272. fundur 26. nóvember 2020 kl. 12:15 - 13:35 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson oddviti
  • Elín Fríða Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur Jón Viðarsson aðalmaður
  • Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri
  • Rafn Bergsson aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
  • Arnar Gauti Markússon varamaður
Fundargerð ritaði: Árný Lára Karvelsdóttir Markaðs- og kynningarfulltrúi
Dagskrá

1.Byggðarráð - 198

2011003F

Fundargerð Byggðarráðs staðfest í heild sinni.

2.Fjárhagsáætlun Rangárþings eystra 2021-2024; fyrri umræða

2011077

Sveitarstjórn vísar afgreiðslu fjárhagsáætlunar til 2. umræðu. Samþykkt samhljóða

3.Nýtt form lóðarleigusamnings

2011078

Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram til samþykktar nýtt form á lóðaleigusamningi fyrir lóðir í eigu og umsjón Rangárþings eystra.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða form um lóðarleigusamninga.

4.Úthlutunarreglur lóða 2020

2011080

Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram til samþykktar uppfærðar reglur um úthlutun lóða í Rangárþingi eystra.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða úthlutunarreglur lóða 2020.

5.Samþykkt gatnagerðagjalda 2020

2011079

Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram til samþykktar uppfærða samþykkt gatnagerðagjalda í Rangárþingi eystra.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða uppfærða samþykkt um gatnagerðargjöld í Rangárþingi eystra.

6.Gjaldskrá fyrir fráveitu í Rangárþingi eystra 2020

2011087

Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram til samþykktar uppfærða gjaldskrá fyrir fráveitu í Rangárþingi eystra.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða uppfærða gjaldskrá fyrir fráveitu í Rangárþingi eystra.

7.Samþykkt um fráveitu í Rangárþingi eystra 2020

2011081

Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram til samþykktar uppfærðar samþykktir um fráveitu í Rangárþingi eystra.
Samþykkt um fráveitu í Rangárþingi eystra er vísað til annarrar umræðu í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

8.Stígamót; ósk um styrk fyrir árið 2020

2011073

Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir að verða ekki við styrkbeiðni frá Stígamótum.

Samþykkt samhljóða.

9.Bergrisinn; Aðalfundarboð. 25. nóvember 2020

2011048

Lagt fram Aðalfundarboð Bergrisans þann 25. nóvember 2020 ásamt kjörbréfi.
Sveitarstjórn samþykkir að eftirtaldir fulltrúar verði fulltrúar á Aðalfundi Bergrisans:
Aðalmenn:
Anton Kári Halldórsson
Lilja Einarsdóttir
Elín Fríða Sigurðardóttir
Rafn Bergsson
Til vara:
Guri Hilstad Olason
Guðmundur Viðarsson
Christiane L. Bahner

Samþykkt samhljóða

10.Beiðni um styrk vegna streymis á tónleikum á Gamlárskvöld

2011083

Hljómsveitin Allt í Einu óskar eftir styrk frá Rangárþingi eystra til að taka upp tónleika til útsendingar á gamlárskvöld.
Sveitarstjórn vísar erindinu til Menningarnefndar Rangárþings eystra til umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða.

11.Skráning lögbýlis; Gerðar

2011062

Skúli Magnússon óskar eftir því að endurvekja lögbýlisskráningu á jörðinni Gerðum L163942, V-Landeyjum .
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við lögbýlisskráningu á jörðinni Gerðum L163942, V-Landeyjum.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:
Lilja Einarsdóttir víkur af fundi.

12.Umsögn vegna kaupa á lögbýli; Stóra Mörk 1

2011074

Lögð fram umsagnarbeiðni Atvinnu og nýsköðunarráðuneytisins dagsett 9. nóvember. Óskað er umsagnar vegna kaupa Merkurbúsins sf. á lögbýlinu Stóra-Mörk 1 F2192130 og Stóra_Mörk 1 lóð F2192141 sbr. 10 gr. jarðarlaga nr. 81/2004.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra gerir ekki athugasemd við kaup Merkurbúsins sf. kt. 520209-0850 á lögbýlinu Stóra-Mörk 1 F2192130 og Stóra_Mörk 1 lóð F2192141, enda er ljóst skv. umsókn Merkurbúsins sf. að jörðin verði áfram í landbúnaðarnotum. Merkurbúið er í mjólkurframleiðslu og framleiðir kjötvörur og eru kaup umræddrar eignar gerð í hagræðingarskyni þar sem jarðirnar liggja saman og eiga sameiginlegt heiðarland.

