6. fundur 04. október 2022 kl. 10:00 - 11:40 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Baldur Ólafsson aðalmaður
  • Bjarki Oddsson aðalmaður
  • Elvar Eyvindsson aðalmaður
  • Guðmundur Ólafsson aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
  • Rafn Bergsson aðalmaður
  • Heiðbrá Ólafsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason embættismaður
  • Þóra Björg Ragnarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá

1.Umsókn um framkvæmdarleyfi - Hallgeirsey 2 lóð

2208078

Farice óskar eftir framkvæmdarleyfi fyrir um 4-5 móttökudiskum að Hallgeirsey 2 lóð ásamt 20-25 m2 stækkun á lóðinni. Búnaðurinn sinnir útlandafjarskiptum Íslands.
Framkvæmdarleyfisumsóknin var grenndarkynnt ábúendum á Hallgeirsey og Hallgeirseyjarhjáleigu frá 6. september sl. með athugasemdarfresti til og með 3. október sl. Í athugasemd frá eigendum Hallgeirseyjar kemur fram að óskað er eftir því að hin nýju mannvirki verði höfð í jarðlitum svo minna beri á þeim í umhverfinu. Ekki komu fram aðrar athugasemedir innan gefins frests. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að veita framkævmdarleyfi fyrir uppsetningu á níu kúlulaga gervihnattaloftnetum á lóðinni Hallgeirsey 2 lóð L215874.

2.Breytt skráning landeignar - Ásbrún L188786

2209069

Unnur María Sævarsdóttir óskar eftir leiðréttingu á stærð lóðarinn Ásbrún, L163865. Skráð stærð er 1050 m2 en skv. lóðarhafa að vera 1200 m2. Í gildandi deiliskipulagi frá 2001 kemur fram að lóðin sé 900 m2 og sama á við lóðaleigusamning frá 2000 við fyrri eigendur.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna að gerð lóðauppdráttar og leggja hann fyrir næsta fund.

3.Breytt skráning landeignar - Fossbrún L188786

2209066

Bjarmann Styrmir Einarsson óskar eftir leiðréttingu á stærð lóðarinn Fossbrún, L188786. Skráð stærð er 1050 m2 en skv. lóðarhafa að vera 1200 m2. Í gildandi deiliskipulagi frá 2001 kemur fram að lóðin sé 900 m2 og sama á við lóðaleigusamning frá 2000 við fyrri eigendur.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna að gerð lóðauppdráttar og leggja hann fyrir næsta fund.

4.Fjallahjólastígur í Hvolsfjalli

2209089

Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar þeim Sigurði og Sigurþóri kærlega fyrir erindið. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að fela embætti skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið frekar í samvinnu við umsóknaraðila og fulltrúa frá heilsu- íþrótta- og æskulýðsnefnd.

5.ASK Rangárþings eystra; Heildarendurskoðun

1903077

Aðalskipulag Rangárþings eystra 2020-2032
Fyrir fundinum liggur endanleg tillaga að heildarendurskoðun aðalskipulags Rangárþings eystra 2020-2032. Búið er að bregðast við öllum athugasemdum og umsögnum sem komu á auglýsingatíma tillögunnar. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að frístundabygg með 8 lóðum í Syðstu-Mörk verði gerð skil í aðalskipulagi. Er þetta ein af elstu frístundabyggðunum í sveitarfélaginu og er hún nú þegar byggð að hluta. Um er að ræða ca 3,7 ha fleka, í nágrenni bæjartorfunnar í Syðstu-Mörk, sem fær skilgreininguna F-38 í greinargerð. Þessi breyting er gerð eftir að tillagan var auglýst.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu að aðalskipulagi Rangárþings eystra 2020-2032 og leggur til við sveitarstjórn að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Guðmundur Úlfar Gíslason víkur af fundi undir afgreiðslu þessa liðar.

