m.a. með verkefni skipulagsnefndar skv. 6. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og verkefni byggingarnefndar skv. 7. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 að svo miklu leyti sem byggingarfulltrúi sinnir ekki hlutverkinu. Auk þess fer nefndin með umferðarmál skv. 112. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 og undirbúning og eftirlit með framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins, í samráði við byggðarráð.
3.
Markaðs- og menningarnefnd. Sjö aðalmenn og jafnmargir til vara. Nefndin fer m.a. með atvinnu-, markaðs- og ímyndarmál, almannatengsl, menningarmál, verkefni bókasafnsstjórnar skv. 8. gr. bókasafnalaga nr. 150/2012 og uppbyggingu ferðamannastaða í samstarfi við skipulags- og umhverfisnefnd. Þá fer nefndin landbúnaðarmál, samkvæmt lögum nr. 38/2013 um búfjárhald og lögum nr. 21/1986 um afréttamálefni, fjallskil o.fl. og umsagnir um lögbýlisrétt skv. 17. gr. jarðalaga nr. 81/2004. Fjallskilanefndir skila tillögum til umfjöllunar nefndarinnar.
4.
Fjölskyldunefnd. Sjö aðalmenn og jafnmargir til vara. Nefndin fer með verkefni á sviði fræðslu- og félagsþjónustu í sveitarfélaginu auk þeirra verkefna sem sveitarstjórn felur henni á sviði fjölskyldumála. Nefndin fer m.a. með verkefni sem leiða af breytingum á lögum um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021, verkefni skólanefnda sbr. 6. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008, málefni tónlistarskóla sbr. 2. gr. laga um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla nr. 75/1985 og verkefni leikskólastjórnar skv. 4. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008.
5.
Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd
Sjö aðalmenn og jafnmargir til vara. Nefndin fer með verkefni á sviði heilsueflingar-, íþrótta- og æskulýðs- og forvarnarmála í sveitarfélaginu auk þeirra verkefna sem sveitarstjórn felur henni á málasviðinu.

Samþykkt með fjórum atkvæðum D- og N-lista gegn þremur atkvæðum B-lista.

Bókun B lista:

Samþykktir sveitarfélaga eru ígildi stjórnarskrár og því telst það vart fagleg og góð stjórnsýsla að koma með viðamiklar breytingar á milli umræðna á borð við þessar óundirbúið á fund. Auk þess felst í þessum breytingum verulegur kostnaðarauki miðað við þá tillögu sem samþykkt var í fyrri umræðu, eða ríflega 3 milljónir á ári og þá 12 milljónir á kjörtímabilinu hið minnsta. Við leggjum því til að kannað verði hvort að rými sé fyrir breytingarnnar innan fjárheimilda ársins 2022 áður en breytingin verði samþykkt eða að öðrum kosti verði lagður fram viðauki til samþykktar samhliða breytingunum.
Eðlilegra væri að samþykkja tillögu ráðgjafa óbreytta með tilliti til nefndafjölda, en tillagan felur einnig í sér tækifæri til að skipa verkefnabundnar nefndir þegar stærri og afmarkaðari mál liggja fyrir hverju sinni.
Fulltrúar B lista eru á móti breytingum á fjölgun nefnda og fjölda fulltrúa í nefndum að öðru leiti gera fulltrúar ekki athugasemd við samþykktirnar.


6.Landsþing sambands íslenskra sveitarfélaga; kjör landsþingsfulltrúa

2205072

Samband íslenskra sveitarfélaga óskar eftir kjöri tveggja landsþingsfulltrúa til að sitja á landsþingum sambandsins og jafn marga til vara.
Aðalmenn:
Tómas Birgir Magnússon
Lilja Einarsdóttir
Til vara:
Árný Hrund Svavarsdóttir
Rafn Bergsson

Einnig mun sveitarstjóri sitja þingið með málfresli og tillögurétt.
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7.Aukaaðalfundur SASS; 15-16. júní 2022

2205096

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga boðar til auka aðalfundar 15.-16. júní 2022.
Aðalmenn:
Tómas Birgir Magnússon
Árný Hrund Svavarsdóttir
Rafn Bergsson
Guri Hilstad Ólason

Til vara:
Sigríður Karólína Viðarsdóttir
Elvar Eyvindsson
Kolbrá Lóa Ágústsdóttir
Sigurður Þór Þórhallsson

Aðrir fulltrúar:
Sigríður Karólína Viðarsdóttir


Anton Kári Halldórsson mun einnig taka sæti á fundinum sem stjórnarmaður Sorpstöðvar Suðurlands.

Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum

8.Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið; svæðisskipulagsnefnd; skipun fulltrúa kjörtímabilið 2022-2026

2205107

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga óska eftir tilnefningu tveggja fulltrúa í svæðisskipulagsnefnd og jafn margra til vara.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9.Beiðni um aðstöðu í Goðalandi fyrir sýningu á handverki kvenna

2205088

Sveitarstjórn tók fyrir erindi Kvennfélagsins Einingar þar sem óskað er eftir aðstöðu í stóra salnum í Goðalandi, frá 23. september til 17. október 2022, til að að setja upp sýningu á handverki kvenna.
Sveitarstjórn samþykkir beiðni Kvenfélagsins Einingar um afnot af félagsheimilinu Goðalandi til uppsetningar á handverkssýningu á tímabilinu 23. september til 17. október 2022 með fyrirvara um að húsnæðið sé ekki nú þegar bókað til annarra nota. Sveitarstjórn fagnar framtakssemi kvenfélagsins til menningarmála.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

10.Sögusetrið;Ósk um framlengingu á leigusamningi á Hlíðarvegi 14

2205105

Sveitarstjórn tók fyrir erindi frá Gistiheimili Íslands ehf, þar sem óskað er eftir framlengingu á leigusamningi um húsnæði Sögusetursins að Hlíðarvegi 14.
Sveitarstjórn býður Úlfar Þór velkomin á fund sveitarstjórnar til að kynna sínar hugmyndir varðandi mögulega framtíðar nýtingu húsnæðis. Sveitarstjóra falið að boða Úlfar Þór til fundar.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Fylgiskjöl:

11.Öldugarður; lóðaleiga

2101042

Á 297. fundi sveitarstjórnar Rangárþings eystra var sveitarstjóra falið að leita lausna erindisins.
Trausti Þór Eiðsson hefur farið þess á leit við Rangárþing eystra að hann fái á leigu landspilduna Öldugerði L164463 en spildan er nú leigð á erfðafestu til afkomenda Lárusar Ág. Gíslasonar til ársins 2027.
Að grunneignarrétti er Rangárþing eystra eigandi að lóðinni Öldugarði L164463. Á lóðinni stendur íbúðarhús með fasteignanúmerinu 2195167 og er það þinglýst eign Trausta Þórs. Lóðaréttindi Trausta stafa frá handhöfum erfðafesturéttinda.
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að Trausti Þór fái lóðaréttindi fyrir íbúðarhús sitt eftir að tímabil erfðafestu rennur skeið sitt á enda. Lóðin verði að hámarki 1 hektari að flatarmáli og gefin verði út sérstakur lóðarleigusamningur með hefðbundnum greiðslukjörum við upphaf leigu. Sveitarstjóra falið að hlutast til um að réttindi eigenda íbúðarhúss verði tryggð að þessu leyti, eftir atvikum með þinglýsingu kvaðar á hið leigða land.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.


12.Skólaþjónusta Rangárvalla og V-Skaftafellssýslu; Menntadagur 2022

2205123

Sveitarstjórn tók fyrir erindi Skólaþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu þar sem óskað er eftir því við sveitarstjórn að stjórnendur, kennarar og starfsfólk leikskóla geti sótt menntadaginn án þess að það raski lög- og kjarasmningsbundum ákvæðum um símenntun þeirra.
Afgreiðslu erindi frestað til næsta fundar og sveitarstjóra falið að leita álits og hugmynda leikskólastjóra að úrlausn málsins.
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

13.Umsókn um stöðuleyfi - Hlíðarvegur 14

2205122

Úlfar Þór Gunnarsson f.h. Gistiheimili Íslands óskar eftir stöðuleyfi fyrir samkomutjald að stærð 432 m2 á lóðinni Hlíðarvegur 14. Óskað er eftir stöðuleyfi til 15. september 2022.
Afgreiðslu erindis frestað til næsta fundar enda verði Úlfari boðið til þess fundar til að kynna hugmyndir sínar.
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Bjarki Oddsson víkur af fundi undir afgreiðslu málsins.

