12. fundur 03. janúar 2023 kl. 10:00 - 10:45 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Baldur Ólafsson aðalmaður
  • Bjarki Oddsson aðalmaður
  • Elvar Eyvindsson aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
  • Sigurður Þór Þórhallsson varamaður
  • Heiðbrá Ólafsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason embættismaður
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
  • Þóra Björg Ragnarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá

1.ASK Rangárþings eystra; Heildarendurskoðun

1903077

Aðalskipulag Rangárþings eystra 2020-2032.
Gerðar hafa verið smávægilegar breytingar á gögnum aðalskipulagsins eftir yfirferð og athugasemdir Skipulagsstofnunar. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir aðalskipulag Rangárþings eystra 2020-2032 ásamt skrá yfir vegi í náttúru Íslands, og leggur til við sveitarstjórn að gögnin verði sent Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Hvammur lóð 176754 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2211045

Sýn ehf. óskar eftir framkvæmdarleyfi fyrir uppsetningu á fjarskiptamastri á lóðinni Hvammur lóð L176754. Uppdrættir eru eftir Sigurð Lúðvík Stefánsson frá Íslandsturnum ehf. dags. 15.nóvember 2022.
Málið var samþykkt á 11. fundi skipulags- og umhverfisnefndar.

3.Erindisbréf skipulags- og umhverfisnefndar

2212083

Erindisbréf skipulags- og umhverfisnefndar lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:45.