6.Aðalskipulagsbreyting - Ráðagerði

2103119

Lagt er til að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Í gildandi aðalskipulagi er svæðið Ráðagerði L224947, skilgreint sem frístundabyggð F-368. Í tillögu að breytingu er fyrirhugað að heimila svæði til efnistöku, haugsetningar og landmótunar m.a. til framkvæmda innan frístundabgyggðarinnar.
Lýsing aðalskipulagsbreytingar var auglýst frá 19. apríl 2021 með athugasemdafresti til 3. maí 2021. Athugasemdir við lýsingu tillögunnar komu fram á auglýsingatíma. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að fallið verði frá fyrirhugaðri aðalskipulagsbreytingu um að heimila svæði til efnistöku innan frístundabyggðarinnar.
Guðmundur Úlfar Gíslason kemur aftur inn á fund.

7.Deiliskipulag - Eyvindarholt, Langhólmi breyting

2111116

Kjartan Garðarsson óskar eftir því að breyta deiliskipulagi á jörðinni Borgarhóll (Eyvindarholt_Langhólmi). Breytingarnar felast í því að núverandi frístundabyggð er minnkuð úr 36,2 ha í 9,9 ha og frístundahúsalóðum fækkað úr 14 í 10. Auk hinna 10 frístundahúsalóða er gert ráð fyrir 3 íbúðarhúsalóðum, lóð undir þjónustuhús, 2 gróðurhús og vélaskemmu.
Á 107. fundi skipulagsnefndar var afgreiðslu málsins frestað vegna athugasemdar frá Heilbrigðiseftirliti suðurlands varðandi hreinsivirki. Búið er að bregðast við fyrrgreindri athugasemd og gerir Heilbrigðiseftirlit suðurlands ekki frekari athugasemdir við tillöguna. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 12372010.

8.Deiliskipulag - Sámsstaðir 1, breyting

2209065

F.h. 13 af 15 lóðareigendum í frístundabyggðinni á Sámsstöðum, óskar Helgi Jóhannesson eftir heimild til að breyta landnotkun á svæðinu úr frístundasvæði (F) í íbúðarbyggð (ÍB).
Ekki liggur fyrir skýr vilji allra lóðareigenda innan frístundabyggðarinnar um breytingar á landnotkun. Að auki vantar frekari rökstuðning að baki fyrirhugaðri breytingu. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að hafna beri ósk um breytingu á landnotkun úr frístundabyggð í íbúðarbyggð.

9.Landskipti - Varmahlíð

2209102

Anna Birna Þráinsdóttir óskar eftir því að skipta 1342 m2 lóð út úr Varmahlíð L163815 skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landnot ehf., dags. 21.9.2022. Hin nýstofnaða lóð fær staðfangið Varmahlíð 3.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu.

10.Deiliskipulag - Rauðsbakki

2209107

Hrísey ehf. óskar eftir því að fá heimild til deiliskipulagsgerðar á lóðinni Rauðsbakki 2 L225586. Gert er ráð fyrir 1000 m2 viðbyggingu við núverandi byggingu, á allt að tveimur hæðum, ásamt allt að 100 m2 af byggingum fyrir sauna, baðhús og aðra heilsutengda þjónustu. Hámarksbyggingarmagn á lóðinni verður 2400 m2 og hámarkshæð bygginga allt að 8,0m. Hæð núverandi húsa er 7,0m.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

11.Nýting á vindorku í Rangárþingi eystra

2209150

Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gera drög að umsögn sveitarfélagsins varðandi nýtingu vindorku og leggja fyrir næsta fund skipulags- og umhverfisnefndar.

12.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 79

2209008F

  • 12.1 2209038 Umsókn um stöðuleyfi - Matarvagn á Hvolsvelli
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 79 Samþykkt að veita stöðuleyfi til 31.12.2022.
  • 12.2 2209064 Þorvaldseyri land 163729 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 79 Byggingaráform samþykkt
  • 12.3 2209063 Réttarmói 6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 79 Byggingaráform samþykkt.
  • 12.4 2209061 Hallgerðartún 21 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 79 Byggingaráform samþykkt
  • 12.5 2209082 Hallgerðartún 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 79 Byggingaráform samþykkt

Fundi slitið - kl. 11:40.