5. fundur 14. nóvember 2022 kl. 19:30 - 20:50 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Christiane L. Bahner
  • Guðni Ragnarsson
  • Guri Hilstad Ólason
  • Kristín Jóhannsdóttir
    Aðalmaður: Guðni Steinarr Guðjónsson
  • Stefán Friðrik Friðriksson
  • Konráð Helgi Haraldsson
Starfsmenn
  • Árný Lára Karvelsdóttir
Fundargerð ritaði: Árný Lára Karvelsdóttir Markaðs- og kynningarfulltrúi
Dagskrá
Rebekka Katrínardóttir boðaði forföll og ekki náðist að boða varamann í hennar stað.

1.Menningarsjóður; Endurskoðun á úthlutunarreglum

2208065

Markaðs- og menningarnefnd leggur til breytingu á 6. lið reglnanna og að liðurinn hljómi þá svona:

6.
Gerður skal samningur milli styrkþega og Rangárþings eystra um sérhverja styrkveitingu til menningarstarfs. Styrkþegi skal skila upplýsingum um framkvæmd verkefnisins, á þar til gert eyðublað, í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að styrkt verkefni hefur verið klárað, eigi síðar en ári eftir að samningur um verkefnið var undirritaður. 2/3 hluti styrkupphæðarinnar er greiddur út þegar skrifað hefur verið undir samning og 1/3 hluti er greiddur út við skil á lokaskýrslu. Hafi umsækjandi áður hlotið styrk verður ný umsókn ekki tekin til greina nema viðkomandi hafi skilað inn eyðublaði um framkvæmd.

Nefndin felur Markaðs- og kynningarfulltrúa að endurgera samning milli styrkþega og sveitarfélagsins og eyðublað fyrir lokaskýrslu.

Samþykkt samhljóða.



2.Menningardagur Rangárþings eystra

2207004

Markaðs- og menningarnefnd lýsir yfir ánægju sinni með framtakið og óskar skipuleggjendum góðs gengis. Ennfremur hvetur nefndin alla til að mæta laugardaginn 26. nóvember milli klukkan 14 - 16.
Samþykkt samhljóða.

3.Lausaganga búfjár í Rangárþingi eystra

2208054

Markaðs- og menningarnefnd lýsir yfir ánægju sinni á því að boðaður verði fundur með Vegagerðinni, Lögregluembættinu, Bændasamtökum Íslands, sveitarstjórn, markaðs- og menningarnefnd og skipulags- og umhverfisnefnd.

Nefndin hvetur til þess að einnig verði boðaðir fulltrúi frá tryggingafélögum sem og fulltrúar frá Innviða- og Matvælaráðuneytunum.

Samþykkt samhljóða

4.Samtal við atvinnurekendur í Rangárþingi eystra

2209068

Markaðs- og menningarnefnd mun boða til fundaraðar með atvinnulífinu. Fyrstu fundirnir í röðinni verða um landbúnaðarmál og ferðaþjónustu.
Nefndin felur formanni nefndarinnar ásamt Markaðs- og kynningarfulltrúa að undirbúa fundina samkvæmt umræðum á fundinum.
Samþykkt samhljóða

5.Atvinnustefna Rangárþings eystra

2211032

Markaðs- og menningarnefnd leggur til að sveitarstjórn heimili að nefndin hefji vinnu við atvinnu- og nýsköpunarstefnu Rangárþings eystra. Slík stefna hefur það að markmiði að styðja við þróun öflugs og fjölbreytts atvinnulífs í sveitafélaginu. Stefnan skal stuðla að bættum rekstrarskilyrðum starfandi rekstrareininga og gera sveitarfélagið aðlaðandi fyrir ný fyrirtæki. Fjölbreytt og blómstrandi atvinnulíf er hornsteinn samfélagsins.
Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 20:50.