14.Umsögn um tækifærisleyfi; Ásta Halla Ólafsdóttir; Tónleikar í Hvolnum

2205111

Embætti sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsöng sveitarfélagsins um tækifærisleyfi í Hvolnum Hvolsvelli.
Tækifærisleyfi samþykkt.
Samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum.
Bjarki Oddsson kemur aftur til fundar.

15.Byggðarráð - 211

2205009F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 211. fundar Byggðarráðs.
Fundargerð staðfest í heild með 7 samhljóða atkvæðum.

16.Stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu - 61

2205007F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 61. fundar stjórnar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu.
Fundargerð staðfest í heild með 7 samhljóða atkvæðum.
 • 16.1 2201070 Félags- og skólaþjónusta; Endurskoðun á Stjórnskipulagi og rekstri með tilliti til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr. 862021
  Stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu - 61 Stjórn mælist til þess að tillaga að samþykktum verði útfærð á þann hátt að ekki verði skipuð sérstök félags- og skólaþjónustunefnd heldur muni stjórn byggðasamlagsins fara með hlutverk nefndarinnar.
  Fjallað verður um uppfærð drög frá KPMG að breyttum samþykktum á næsta stjórnarfundi í samræmi við tillögurnar. Jafnframt er formanni falið að fá kostnaðargreiningu hjá KPMG vegna fyrirhugaðra breytinga.
  Samþykkt samhljóða
 • 16.2 2205057 Félagsþjónusta; árshlutayfirlit
  Stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu - 61 Félagsmálastjóri kynnti árshlutayfirlit fyrir félagsþjónustuna.
  Lagt fram til kynningar.

 • 16.3 2205035 Skólaþjónustudeild; starfsmannamál
  Stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu - 61 Forstöðumaður kynnti minnisblað vegna stöðu náms- og starfsráðgjafa.

  Stjórn felur forstöðumanni skólaþjónustudeildar að kanna hug skólastjórnenda til þess að gerður yrði samningur um náms- og starfsráðgjöf við skólaþjónustuna annars vegar eða hins vegar að skólarnir myndu sjálfir semja beint við ráðgjafafyrirtæki eða ráða til sín náms- og starfsráðgjafa.
  Samþykkt samhljóða.

17.18. fundur; Svæðisskipulagsgerð fyrir Suðurhálendið

2205101

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 18. fundar nefndar um svæðisskipulagsgerð fyrir Suðurhálendi.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

18.Úthlutun úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2022

2205103

Lagðar fram til kynningar niðurstöður úthlutunar úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2022.
Lagt fram til kynningar.

19.Orlof húsmæðra; Skýrsla og ársreikningur 2021

2205070

Lagt fram til kynningar.

20.Sveitafélagaskólinn, kynningarbréf til sveitarfélaga

2205071

Lagt fram bréf Sambands Íslenskra sveitarfélaga með kynningu á Sveitarfélagaskólanum sem er vettvangur með stafrænum
námskeiðum fyrir kjörna fulltrúa og starfsfólk sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

21.Sveitarstjórnakosningar; skýrslur yfirkjörstjórnar

2205080

Skýrsla yfirkjörstjórnar Rangárþings eystra um niðurstöður sveitarstjórnarkosninganna sem fram fóru 14. maí s.l.
Lagt fram til kynningar.
Oddviti endar á að þakka Lilju Einarsdóttur fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins og veitir henni þakklætisvott.
Lilja þakkar fráfarandi og nýrri sveitarstjórn hlýhug.

Fundi slitið - kl. 14:38.