4. fundur 22. febrúar 2019 kl. 15:00 - 16:13 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson
  • Sigurður Þór Þórhallsson
  • Þóra Kristín Þórðardóttir
  • Þuríður Vala Ólafsdóttir
  • Elín Fríða Sigurðardóttir
Starfsmenn
  • Árný Lára Karvelsdóttir
Fundargerð ritaði: Anton Kári Halldórsson Sveitarstjóri
Dagskrá
Angelia Fjóla Vilhjálmsdóttir boðaði forföll og í hennar stað er mætt Elín Fríða Sigurðardóttir

1.Markaðs- og atvinnumálanefnd 2018; Kosning formanns, varaformanns og ritara

1902232

Lögð er fram tillaga umað Sigurður Þór Þórhallson verði kosinn formaður nefndarinnar, Angelia Fjóla Vilhjálmsdóttir varaformaður og Anton Kári Halldórsson ritari.

Tillagan samþykkt samhljóða.

2.Markaðs- og atvinnumálanefnd; Erindisbréf

1902233

Drög að erindisbréfi markaðs- og atvinnumálanefndar Rangárþings eystra lagt fyrir nefndina.

Samþykkt að nefndarmenn fari yfir erindisbréfið fram að næsta fundi og geri þá tillögur að breytingum ef þurfa þykir.

3.Áfangastaðaáætlun DMP fyrir Suðurland

1802031

Erindinu var vísað til nefndarinnar af sveitarstjórn, skv. eftirfarandi bókun:

Sveitarstjórn lýsir ánægju sinni með áætlunina. Verður hún m.a. höfð til hliðsjónar við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins. Sveitartjórn vísar áætluninni til kynningar í skipulagsnefnd, atvinnumálanefnd og landbúnaðarnefnd sem og ungmennaráði. Sveitarstjórn óskar eftir að höfundar áætlunarinnar komi og kynni verkefnið á næsta fundi sveitarstjórnar. Fulltrúar þeirra nefndar sem áætlunin er vísað til verða einnig boðaðir á fundinn.

Markaðs- og atvinnumálanefnd tekur undir með sveitarstjórn og lýsir ánægju sinni með áætlunina. Áætlunin kemur til með að nýtast vel í markaðs- og atvinnumálum í sveitarfélaginu. Nefndarmenn munu kynna sér áætlunina nánar og þyggja boð um kynningarfund.

4.Markaðs- og atvinnumálanefnd; 4. fundur; Önnur mál

1902234

Rætt um málefni upplýsingarmiðstöðvar í Rangárþingi eystra. Nefndin veltir fyri sér hvort það eigi að vera í verkahring sveitarfélagsins að reka upplýsingamiðstöð.

Rætt um mergkingar Vegagerðarinnar við þjóðveginn. Mikilvægt að koma Hvolsvelli inn á þessar merkingar. Nefndin Óskar eftir því að sveitarstjórn beiti sér fyrir því.

Rætt um upplýsingarskilti við þéttbýlið Hvolsvöll. Endurnýja þarf þessi skilti og uppfæra upplýsingar um þjónustu.

Rætt um þjónustu við ferðafólk og íbúa t.d. vegna salerna, apóteka, agðgengi og opnunartíma þeirra.

Rætt um Landeyjahöfn. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að hún beyti sér fyri því að kanna aukna nýtingarmöguleika á Landeyjahöfn sem gæti leitt af sér umtalsverða atvinnuuppbyggingu í Rangárþingi eystra.

Fundi slitið - kl. 16:13.