58. fundur 12. júní 2023 kl. 16:30 - 17:30 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Sandra Sif Úlfarsdóttir
  • Bjarki Oddsson
  • Ástvaldur Helgi Gylfason
  • Bjarni Daníelsson
  • Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir
  • Stefán Friðrik Friðriksson varamaður
  • Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Ólafur Örn Oddsson embættismaður
  • Anton Kári Halldórsson
Fundargerð ritaði: Ólafur Örn Oddsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Íþróttamaður ársins 2022

2306030

Fyrir liggja tilnefningar vegna íþróttamanns árins 2022.
Nefndarmenn fara yfir tilnefningar og velja íþróttamann ársins sem verður svo heiðraður þann 17. júní ásamt þeim sem tilnefnir eru.
Fundarmenn fóru yfir tilnefningar og völdu íþróttamann ársins. Ólafur Örn var beðinn um að láta alla tilnefnda vita og boða þau þann 17. júní.

2.Starf umsjónarmanns hreyfingar 60+

2304105

Tekin fyrir umsókn í starf umsjónarmanns Hreyfing 60+.
Ein umnsókn barst og farið var yfir hana. Nefndin leggur til að stofnaður verði hópur með sveitarstjóra, heilsu-, íþrótta og æskulýðsfulltrúa og formanni HÍÆ nefndar sem ræðir við umsækjanda og eldri borgara um hugmyndir að tilhögun starfsins.

Fundi slitið - kl. 17:30.