40. fundur 29. september 2020 kl. 15:00 - 16:30 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Angelia Fjóla Vilhjálmsdóttir
  • Sigurður Þór Þórhallsson
  • Páll Eggertsson
  • Eyrún María Guðmundsdóttir
Starfsmenn
  • Ólafur Örn Oddsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ólafur Örn Oddsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.40. fundur Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar; heimsókn byggingarfulltrúa

2010078

Guðmundur Úlfar byggingafulltrúi fór yfir stöðuna á búningsklefum sem nú er verið að vinna í, í íþróttahúsinu. Verkið hefur tafist mikið og fyrir því eru ýmsar ástæður. Upphaflega stóð til að pússa epoxi af veggjum og flísaleggja en eftir að vinna hófst við búningsklefana kom í ljós að verkið yrði mun meira og stærra en til stóð vegna myglu, rakaskemmda ofl. Fljótlega eftir að verkið hófst var ákveðið að breyta hönnun og gera ráð fyrir aðgengi fyrir alla. Veggir voru því brotnir og þá kom í ljós gat á skolplögunum ofl. Loftræstikerfið var endurnýjað, gólfhiti settur í og margt fleira. Gert er ráð fyrir því að framkvæmdum ljúki og klefarnir verði opnaðir í byrjun desember. Einnig sagði hann frá hugmyndum um framtíðar íþrótta-, leikskóla og útivistarsvæði og sýndi tvær tillögur sem eru í vinnslu. Tekið var vel í hugmyndir og þær ræddar fram og til baka.

2.Íþróttamál á íþróttasvæðinu og í íþróttahúsinu

2010079

Ólafur Örn sagði frá því að í sumar var frjálsíþróttabrautin umhverfis fótboltavöllin lagfærð sem og landstökks gryfjur. Einnig voru keyptir 100 metrar af tartan sem nota á við frjálsíþróttaæfingar. Fótboltavöllurinn var sem fyrr sleginn af starfsmönnum gólfklúbbsins á Hellu. Ólafur fór einnig yfir samfellustarfið og annað íþróttastarf inni í íþróttahúsinu og hefur starfið farið vel af stað. Dímon bíður upp á blak, borðtennis, fimleika, frjálsar íþróttir, körfubolta og sund. KFR er sem fyrr með knattspyrnuæfingar bæði innan og utan samfellu. Auk þessa er íþróttasalurinn nýttur af einkaþjálfara, ,,oldboy“ fótboltakempum, starfsmönnum leikskólans Arkar á Hvolsvelli, starfsmönnum SS ofl. Salurinn er nánast fullnýttur og þörf er á litlum hliðarsal. Áhaldageymslan hefur stundum verið nýtt fyrir einkaþjálfara.

3.Heilsueflandi samfélag; Rangárþing eystra

1902312

Rangárþing eystra varð í sumar Heilsueflandi samfélag. Myndaður hefur verið stýrihópur og er Ólafur Örn, íþrótta og æskulýðsfulltrúi formaður stýrihópsins. Markmið Heilsueflandi samfélags er heilsa og vellíðan allra íbúa í fyrirrúmi í allri stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum. Fundir stýrihópsins verða einu sinni í mánuði til að byrja með.

4.Heilsueflandi haust

2010080

Sem fyrr verður stefnt að fyrirlesturum og öðru skemmtilegu og heilsueflandi í haust/vetur. Fyrirkomulagið verður eins og undanfarin á 2 ? 3 fyrirlestrar fram að jólum og annað áhugavekjandi í og með. Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd mun hittast fljótlega aftur og setja niður hugmyndir og drög að dagskrá.

5.17. júní hátíðarhöld 2021

2010081

Undanfarin ár hefur Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd séð um 17. júní hátíðarhöldin. Auglýst hefur verið eftir áhugasömum félagasamtökum til að sjá um dagskrá og skipulag. Heilsu-, íþrótta og æskulýðsnefnd telur æskilegra að Menninganefnd Rangárþings eystra taki að sér skipulagninu á 17. júní eins og aðra menningar og skemmtiviðburði í sveitarfélaginu.

6.Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd; önnur mál

2010082

a. Rætt var um ástandið á ,,Gamla róló“. Hann þykir orðin dapur og gera mætti hann betri og meira aðlagandi. Ýmsar hugmyndir voru ræddar.
b. Svæðið við ærslabelginn. Ærslabelgurinn hefur verið mikið notaður í sumar en gera þarf svæðið fallegra og setja fleiri ruslafötur á svæðið og hafa meira í boði á svæðinu.

Fundi slitið - kl. 16:30.