11. fundur 13. desember 2022 kl. 10:00 - 10:32 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Baldur Ólafsson aðalmaður
  • Bjarki Oddsson aðalmaður
  • Elvar Eyvindsson aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
  • Rafn Bergsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
  • Þóra Björg Ragnarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá
Guðmundur Ólafsson boðaði forföll og ekki náðist að varamann í hans stað.

1.Landskipti - Djúpidalur

2212018

Benedikt Valberg óskar eftir því að skipta 27.850 m2 spildu út úr Djúpadal L164161 skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Verkfræðistofunni EFLA, dags. 24.11.2022. Hin nýja spilda fær staðfangið Djúpidalur vegsvæði.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugsemd við landskiptin og staðfang hinnar nýju spildu.

2.Hvammur lóð 176754 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2211045

Sýn ehf. óskar eftir framkvæmdarleyfi fyrir uppsetningu á fjarskiptamastri á lóðinni Hvammur lóð L176754. Uppdrættir eru eftir Sigurð Lúðvík Stefánsson frá Íslandsturnum ehf. dags. 15.nóvember 2022.
Fyrirhuguð framkvæmd var grenndarkynnt fyrir eiganda Hvamms L176574. Ekki komu fram athugasemdir við grenndarkynningu. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir veitingu framkvæmdarleyfis fyrir uppsetningu fjarskiptamasturs á lóðinni, Hvammi lóð L176754.

3.Deiliskipulag - Rauðsbakki

2209107

Hrísey ehf. óskar eftir því að fá heimild til deiliskipulagsgerðar á lóðinni Rauðsbakki 2 L225586. Gert er ráð fyrir 1000 m2 viðbyggingu við núverandi byggingu, á allt að tveimur hæðum, ásamt allt að 100 m2 af byggingum fyrir sauna, baðhús og aðra heilsutengda þjónustu. Hámarksbyggingarmagn á lóðinni verður 2400 m2 og hámarkshæð bygginga allt að 8,0m. Hæð núverandi húsa er 7,0m.
Tillagan var auglýst frá 26. október með athugasemdarfresti til 7. desember sl. Athugasemdir komu fram á auglýsingatíma tillögunnar varðandi vegtengingar ásamt umsögnum lögbundinna umsagnaraðila. Fyrir fundinum liggur uppfærð tillaga þar sem búið er að bregðast við athugasemd að hluta. Hins vegar leggur Skipulags- og umhverfisnefnd til að afgreiðslu erindis verði frestað þar til að skýrt liggi fyrir hvernig aðkomu að jörðinni Minni Borg í gegnum land Rauðsbakka verði háttað.

4.Deiliskipulag - Hemla 2 lóð

1804024

Deiliskipulagstillagan nær til um 1,2 ha landspildu Hemlu 2 lóðar L211860 ásamt um 3 ha spildu sunna lóðarinnar úr landi Hemlu 2 L163948. Gert er ráð fyrir tveimur byggingarreitum. Á B1 er 45 m2 frístundahús sem heimilt er að stækka upp í allt að 80 m2. Á B2 er heimilt að byggja allt að 4 gestahús, hvert um sig allt að 20 m2.
Tillagan var auglýst frá 26. október með athugasemdarfresti til 7. desember. Engar athugasemdir komu fram á auglýsingatíma tillögunnar. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundi slitið - kl. 10:32.