221. fundur 24. nóvember 2022 kl. 08:15 - 10:02 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Árný Hrund Svavarsdóttir formaður
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Árný Hrund Svavarsdóttir formaður byggðarráðs setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboð sem engar eru.
Sigríður Karólína Viðarsdóttir, Rafn Bergsson og Bjarki Oddsson koma á fund undir lið 1.

1.Fjárhagsáætlun 2023-2026; fyrri umræða

2211053

Lögð fram til fyrri umræðu tillaga að fjárhagsáætlun Rangárþings eystra 2023-2026. Margrét Jóna Ísólfsdóttir, skrifstofu- og fjármálastjóri fer yfir fjárhagsáætlun 2023-2026.
Byggðarráð vísar Fjárhagsáæltun 2023-2026 til fyrri umræðu sveitarstjórnar. Samþykkt samhljóða.
Sigríður Karólína Viðarsdóttir, Rafn Bergsson og Bjarki Oddsson

2.Útboð - Tjaldsvæði Hvolsvallar

2204045

Fyrir liggur tillaga að auglýsingu um útboð á rekstri tjaldsvæðisins á Hvolsvelli. Núgildandi samningur við leigutaka rennur út 31. desember.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ljúka við drög að auglýsingu og útboðsgögnum og leggja fyrir fund byggðarráðs.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

3.Umsókn um lóð - Höfðavegur 1-6

2211046

Festi hf. óskar eftir að fyrirtækinu verði veitt vilyrði fyrir úthlutun lóðanna Höfðavegur 1-6 undir aðstöðu fyrir verslun- og þjónustu.
Byggðarráð samþykkir í samræmi við gr. 9 í úthlutunarreglum lóða í Rangárþingi eystra að veita Festi hf. vilyrði fyrir lóðunum Höfðavegur 1-6, til 6 mánaða, enda liggji þá fyrir ítarlegri tillögur um uppbyggingu á lóðunum.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

4.Umsókn um lóð Hallgerðartún 49

2211056

Sveitarstjórn hefur falið byggðarráði að úthluta Bjargi íbúðafélagi hses. kt. 490916-0670 lóðinni Hallgerðartún 49.
Byggðarráð samþykkir með þremur samhljóða atkvæðum að úthluta lóðinni Hallgerðartún 49 til Bjargs íbúðarfélags hses.
Lilja Einarsdóttir víkur af fundir undir afgreiðslu málsins.

5.Umsókn um lóð Ormsvöllur 9

2211055

Ein umsókn barst í lóðina Ormsvöllur 9. Guðfinnur Guðmannsson óskar eftir því að fá úthlutað lóðinni Ormsvölli 9 skv. meðfylgjandi umsókn.
Byggðarráð staðfestir úthlutun lóðar að Ormsvelli 9, til Guðfinns Guðmannssonar. Samþykkt með tveimur atkvæðum ÁHS og TBM.
Lilja Einarsdóttir kemur aftur til fundar undir afgreiðslu málsins.

6.Ráðning hjúkrunarforstjóra; Kirkjuhvoll

2211039

Starf hjúkrunarforstjóra Kirkjkuhvols var auglýst laust til umsóknar í október síðastliðnum. Umsóknarfrestur var til og með 31. október sl. Alls bárust tvær umsóknir um starfið. Umsækjendur voru Sjöfn Dagmar Guðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur og Þóra Baldursdóttir skurðhjúkrunarfræðingur. Fulltrúar Rangárþings eystra nutu ráðgjafar Intellecta við úrvinnslu umsókna, sem og í ferlinu öllu. Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri og Árný Hrund Svavarsdóttir, formaður byggðarráðs, ásamt Helgu Birnu Jónsdóttur ráðgjafa Intellecta, hér eftir valnefnd, fóru yfir umsóknir og innsend gögn. Að úrvinnslu lokinni voru báðir umsækjendur boðaðir í viðtal. Var það mat valnefndar að þeir tveir umsækjendur sem komu í viðtal uppfylltu kröfur auglýsingar um menntun og réttindi. Viðstödd viðtölin voru meðlimir valnefndar og fóru þau fram hjá Intellecta, að Síðumúla 5, föstudaginn 4. nóvember 2022.
Lagt fram til kynningar.

7.Safnmappa; þingsályktanir og frumvörp til umsagnar 2022

2201019

Lagt fram til umræðu og kynningar drög að reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga og áform um lagabreytingar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga hafa verið birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.
Lagt fram til kynningar.

8.Aukafundaseta sveitarstjórnamanna 2022

2211040

Lögð fram til kynningar aukafundarseta sveitarstjórnarmanna 2022.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:02.