207. fundur 25. nóvember 2021 kl. 08:15 - 10:15 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson varaformaður
  • Christiane L. Bahner aðalmaður
  • Rafn Bergsson formaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir embættismaður
  • Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá

1.Ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga

2003047

Á grundvelli bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga samþykkir byggðarráð Rangárþings eystra að heimila fjarfundi sveitarstjórnar, byggðarráðs og annarra lögbundinna nefnda sveitarfélagsins án þess að fjarlægðir séu miklar, samgöngur innan sveitarfélagsins erfiðar eða að mælt sé fyrir um notkun slíks búnaðar í samþykktum sveitarfélagsins. Einnig samþykkir byggðarráð Rangárþings eystra að staðfesting fundargerða sveitarstjórnar, byggðarráðs og annarra lögbundinna nefnda verði með öðrum hætti en mælt er fyrir um í 10 og 11. gr. leiðbeininga innanríkisráðuneytisins um ritun fundargerða, nr. 22/2013. Ákvæðið gildir til 31. janúar 2022.
Samþykkt samhljóða.

2.Breyting á nýtingarhlutfalli lóðar - Gunnarsgerði 9

2110076

Lagt er til að gerð verði breyting á nýtingarhlutfalli einbýlishúsalóðar nr. 9 í Gunnarsgerði úr 0,40 í 0,38. Er það í samræmi við nýtingarhlutfall annarra einbýlishúsalóða í götunni.
Byggðarráð samþykkir samhljóða breytinguna.

3.Umsókn um lóð - Skógafossvegur

2111059

Veiðifélag Skógaár óskar eftir að fá lóð undir veiðihús við Skógafossveg. Staðsetning lóðar er á meðfylgjandi uppdrætti.
Byggðarráð vísar erindinu til skipulagsnefndar.
Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

4.Umsögn; Kotvöllur 13 Gistileyfi

2111074

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt samhljóða.

5.Félagsmálanefnd Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu. 93. fundur 11.11.2021

2111054

Fundargerð staðfest í heild.
Fylgiskjöl:

6.Héraðsnefnd Rangæinga; 7. fundur 27.10.2021

2111061

Byggðarráð staðfestir ársreikning Héraðsnefndar.
Fundargerð staðfest í heild.

7.10. fundur; Svæðisskipulagsgerð fyrir Suðurhálendið

2111057

Fundargerð lögð fram til kynningar.

8.11. fundur; Svæðisskipulagsgerð fyrir Suðurhálendið

2111056

Fundargerð lögð fram til kynningar.

9.12. fundur; Svæðisskipulagsgerð fyrir Suðurhálendið

2111055

Fundargerð lögð fram til kynningar.

10.Aðalfundurargerð Sorpstöðvar Suðurlands 2021

2111064

Fundargerð lögð fram til kynningar.

11.Landshlutateymi um samþætta þjónustu við fötluð börn; fundargerð 5. fundur

2111067

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:15.