Samþykkt samhljóða
Lilja Einarsdóttir kemur inn á fund

13.214. fundur Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs.

2011067

Lögð fram til umræðu og samþykktar 214. fundargerð Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. sem haldinn var þann 19. nóvember 2010.
Sveitarstjórn staðfestir 214. fundargerð Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs.

Samþykkt samhljóða.

14.564. fundur stjórnar SASS; 6.11.2020

2011055

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð 564. fundar Samtaka sunnlennskra sveitarfélaga sem haldinn var 6. nóvember 2020.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerð 564. fundar Samtaka sunnlennskra sveitarfélaga

Samþykkt samhljóða.

15.18. fundur Ungmennaráðs Rangárþings eystra

2011037

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð 18. fundar Ungmennaráðs Rangárþings eystra sem haldinn var þann 9. nóvember 2020.
Sveitarstjórn óskar nýkjörnum fulltrúum til hamingju með hlutverk sín og hlakkar til samstarfsins með ungmennaráðinu á komandi starfsári. Sveitarstjórn vill hrósa Ungmennaráði fyrir vel heppnað Kahoot kvöld.

Sveitarstjórn staðfestir 18. fund Ungmennaráðs Rangárþings eystra.

Samþykkt samhljóða.

16.17. fundur Ungmennaráðs Rangárþings eystra

2011036

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð 17. fundargerð Ungmennaráðs Rangárþings eystra sem haldinn var 29. júní 2020.
Sveitarsjórn þakkar fyrir góðar ábendingar frá ungmennaráði. Sótt var um styrk fyrir margvísleg verkefni í Lýðheilsusjóð en því miður fengust engir styrkir til verkefna í Rangárþingi eystra að þessu sinni. Eitt af verkefnunum sem Ungmennaráð lagði til var uppsetning á aparólu á miðbæjartúninu og þegar hefur verið sótt um fjármagn til þess í samfélagssjóð Eflu. Enn hafa ekki borist svör hvort styrkir fáist til verkefnisins.
Í fjárhagsáætlun ársins 2021 er gert ráð fyrir fjármagni til hönnunar á útisvæði sundlaugar og er ráðgert að hefja þá vinnu á árinu, en forsenda þess að bæta við afþreyingartækjum þar er endurhönnun svæðisins til framtíðar.

Sveitarstjórn staðfestir 17. fund Ungmennaráðs Rangárþings eystra.

Samþykkt samhljóða.

17.49. fundur stjórnar félags- og skólaþjónustu; 10. nóvember 2020

2011064

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð 49. fundar stjórnar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla og V-Skaftafellssýslu bs. sem haldinn var 10. nóvember 2020. Hjálögð er fjárhagsáætlun byggðasamlagsins fyrir árið 2021.
Sveitarstjórn býður Svövu Davíðsdóttur, nýráðinn félagsmálastjóra, velkomna til starfa.
Sveitarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun fyrir sitt leyti.
Fundargerð 49. fundar stjórnar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla og V-Skaftafellssýslu bs. samþykkt í heild sinni.

Samþykkt samhljóða.

18.Tónlistarskóli Rangæinga; 22. stjórnarfundur 19. nóvember 2020

2011068

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð 22. fundar stjórnar Tónlistarskóla Rangæinga sem haldinn var 19. nóvember 2020.
Sveitarstjórn samþykkir rekstraráætlun fyrir sitt leyti.
Fundargerð 22. fundar stjórnar Tónlistarskóla Rangæinga samþykkt í heild sinni.

Samþykkt samhljóða

19.67. fundur stjórnar Brunavarna, 19. nóvember 2020

2011085

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð 67. fundar Brunavarna Rangárvallasýslu bs. sem haldinn var 19. nóvember 2020.
Sveitarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun fyrir sitt leyti.

Fundargerð 67. fundar Brunavarna Rangárvallasýslu bs. samþykkt í heild sinni.

Samþykkt samhljóða

20.208. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands; 13. nóvember 2020

2011056

Fundargerðin lögð fram til kynningar

21.Samband íslenskra sveitarfélaga; 891. fundur stjórnar

2011084

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

22.Hvatning til sveitarstjórnarfólks

2011082

Lagt fram til kynningar

23.Ársskýrsla Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2019

2011065

Lagt fram til kynningar

24.Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Miðeyjarvegar

2011047

Lagt fram til kynningar

25.Viðbragðsáætlun um bætt loftgæði; Heilbrigðirnefnd Suðurlands

2011057

Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 13:35.