187. fundur 28. nóvember 2019 kl. 08:15 - 09:25 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Elín Fríða Sigurðardóttir formaður
  • Christiane L. Bahner
  • Benedikt Benediktsson varaformaður
Starfsmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá

1.HSK þing 2020

1911061

Byggðarráð tekur vel í erindið og fagnar því að halda eigi HSK þing á Hvolsvelli 2020.
Samþykkt samhljóða.
Elín Fríða Sigurðardóttir víkur fund undir máli nr. 2. Benedikt Benediktsson tekur við fundarstjórn.

2.Landgræðsla ríkisins; Beiðni um styrk vegna samstarfsverkefnisins Bændur græða landið 2019

1911059

Byggðarráð samþykkir samhljóða að veita Landgræðslunni styrk að upphæð 150.000 kr.
Byggðarráð hvetur bændur í sveitarfélaginu að taka þátt í verkefni Landgræðslunnar.
Elín Fríða Sigurðardóttir snýr aftur til fundar og tekur við fundarstjórn.

3.Beiðni um skólavist í sveitarfélagi utan lögheimilis haust 2019

1911056

Byggðarráð samþykkir beiðni um skólavist utan lögheimilis.

4.Trúnaðarmál

1911060

Bókun færð í trúnaðarmálabók.

5.Tónlistarskóli Rangæinga; 15. stjórnarfundur

1911047

Fundargerð staðfest í heild sinni.
Byggðarráð staðfestir lið 3 í fundargerð, tillögu að skipulagi forskólakennslu.

6.207. fundur stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu

1911055

Fundargerð staðfest.

7.287. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands; 13.11.2019

1911057

Fundargerð staðfest.

8.200. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands

1911062

Fundargerð staðfest.

9.Félagsmálanefnd; 71. fundur; 14.11.2019

1911058

Funadargerð staðfest.
Varðandi lið 4, drög að reglum um akstur eldriborgara og sveitarstjóra falið að koma á framfæri vangaveltum um þjónustuna.

10.Safnmappa; þingsályktanir og frumvörp til umsagnar 2019

11.Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Miðhjáleguvegar af vegaskrá

1911054

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:25.