30. fundur 19. september 2019 kl. 17:00 - 18:45 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Harpa Mjöll Kjartansdóttir formaður
  • Guri Hilstad Ólason varaformaður
  • Magnús Benonýsson
Starfsmenn
  • Nanna Fanney Björnsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Nanna Fanney Björnsdóttir Markaðs- og kynningarfulltrúi
Dagskrá

1.Kjötsúpuhátíð 2019

1901059

Menningarnefnd er ánægð með hátíðina í heild sinni. Mjög ánægulegt að súpustöðum hafi fjölgað milli ára og vel heppnuðum atriðum úr heimabyggð fjölgað.
Menningarnefnd telur kostnað við hátíðina í hærri kantinum miðað við þær hugmyndir sem lagt var upp með í vor.
Mikilvægt að halda utanum kostnaðarliði og samninga þegar hugað verður að Kjötsúpuhátíð 2020.
Dagsetning Kjötsúpuhátíðar 2020 er 28. - 30. ágúst.
Ræddar voru hugmyndir fyrir Kjtösúpuhátíð 2020.

2.Menningarsjóður Rangárþings eystra; haustúthlutun 2019

1909046

Auglýsa sem fyrst haustúthlutun úr Menningarsjóði Rangárþings eystra.
Umsóknarfrestur er til 31. október 2019.
Úthlutun 6. nóvember 2019.

3.Menningarsjóður Rangárþings eystra - Skýrsla vinningshafa

1909053

Menningarnefnd leggur drög að skýrslublaði.

4.Áramótaball 2019; Hvoli

1909048

Áramótaball hefur hingað til verið einstaklingsframtak og Menningarnefnd telur best að halda því fyrirkomulagi áfram.

5.SASS - Menningarverðlaun 2019

1909049

Menningarnefnd ræðir hugmyndir að tilnefningum.
Menningarnefnd felur starfsmanni nefndar að koma fjórum tilnefningum áleiðis.

6.Uppbyggingarsjóður Suðurlands

1909063

Menningarnefnd hvetur þá sem ætla að vera með menningarviðburði á næstunni eða eru með góða hugmynd að sækja um. Umsóknarfrestur er til 8. október.

Fundi slitið - kl. 18:45.