211. fundur 25. maí 2022 kl. 08:15 - 08:45 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson varaformaður
  • Christiane L. Bahner aðalmaður
  • Rafn Bergsson formaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir embættismaður
  • Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Anton Kári Halldórsson víkur af fundi

1.Gatnagerð - Hallgerðartún 2. áfangi

2105079

Á 294. fundi sveitarstjórnar Rangárþings eystra var samþykkt að bjóða út annan áfanga gatnagerðar í Hallgerðartúni. Föstudaginn 29. apríl sl. voru opnuð tilboð í verkið. Eitt tilboð barst áður en skilafrestur rann út og var það opnað að viðstöddum Ólafi Rúnarssyni f.h. skipulags- og byggingarfulltrúa, Lilju Einarsdóttur sveitarstjóra og Heiðari Þormarssyni f.h. Gröfuþjónustunnar Hvolsvelli.

Niðurstaða tilboða er eftirfarandi:
66.236.000,- Gröfuþjónustan Hvolsvelli

Kostnaðaráætlun var unnin af Eflu fyrir Rangárþing eystra sem hljóðaði uppá 70.978.665.
Yfirferð verðtilboða er lokið og ekki fundust reikniskekkjur við yfirferð innkominna verðtilboða.
Sveitastjóra er falið að ganga til samninga við Gröfuþjónustuna að undangenginni yfirferð á hæfisskilyrðum útboðs- og samningsskilmála.
Samþykkt samhljóða.
Anton Kári Halldórsson kemur aftur til funda.

2.Umsókn um lóð - Hallgerðartún 18

2205092

GÁ byggingar ehf óska eftir því að fá úthlutað lóðinni Hallgerðartún 18 skv. meðfylgjandi umsókn.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum úthlutun lóðar.

3.Umsókn um lóð - Hallgerðartún 9

2205079

Lárus Viðar Stefánsson óskar eftir því að fá úthlutað lóðinni Hallgerðartún 9 skv. meðfylgjandi umsókn.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum úthlutun lóðar.

4.Umsögn vegna rekstrarleyfis - Hvammur

2205049

Embætti sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II-B stærra Gistiheimili að Hvammi.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt samhljóða.

5.Umsögn vegna rekstrarleyfis - Skarðshlíð 1.

2203080

Embætti sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II-F frístundahús að Skarðshlíð 1.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt samhljóða.

6.Umsögn vegna rekstrarleyfis - Dalssel

2205100

Embætti sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II-B stærra Gistiheimili að Dalsseli.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt samhljóða.

7.Jafnréttisnefnd; 21. fundur 30. mars 2022

8.Tónlistarskóli Rangæinga; 24. stjórnarfundur 9.nóvember 2021

2205052

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð 24. fundar stjórnar tónlistarskóla Rangæinga.
Fundargerð staðfest í heild.

9.Stjórnarfundur Héraðsbókasafns Rangæinga; 10.05.2022

2205090

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð stjórnar héraðsbókasafns Rangæinga.
Fundargerð staðfest í heild.
Byggðarráð staðfestir ársreikning Héraðsbókasafns Rangæinga.
Samþykk samhljóða.

10.Bergrisinn; 39. fundur stjórnar; 12. apríl 2022

2205087

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 29. fundar stjórnar Bergrisans bs.
Fundargerð lögð fram.

11.Heilbrigðisnefnd Suðurlands; 218. fundargerð

2205043

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 218. fundar Heilbrigðisnefnd Suðurlands.
Fundargerð lögð fram.

12.Sorpstöð Suðurlands; 311. fundur stjórnar; 17.05.2022

2205091

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 311. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerð lögð fram.

13.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða; umsókn 2021

2110081

Lögð fram til kynningar ákvörðun Ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra um styrkveitingu úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Rangárþing eystra hlaut styrki í 3 verkefni það er: Efra-Hvolshellar: Bætt aðkoma, stíga- og skiltagerð, Gluggafoss - stígar austan megin við fossinn og Landeyjasandur - bætt aðgengi og öryggi.
Byggðarráð lýsir yfir ánægju sinni með úthlutun styrkja til verkefnanna sem eru samanlagt 7,4 milljónir.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:45.