96. fundur 31. júlí 2023 kl. 10:00 - 12:00 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Þóra Björg Ragnarsdóttir embættismaður
  • Ólafur Rúnarsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Þóra Björg Ragnarsdóttir Fulltrúi skipulags- og byggingaembættis
Dagskrá

1.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Efri-Kvíhólmi 163757 - Flokkur 2,

2306088

Sævar Þorbjörnsson óskar eftir byggingarheimild breytingu á mannvirki að Efri-Kvíhólma L163757, að breyta hestastíum í herbergi skv. meðfylgjandi gögnum.

Freyr Frostason skilar inn uppdráttum dags. 21.júní 2023
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

2.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Austurvegur 14 - Flokkur 1,

2307010

Arctic Circle Hotels ehf. óskar eftir byggingarleyfi fyrir vinnubúðum að Austurvegi 14 skv. meðfylgjandi gögnum.

Valur Þór Sigurðsson skilar inn aðaluppdráttum dags. 3.júlí 2023.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
Veitt er undanþága að staðsetja mannvirki utan byggingarreits, þar sem um tímabundnar vinnubúðir er að ræða.

3.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Réttarmói 9 - Flokkur 1,

2307047

Eyþór Óskarsson óskar eftir byggingarheimild fyrir 78,1 m2 bílskúr við Réttarmóa 9.

Ívar Hauksson skilar inn aðaluppdráttum.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

4.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Mýrarvegur 3 - Flokkur 1,

2307021

Sigurður Brynjar Pálsson óskar eftir byggingarheimild fyrir 15 m2 gestahúsi að Mýrarvegur 3, L195177 skv. meðfylgjandi gögnum.

Knútur Emil Jónsson skilar inn aðaluppdráttum dags. 22.06.2023
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

5.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Litlafit L236237 - Flokkur 1,

2306028

Rent Nordic ehf. óskar eftir byggingarleyfi fyrir 147 m2 gestahúsi á lóðinni Litlafit L236237 í samræmi við uppdrætti, unna af Guðmundur Guðnasyni, dags. 28.mars 2023.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og jákvæða umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

6.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Rauðsbakki 2 - Flokkur 1,

2307018

Hrísey ehf. óskar eftir byggingarleyfi fyrir baðhúsum að Rauðsbakk 2 skv. meðfylgjandi aðaluppdráttum.

Aðaluppdrættir eru eftir Baldur Svavarsson og Arnar Grétarsson, dags. 26.júlí 2023.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

7.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Drangshlíðardalur 3A - Flokkur 1,

2307037

Guðrún Þórey Ingólfsdóttir óskar eftir byggingarheimild fyrir 78,7 m2 frístundarhúsi að Drangshlíðardal 3a, L228996 skv. aðaluppdráttum eftir Svein Valdimarsson dags. 17.júlí 2023.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

8.Umsókn um stöðuleyfi - Welcome Iceland

2307030

Welcome Iceland ehf. óskar eftir heimild fyrir stöðuleyfi skv. meðfylgjandi umsókn.
Stöðuleyfi er veitt til 12 mánaða frá 3.ágúst 2023.

9.Umsókn um stöðuleyfi - Brúnir 1

2307034

Svarið ehf. óskar eftir stöðuleyfi fyrir vinnuskúr að Brúnir 1 skv. meðfylgjandi eyðublaði.
Stöðuleyfi er veitt til 12 mánaða frá 3.ágúst 2023.

10.Umsókn um stöðuleyfi - Dímonarflöt

2307051

Guðjón Baldvinsson óskar eftir stöðuleyfi fyrr frístundarhúsi í smíðum að Dímonarflöt 7 skv. meðfylgjandi umsögn.
Stöðuleyfi er veitt til 12 mánaða frá 3.ágúst 2023.

11.Umsókn um stöðuleyfi - Háeyri

2307059

Jón Viktor Þórðarson óskar eftir stöðuleyfi fyrir frístundahúsi í smíðum að Háeyri, L231231.
Stöðuleyfi er veitt til 12 mánaða frá 3.ágúst 2023.

Fundi slitið - kl. 12:00.