16. fundur 11. mars 2024 kl. 16:30 - 17:49 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Christiane L. Bahner formaður
  • Tómas Birgir Magnússon
    Aðalmaður: Guðni Ragnarsson
  • Guri Hilstad Ólason
  • Guðni Steinarr Guðjónsson varaformaður
  • Konráð Helgi Haraldsson
  • Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Formaður óskar eftir að breyta dagskrá með þeim hætti að mál nr 2. Menningarsjóður; vorúthlutun verði fært aftast í dagskrá og verði mál númer 4. Önnur mál færast eftir því. Samþykkt samhljóða.

1.Erindi frá byggðaþróunarfulltrúa vegna atvinnustefnu

2403038

Á næstu dögum er áætlað að hefja vinnu við sameiginlega atvinnustefnu fyrir Rangárþing eystra og Rangárþing ytra. Lagt fram erindi byggðarþróunarfulltrúa þar sem óskað er eftir að markaðs- og menningarnefnd Rangárþings eystra tilnefni einn fulltrúa ásamt varamanni í verkefnastjórn sameiginlegrar atvinnustefnu Rangárþings.
Markaðs- og menningarnefnd tilnefnir Hildi Guðbjörgu Kristjánsdóttur sem aðalmann og Konráð Helga Haraldsson til vara, til setu í verkefnastjórn sameiginlegrar atvinnustefnu Rangárþings.
Samþykkt samhljóða.

2.Ráðstefna um norðurljós og vetrarferðaþjónustu í Rangárþingi

2403047

Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir kynnir fyrir nefndinni ráðstefnu um norðurljós og vetrarferðaþjónustu í Rangárþingi.
Lagt fram til kynningar.

3.Tillaga um að sveitarstjórn að skoða fýsileika þess að kaupa færanlegt svið

2403048

Lögð fram tillaga Markaðs- og menningarnefndar þar sem lagt er til við sveitarstjórn að skoðaður verði físileiki þess að kaupa færnalegt svið.
Tillaga samþykkt samhljóða.
Christiane L Bahner og Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir víkja af fundi undir afgreiðslu málsins. Guðni Steinar Guðjónsson varaformaður nefndar tekur við stjón fundar í fjarverður Christiane.

4.Menningarsjóður Rangárþings eystra; vorúthlutun 2024

2402003

Alls bárust 8 styrkumsóknir í Menningarsjóð Rangárþings eystra og óskað var eftir styrkjum samtals að upphæð 7.550.000 kr.

Til úthlutunar eru 1.250.000 kr.
Markaðs- og menningarnefnd er mjög ánægð með þann fjölda góðra umsókna sem bárust í Menningarsjóðinn að þessu sinni. Menningarlífið í Rangárþingi eystra er í miklum blóma. Því miður var ekki unnt að styrkja allar umsóknir en Markaðs- og menningarnefnd leggur til að eftirfarandi verkefni hljóti styrk úr haustúthlutun Menningarsjóðs Rangárþings eystra.
Midgard Adventure 500.000 kr
Tónlistarskóli Rangæinga 100.000 kr
Sól Hansdóttir 300.000 kr
Rótarýklúbbur Rangæinga 150.000 kr
Jazz undir Fjöllum 300.000 kr
Samþykkt samhljóða

Fundi slitið - kl. 17:49.