7. fundur 18. október 2022 kl. 10:00 - 10:42 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Baldur Ólafsson aðalmaður
  • Bjarki Oddsson aðalmaður
  • Elvar Eyvindsson aðalmaður
  • Guðmundur Ólafsson aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
  • Rafn Bergsson aðalmaður
  • Tómas Birgir Magnússon varamaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason embættismaður
  • Þóra Björg Ragnarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá

1.Umsögn um framkvæmdarleyfi - Þorvaldseyri Vegsvæði

2207197

Katla Jarðvangur, Ólafur Eggertsson frá Þorvaldseyri og Rangárþing eystra óska eftir framkvæmdaleyfi fyrir um 170 metra lögnum göngustíg. Fyrirhuguð framkvæmd er staðsett sunnan við Þjóðveg, frá gestastofu Kötlu Jarðvegs og tegir sig í austur átt. Aðalhönnuður er Hrólfur Karl Cela frá Basalt arkitektum.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir veitingu framkvæmdarleyfis.

2.Deiliskipulag - Skíðbakki 1

2210020

Deiliskipulagið nær til um 1,9 ha landspildu úr Skíðbakka 1. Heimilt er að byggja allt að 250 m2 íbúðarhús með hámarksmænishæð 8,0m, 50 m2 gestahús með hámarksmænishæð 5,0m og allt að 300 m2 skemmu með hámarksmænishæð 8,0m.
Skipulags- og umhverfisnenfd samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Fyrirspurn vegna Hótel Skógafoss - Stækkun á mannvirki

2210021

Fjallafje ehf óskar eftir heimild til stækkunar á Hótel Skógafossi skv. meðfylgjandi uppdráttum. Um er að ræða viðbyggingu sem inniheldur stækkun á eldhúsi, nýja vörumóttaku og sorpgeymslu.
Fyrirhuguð stækkun rúmast ekki innan skilmála deiliskipulags. Skipulags- og umhverfisnefnd bendir framkvæmdaraðila á að óska eftir því að gerð verði breyting á deiliskipulagi vegna fyrirhugaðrar stækkunar mannvirkis.

4.Umsókn um framkvæmdarleyfi - Hamragarðar fjarskiptamastur

2210024

Íslandsturnar ehf. óska eftir framkvæmdarleyfi fyrir uppsetningu á 12m fjarksiptamastri í landi Hamragarða skv. meðfylgjandi uppdráttum.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir veitingu framkvæmdarleyfis fyrir uppsetningu á fjarskiptamastri í landi Hamragarða skv. meðfylgjandi tillögu.
Samþykkt með 6 atkvæðum. BO situr hjá.

5.Landskipti - Völlur 2

2210029

Félagsvöllur ehf. óskar eftir því að skipta ca 1,2 ha spildu út úr Velli 2 L 164207 skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landnot ehf, dags. 25.09.2022. Hin nýja lóð fær staðfangið Vallarhorn.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfang hinnar nýju spildu.

6.Gönguleiðin Fimmvörðuháls

2210033

Bragi Hannibalsson óskar eftir heimild til þess að stika aukaleið frá Baldvinsskála um Fimmvörðuskála og áfram til norðurs þangað til komið væri á aðalgönguleiðina yfir Fimmvörðuháls.
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar fyrir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna að málinu.

7.Landskipti - Stórólfsvöllur lóð A

2210035

Stórólfur ehf óskar eftir þvi að skipta 7,5 ha lóð út úr Stórólfsvelli lóð A skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af verkfræðistofunni EFLA, dags. 6.10.2022. Hin nýja spilda fær staðfangið Stórólfsvöllur lóð B.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfang hinnar nýju spildu.

8.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 80

2210002F

  • 8.1 2209116 Austurvegur 1-4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 80 Byggingaráform samþykkt
  • 8.2 2210010 Tilkynningarskyld framkvæmd - Brú lóð
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 80 Framkvæmdaráform samþykkt.
  • 8.3 2210023 Heimatún 15 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 80 Byggingaráform samþykkt.

Fundi slitið - kl. 10:42.