26. fundur 20. júní 2023 kl. 10:00 - 11:20 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Elín Fríða Sigurðardóttir varamaður
    Aðalmaður: Baldur Ólafsson
  • Lea Birna Lárusdóttir varamaður
    Aðalmaður: Bjarki Oddsson
  • Elvar Eyvindsson aðalmaður
  • Guðmundur Ólafsson aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
  • Sigurður Þór Þórhallsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
  • Þóra Björg Ragnarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Þóra Björg Ragnarsdóttir Fulltrúi skipulags- og byggingarembættis
Dagskrá

1.Gönguleiðin Fimmvörðuháls

2210033

Bragi Hannibalsson óskar eftir heimild til þess að stika aukaleið frá Baldvinsskála um Fimmvörðuskála og áfram til norðurs þangað til komið væri á aðal gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls.
Óskað var eftir umsögnum frá Forsætisráðuneytinu og Umhverfisstofnun, engar athugasemdir bárust. Skipulags- og umhverfisnefnd mælist til að stikaða leiðin verði unnin í samráði við Björgunarsveitina Dagrenningu. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að veita heimild fyrir stígagerð yfir Fimmvörðuháls.

2.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Steinar 2 og 3 land 163724 - Flokkur 1,

2302018

Sigurður Örn Kristjánsson óskar eftir byggingarheimild fyrir 95,7 m2 frístundarhúsi að Steinum 2. Guðmundur Hreinsson skilar inn uppdráttum dags. 23.janúar 2023. Á 87. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa var málinu vísað til skipulags- og umhverfisnefndar.
Byggingaráformin voru grenndarkynnt fyrir landeigendum að Steinum 1, Steinum 2, Steinum 3, Steinum 5, Hvassafelli og Hvassafelli 2. Engar athugasemdir bárust til sveitarfélagsins. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir veitingu byggingarleyfis fyrir frístundahúsi að Steinum 2.

3.Erindi vegna fyrirspurnar samgöngunefndar SASS.

2306026

Samgöngunefnd SASS óskar eftir viðbrögðum frá Rangárþingi eystra vegna Samgönguáætlunar 2023-2032.
Skipulags- og umhverfisnefnd skilar minnisblaði til sveitarstjórnar.

4.Landskipti - Steinmóðarbær

2305080

Lilja Sigurðardóttir óskar eftir að stofna vegsvæði úr landi Steinmóðarbæjar, L163806. Hin nýja landeign fær staðfangið Steinmóðarbær vegsvæði.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og hið nýja staðfang.

5.Deiliskipulag - Dægra 1

2306015

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna tillögu og leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð ásamt því að gerð verði breyting á gildandi aðalskipulagi Rangárþings eystra.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila deiliskipulagsgerð.

6.Deiliskipulag - Ytra Seljaland

2205094

Hnaukar ehf óska eftir heimild til deiliskipulagsgerðar á svæði undir 39 frístundahúsalóðir. Á hverri lóð verður heimilt að byggja allt að 130 m2 hús ásamt 25 m2 geymslu/gestahúsi. Hámarks mænishæð verður 6,0 m frá gólfkóta.
Tillagan var auglýst frá 13.júlí 2022 með athugasemdafrest til og með 24.ágúst 2022 sl. Í athugasemd Minjastofnunar var farið fram á skráningu fornleifa sem hefur farið fram. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gerði athugasemd við öflun neysluvatns og óskaði eftir frekari upplýsingum um fyrirkomulag fráveitu. Nefndin samþykkir uppsetta tillögu að viðbrögðum við athugasemdum í meðfylgjandi skjali, og felur skipulagsfulltrúa að svara þeim sem gerðu athugasemdir. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við Sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2012.

7.Deiliskipulag - Laxhof

2303040

Timo Reimers óskar eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir Laxhof, L228596 skv. meðfylgjandi uppdrætti. Breytingin felst í því að byggingarreit er skipt upp í tvo, heimilt verður að byggja allt að 220 m2 íbúðarhús, 130 m2 hesthús og 50 m2 gestahús.
Tillagan var auglýst frá 19.apríl með athugasemdafrest til og með 10.maí sl. Engar athugasemdir bárust. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að hún verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2012.

8.Deiliskipulag - Hjarðartún

2306056

Einhyrningur ehf. óskar eftir heimild fyrir deiliskipulagsgerð að Hjarðartúni, L164168. Umræðir um 800 m2 svæði undir gestahús og aðstöðu fyrir starfsfólk. Tillagan nær til 6-10 gestahúsa sem eru 30-70 m2 að stærð.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð.

9.Deiliskipulag - Skíðbakki 1

2210020

Deiliskipulagið nær til um 1,9 ha landspildu úr Skíðbakka 1. Heimilt er að byggja allt að 250 m2 íbúðarhús með hámarks mænishæð 8,0m, 50 m2 gestahús með hámarks mænishæð 5,0m og allt að 300 m2 skemmu með hámarks mænishæð 8,0m.
Tillagan var auglýst frá 30.nóvember 2022 með athugasemdafrest til 11.janúar 2023. Athugasemd barst frá Vegagerðinni sem brugðist hefur verið við. Nefndin samþykkir uppsetta tillögu að viðbrögðum við athugasemdum í meðfylgjandi skjali. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við Sveitarstjórn að hún verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2012.

10.Deiliskipulag - Dílaflöt

2301085

Um er að ræða skipulagslýsingu vegna uppbyggingar í ferðaþjónustu á ca. 15 ha. svæði úr spildunni Dílaflöt, L234644. Fyrirhugað er að byggja upp lítil gestahús til útleigu til ferðamanna.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu verkefnisins og að hún verðu auglýst í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt því að vera send á umsagnaraðila.
AR víkur af fundi við afgreiðslu þessa máls.

11.Deiliskipulag - Barkastaðir

2306061

Deiliskipulagið nær til hluta úr landi Barkastaða L163993. Um er að ræða hótelbyggingu með 20-30 herbergjum. Hámarks byggingarmagn verður 5.000 m2.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð og aðalskipulagsbreyting verði unnið samhliða.
AR mætir kemur aftur.

12.Aðalskipulags breyting - Strengur milli Rimakots og Vestmannaeyja

2306050

Landsnet hf. óskar eftir aðalskipulagsbreytingu vegna lagningu tveggja nýrra 66 kV strengja til Vestmannaeyja, Vestmannaeyjalínu 4(VM4) og Vestmannaeyjalínu 5 (VM5).
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila breytingu á gildandi aðalskipulagi vegna tveggja nýrra strengja til Vestmannaeyja.

13.Viðgerð á Vestmannaeyjastreng 3 (VM3) á Landeyjarsandi

2306051

Landsnet undirbýr viðgerð á Vestmannaeyjastreng 3 (VM3) sem bilaði veturinn 2023. Skorðið verður á gamla strenginn um 1.700 m. frá landi, nýjum streng verður fleygt inn og hann dreginn upp fjöruna á þeim stað þar sem núverandi sæstrengur er tengdur við landstreng. Grafinn verður skurður í sandinn við hlið núverandi strengs og nýi strengurinn lagður.

14.Efnistaka á Mýrdalssandi - Umsögn umhverfismatsskýrsla

2208063

Umhverfismatsskýrsla um efnistöku á Mýrdalssandi.

15.Framkvæmdir og viðhald - Nýr leikskóli Vallarbraut

2011011

Fundargerð 30. verkfundar við nýjan leikskóla á Hvolsvelli.

Fundi slitið - kl. 11:20.