110. fundur 09. maí 2022 kl. 15:00 - 15:46 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Esther Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Anton Kári Halldórsson formaður
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Þórir Már Ólafsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Deiliskipulag - Kirkjulækjarkot lóð 2

2108016

Jana Flieglová óskar eftir að deiliskipuleggja ca 1,5 ha svæði í landi Kirkjulækjarkots lóð 2 L190740. Gert er ráð fyrir íbúðarhúsi, bílskúr og gestahúsi. Heildarbyggingarmagn er ca 250 m2.
Í athugasemd Skipulagsstofnunar, dags. 11. febrúar sl. kemur fram að fyrirhugað skipulag sé ekki í samræmi við gildangi aðalskipulag. Í heildarendurskoðun aðalskipulags Rangárþings eystra 2020-2032 er búið að breyta landnotkun svæðisins þannig að samræmis sé gætt. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og sent Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eftir að búið er að samþykkja aðalskipulag Rangárþings eystra 2020-2032.

2.Deiliskipulag - Ásólfsskáli 4

2112053

Deiliskipulagið nær yfir lóðirnar Ásólfsskáli 2, 3 og 4. Á lóðinni Ásólfsskáli 4 verða skilgreindir 3 nýir byggingarreitir. á B1 og B2 verður heimilt að byggja 2 íbúðarhús með bílskúr og á B3 verður heimild að byggja áhaldahús.
Tillagan var auglýst frá 23. febrúar sl. með athugasemdarfresti til og með 6. apríl sl. Í athugasemd Heilbrigðiseftirlits suðurlands kemur fram að gera þurfi grein fyrir öflun neysluvatns. Einnig er bent á að gæta skuli að því að aðgengi að hreinsivirki til tæmingar og viðhalds sé auðvelt m.t.t. aðstæðna. Búið er að bregðast við fyrrgreindum athugasemdum með óverulegum breytingum á skipulagsuppdrætti.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Deiliskipulag - Lómatjörn

2112072

Deiliskipulagið nær yfir lóðina Lómatjörn L232713 sem er 8200 m2 að stærð. Heimilt verður að byggja íbúðarhús með bílgeymslu, sambyggðri eða stakstæðri, og gestahús. Hámarksbyggingarmagn er 164 m2.
Tillagan var auglýst frá 23. febrúar sl. með athugasemdarfresti til og með 6. apríl sl. Í athugasemd Heilbrigðiseftirlits suðurlands kemur fram að staðsetja þurfi rotþró á skipulagssvæðinu. Búið er að bregðast við athugasemdinni á uppfærðum uppdrætti.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Deiliskipulag - Miðbær Hvolsvöllur

2204006

Gerð er óveruleg breyting á gildandi deiliskipulagi miðbæjarins á Hvolsvelli. Breytingin felur í sér að byggingarrskilmálar á Austurvegi 6a breytast þannig að þakgerð með braggalega skírskotun fellur út og í staðin er þargerð frjáls.

5.Landskipti - Voðmúlastaðir

2204031

Hlynur Snær Theódórsson óskar eftir því að skipta þremur spildum út úr jörðinni Voðmúlastaðir L163904 skv. meðfylgjandu uppdráttum unnum af Landnot ehf, dags. 30.04.2022. Um að ræða spildurnar Réttarsandur, stærð 131,3 ha, Borgey stærð 125 ha og Þórðarsel stærð 85,3 ha.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og hin nýju staðföng.

6.Landskipti - Kirkjulækur 3 spennistöð

2205012

Ingibjörg E Sigurðardóttir óskar eftir því að skipta ca 56 m2 lóð út úr Kirkjulæk 3 L164039 undir spennistöð sem er hluti af dreifikerfi RARIK í Rangárþingi eystra. Lóðin mun fá staðfangið Kirkjulækur 3 spennistöð.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og hið nýja staðfang.

7.Landskipti - Rein 2

2205016

Páll Elíasson óskar eftir því að skipta út 518,5 m2 lóð út úr Rein 2 skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Arkitektastofunni Austurvöllur. Hin nýstofnaða lóð mun fá staðfangið Rein 3.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu.

Fundi slitið - kl. 15:46.