2105079
Á 294. fundi sveitarstjórnar Rangárþings eystra var samþykkt að bjóða út annan áfanga gatnagerðar í Hallgerðartúni. Föstudaginn 29. apríl sl. voru opnuð tilboð í verkið. Eitt tilboð barst áður en skilafrestur rann út og var það opnað að viðstöddum Ólafi Rúnarssyni f.h. skipulags- og byggingarfulltrúa, Lilju Einarsdóttur sveitarstjóra og Heiðari Þormarssyni f.h. Gröfuþjónustunnar Hvolsvelli.
Niðurstaða tilboða er eftirfarandi:
66.236.000,- Gröfuþjónustan Hvolsvelli
Kostnaðaráætlun var unnin af Eflu fyrir Rangárþing eystra sem hljóðaði uppá 70.978.665.