25. fundur 11. desember 2023 kl. 10:00 - 11:00 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Ólafur Örn Oddsson
  • Árný Lára Karvelsdóttir
  • Guðrún Björk Benediktsdóttir
  • Valborg Jónsdóttir
  • Sandra Sif Úlfarsdóttir
  • Tinna Erlingsdóttir
Fundargerð ritaði: Árný Lára Karvelsdóttir Markaðs- og kynningarfulltrúi
Dagskrá

1.Heilsueflandi - hvað höfum við gert árið 2023.

2312012

Skoða yfirlit yfir það sem gert hefur verið í Heilsueflandi samfélagi árið 2023.
Starfshópurinn fer yfir texta með upplýsingum sem formaður hópsins tók saman. Markaðs- og kynningarfulltrúa farið að birta textann á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða

2.Lýðheilsustefna 2023 drög

2310004

Undirbúningur fyrir vinnu á stefnum fyrir Rangárþing eystra s.s. íþrótta-, tómstunda, lýðheilsu- og forvarnarstefnu.
Starfshópurinn ræddi um stefnugerð, eina eða fleiri, í íþrótta-, tómstunda-, lýðheilsu- og forvarnarmálum.

3.Geðrækt 2024 Vinnuskjal

2312017

Rangárþing eystra er Heilsueflandi samfélag. Áhersla verður á Geðrækt árið 2024. Ræða skal markmið, hugmyndir og leiðir
Starfshópurinn hefur ákveðið að leggja áherslu á Geðrækt árið 2024. Rætt um útfærslur á þessu áhersluverkefni.

Fundi slitið - kl. 11:00.