71. fundur 06. desember 2021 kl. 17:00 - 17:45 á skrifstofu Rangárþings ytra
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson ritari
  • Hjalti Tómasson formaður
  • Guðmundur Gíslason aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Leifur Bjarki Björnsson slökkviliðsstjóri
Fundargerð ritaði: Anton Kári Halldórsson Ritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Brunavarna 2022

2110068

Margrét Jóna Ísólfsdóttir fjármálastjóri Rangárþings eystra fer yfir tillögu að fjárhagsáætlun brunavarna Rangárvallasýslu bs. fyrir árið 2022.
Stjórn samþykkir fjárhagsáætlun fyrir sitt leyti og vísar henni til staðfestingar aðildarsveitarfélaganna.

2.Brunavarnir Rangárvallasýslu; Brunavarnaráætlun

2105034

Leifur Bjarki Björnsson fer yfir helstu atriði áætlunarinnar. Rætt talsvert um branavarnir í tengslum við virkjanir. Mikilvægt er að eiga samtal við Landsvirkjun og Brunavarnir Árnessýslu varðandi þau mál. Rætt um skiptingu kostnaðar sveitarfélaganna við brunavarnir. Ákveðið að eiga samtal við áðurnefnda aðila áður en ákvarðanir varðandi skiptingu kostnaðar verður tekin. Brunavarnaráætlun fyrir brunavarnir Rangárvallasýslu lögð fram til samþykktar.
Stjórn brunavarna samþykkir brunavarnaráætlun samhljóða og vísar henni til staðfestingar aðildarsveitarfélaga.

Fundi slitið - kl. 17:45.