101. fundur 26. október 2023 kl. 10:00 - 10:38 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Þóra Björg Ragnarsdóttir embættismaður
  • Ólafur Rúnarsson embættismaður
  • Leifur Bjarki Björnsson slökkviliðsstjóri
  • Arnar Jónsson Köhler embættismaður
Fundargerð ritaði: Arnar Jónsson Aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa
Dagskrá

1.Umsókn um niðurrif mannvirkis - Kirkjulækur 3

2310047

Ingibjörg E. Sigurðardóttir óskar eftir heimild til niðurrifs á matshluta 16-0101 að Kirkjulæk 3, L164039.

Byggingarheimild til niðurrifs verður gefin út að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:

- Vottorð um að eignin sé veðbandalaus verði lagt fram.
- Áætlun um meðhöndlun byggingar- og niðurrifsúrgangs verði lögð fram.
- Byggingarstjóri verði skráður á framkvæmdina.

2.Umsögn vegna starfsleyfis - Hótel Skógá

2310060

Heilbrigðiseftirlit suðurlands óskar eftir umsögn vegna umsóknar um starfsleyfi að Skógafossvegi 4.
Skipulags- og byggingarfulltrúarembætti gefur jákvæða umsögn að umrædd starfsemi uppfylli 1.mgr. 14. gr. í reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti og sé í samræmi við skipulag samkvæmt skipulagslögum eða lögum um skipulag haf- og strandsvæða skv. 6. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Þetta staðfestist hér með.

3.Landskipti; Grenstangi lóð G8

2207040

Kristjana Unnur Valdimarsdóttir skilar inn leiðréttum landeignar uppdrætti fyrir Grenstanga, lóð G8.
Skipulags- og byggingarembætti Rangárþings eystra gerir ekki athugasemd við breytingu á lóðinni Grenstanga lóð G8.

4.Umsókn um rekstrarleyfi - Voðmúlastaðir II

2310078

Sýslumaðurinn á suðurlandi óskar eftir umsögn um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokk II C Minna gistiheimili að Voðmúlastaðir II lóð fnr. 222-7305
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athguasemd við veitingu rekstrarleyfis.

Fundi slitið - kl. 10:38.