62. fundur 13. desember 2023 kl. 16:30 - 18:00 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Sandra Sif Úlfarsdóttir
  • Bjarki Oddsson
  • Kolbrá Lóa Ágústsdóttir
  • Ástvaldur Helgi Gylfason
  • Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir
  • Sigurður Orri Baldursson
Starfsmenn
  • Ólafur Örn Oddsson embættismaður
  • Anton Kári Halldórsson
Fundargerð ritaði: Ólafur Örn Oddsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Endurskoðun samninga við íþróttafélög í sveitarfélaginu.

2309079

íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnir drög að samningum við íþróttafélög í sveitarfélaginu.
Iþrótta og æskulýðsfulltrúi kynnti og fór yfir drög með fundarmönnum. Athugasemdir og tillögur ritaðar niður og önnur drög verða svo kynnt á næsta fundi.

2.Heimsókn starfsmanns sveitarfélagsins

2209122

Laufey Hanna forstöðumaður í félagsmiðstöðinni kemur á fund og segir okkur frá starfinu í félagsmiðstöðinni og hvað framundan er.
HíÆ nefnd þakkar Laufey Hönnu fyrir og er ánægð með metnaðarfullt starf.

3.Íþrótta- og afrekssjóður Rangþings eystra

2210063

Fara yfir umsóknir í íþrótta og afreksjóð.
Að þessu sinni bárust fjórar umsóknir í íþrótta- og afrekssjóð Rangárþings eystra. Úthlutun úr sjóðnum var eftirfarandi:

Ívar Ylur Birkisson fær 50.000 krónur vegna þátttöku í afrekshóp FRÍ.
Eik Elvarsdóttir fær 50.000 krónur vegna þátttöku í afrekshóp LH.
Védís Ösp Einarsdóttir fær 40.000 krónur fyrir keppni erlendis.
Ein umsókn uppfyllti ekki skilyrði til úthlutunar samkvæmt vinnu- og úthlutunarreglum Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar.

HÍÆ nefnd þakkar fyrir allar umsóknir og óskar styrkhöfum til hamingju.
Íþrótta og æskulýðsfulltrúi mun svara umsækjendum og sjá til þess að styrkur verður greiddur út.

4.Ungmennaþing haust 2023

2310003

Farið yfir niðurstöður Barna og ungmennaþings 2023.
HÍÆ nefnd þakkar ungmennaráði fyrir að halda barna- og ungmennaþing og megi það verða árlegt. Fróðlegt að heyra niðurstöður og frábært að sjá hversu margir mættu og tóku þátt.

Fundi slitið - kl. 18:00.