54. fundur 07. desember 2022 kl. 17:00 - 18:30 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Sandra Sif Úlfarsdóttir
  • Bjarki Oddsson
  • Kolbrá Lóa Ágústsdóttir
  • Ástvaldur Helgi Gylfason
  • Bjarni Daníelsson
  • Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir
  • Sigurður Orri Baldursson
Starfsmenn
  • Ólafur Örn Oddsson embættismaður
  • Anton Kári Halldórsson
Fundargerð ritaði: Ólafur Örn Oddsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Íþróttafélög í Rangárvallasýslu

2212026

Umræða hefur verið um styrki, nýtingu fjármags, mannauðs, iðkendur ofl í íþróttafélögum í sveitarfélaginu. Einnig styttist í það að gera þurfi nýja þjónustusamninga við íþróttafélögin í sveitarfélagðinu. Því er rétt að rýna í möguleika og leiðir sem að efla og auðvelda starf félaganna.
Til þess að efla megi og styrkja íþróttalíf enn frekar í Rangárvallasýslu leggur heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd Rangárþings eystra til að íþrótta-, knattspyrnu - og ungmennafélög í Rangárvallasýslu verði hvött til að taka samtal. Með því móti og samræmdu skipulagi væri hægt að nýta fjármuni, búnað og mannauð mun betur en nú er gert og gera gott starf enn betra og öflugra.

2.Niðurstöður ungmennaþings 2022

2211083

Laugardaginn 19. nóvember var haldið ungmennaþing fyrir ungmenni í Rangárþingi eystra. Þetta var í annað árið í röð sem slíkt þing er haldið og for það fram í matsal Hvolsskóla.
Ólafur Örn fór yfir niðurstöður og nefndin fagnar framtaki ungmennaráðs.

3.Íþrótta- og afrekssjóður Rangþings eystra

2210063

Úthlutun fyrir desember, leiðrétting.
Ákveðið var að leiðrétta styrk til Ivars Yls eftir að viðbótargöng bárust. Þau gögn fylgdu ekki upphaflegri umsókn.
Bryndís Lára yfirgaf fundinn áður en atkvæðagreiðsla fór fram.
Samþykkt með fimm atkvæðum SSÚ, BD, ÁHG, KLÁ, BO.
SOB situr hjá.

4.Íþróttamaður ársins

2112156

Hefð er fyrir því að tilnefna og velja íþróttamann ársins þann 17. júní ár hvert. Eru þá liðnir 6 mánuðir síðan árinu lauk. Vilji er innan HÍÆ nefndar að taka þetta mál til umræðu og breyta þannig að valið verði í lok eða byrjun hvers árs.
Mikill vilji nefndarmanna er fyrir því að velja íþróttamann ársins í lok hvers árs. Stefnt er að því að fyrir árið 2023 verð kjörið tilkynnt í desember 2023. Valið á íþróttamanni ársins 2022 verði þann 17. júní eins og áður hefur verið.

Fundi slitið - kl. 18:30.