103. fundur 30. nóvember 2023 kl. 13:30 - 12:00 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Þóra Björg Ragnarsdóttir embættismaður
  • Ólafur Rúnarsson embættismaður
  • Leifur Bjarki Björnsson slökkviliðsstjóri
  • Arnar Jónsson Köhler embættismaður
Fundargerð ritaði: Arnar Jónsson Aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa
Dagskrá

1.Landskipti - Giljur

2306087

Sólveig Eyfjörð óskar eftir staðfestingu ytri marka á landeigninni Giljur, L164167 skv. meðfylgjandi uppdrætti.
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við ytri mörk landeignarinnar.

2.Umsögn vegna starfsleyfis - Heimamenn, Skarshlíð

2311113

Heilbrigðiseftirlit suðurlands óskar eftir umsögn vegna umsóknar um starfsleyfi að Skarðshlíð.
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu starfsleyfis og staðfestir að mannvirkið er á loka byggingarstigi.

3.Umsögn vegna rekstrarleyfi - A Hótel

2311088

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn um nýtt rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki IV, A Hótel að Skógafossvegur 4 fnr. 219-1264 til umsagnaraðila.



Umsækjandi er EJ Hotels ehf., kt. 691222-0550, Moldnúpi, 861 Hvolsvelli.
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis.

4.Umsögn vegna rekstrarleyfi - A Hótel 2

2311089

Sýslumaðurinn á suðurlandi óskar eftir umsögn um nýtt rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki IV A Hótel að Skógafossvegur 7 fnr. 227-6093 & 219-1264 til umsagnaraðila.



Umsækjandi er EJ Hotels ehf., kt. 691222-0550, Moldnúpi, 861 Hvolsvelli.

5.Umsögn vegna starfsleyfis - Ferðaþjónusta Ásólfsskála

2311140

Heilbrigðiseftirlit suðurlands óskar eftir umsögn vegna umsóknar um starfsleyfi að Ásólfsskála land B, L214930.
Afgreiðslu málsins er hafnað þar sem að rekstur í frístundarbyggð er öllu jafna ekki heimilað.

6.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hvolstún 21 - Flokkur 2,

2311118

Ingi Freyr Guðjónsson óskar eftir byggingarleyfi fyrir 300 m² einbýlishúsi að Hvolstúni 21, L200434.

Ómar Pétursson skilar inn aðaluppdrætti dags. 06.11.2023
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og jákvæða umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

7.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hallgerðartún 16 - Flokkur 2,

2311117

Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og jákvæða umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:

- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.

- Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd

- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og jákvæða umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

8.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Tjaldhólar 164199 - Flokkur 1,

2311133

Guðjón Steinarsson óskar eftir byggingarheimild fyrir tveimur 25 m² gestahúsum að Tjaldhólum, L164199.

Vigfús Þór Hrjóbartsson skilar inn aðaluppdráttum dags. 13.maí 2019.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.
- Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

9.Umsögn; Heimamenn Skarðshlíð Veitingaleyfi

2311134

Sýslumaðurinn á suðurlandi óskar eftir umsögn vegna leyfi til reksturs að Skarðshlíð, L220697.
Heilbrigðiseftirlit suðurlands óskar eftir umsögn vegna umsóknar um veitingarleyfi að Skarðshlíð.

Fundi slitið - kl. 12:00.