216. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, fimmtudaginn 13. október 2016 kl. 12:00

Mætt:   Ísólfur Gylfi Pálmason, Benedikt Benediktsson, Þórir Már Ólafsson,  Kristín Þórðardóttir, Birkir A. Tómasson, Christiane L. Bahner og Lilja Einarsdóttir, oddviti sem setti fundinn og stjórnaði honum. 
Fundargerð ritaði Árný Lára Karvelsdóttir markaðs- og kynningarfulltrúi. 
Oddviti bauð fundarmenn velkomna um leið og hann leitaði eftir athugasemdum við fundarboðið. Oddviti leitar afbrigða við dagskrá fundarins um að bæta við eftirfarandi dagskrárliðum, dagskrárliður 1, Oddur Víðisson kynnir hugmyndir um fyrirhugaðar breytingar á Austurvegi 4 á Hvolsvelli og dagskrárliður 15, breyting á fundarsetu. 

Gengið var til formlegrar dagskrár:

Erindi til sveitarstjórnar:
1.Oddur Víðisson kynnir hugmyndir um fyrirhugaðar breytingar á Austurvegi 4 á Hvolsvelli.

2.1610019 Nýting á húsnæði Kirkjuhvols. Ólöf Guðbjörg Eggertsdóttir kynnti tillögur sínar um breytingu á nýtingu austasta hluta húsnæðis Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Kirkjuhvols. Í breytingunum er m.a.gert ráð fyrir að breyta húsnæðinu í litlar íbúðir sem hægt væri að leigja út á frjálsum markaði en leigutekjur myndu nýtast til þess að greiða af lánum sem tekin verða vegna viðbyggingar og uppbyggingar Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Kirkjuhvols. Hugmyndin fær jákvæðar undirtektir og verður skoðuð nánar í yfirstandandi fjárhagsáætlunargerð.

3.1609037 156. fundur Byggðarráðs Rangárþings eystra 29.09.16. Oddviti lagði fram fundargerð byggðarráðs sem samþykkt var samhljóða. 

4.1610006 Ósk um lóðarleiguréttindi:  Þórsmörk – Húsadalur og Langidalur 19.09.16. Oddviti lagði fram bréf frá Ferðafélagi Íslands þar sem óskað er eftir að FÍ fái lóðarréttindi við starfsstöðvar sínar í Landadal og Húsadal. Deiluskipulagsferli er ekki lokið og sveitarstjórn vísar erindinu til Skipulagsnefndar. 

5.1610020 Tillaga um fulltrúa ungmennaráðs í nefndir sveitarfélagsins. Oddviti lagði fram tillögu sína og meirihluta sveitarstjórnar um að fulltrúar Ungmennaráðs sveitarfélagsins fái áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétt til setu í nefndum sveitarfélagsins. Sveitarstjórn tekur vel í tillöguna en vísar henni til umræðu í Ungmennaráði.

6.1610017 Umsókn um að halda áramótadansleik í Hvolnum 2016-2017. Oddviti kynnti minnisblað vegna beiðni Andra Geirs Jónssonar um fá að halda árlegan áramótadansleik í Félagsheimilinu Hvoli. Sveitarstjórn samþykkir erindið með þeim skilyrðum að aldurstakmark verði miðað við 18 ár. Ákvörðun um lengd dansleiksins sem og gæslumál skal tekin í samráði við leyfisveitanda og lögreglu.

7.1610015 Beiðni um umsögn sveitarstjórnar vegna fyrirhugaðra kaupa á jörðinni Glæsistöðum. Oddviti kynnti bréf frá Þorsteini Péturssyni þar sem óskað er eftir yfirlýsingu (meðmælum) sveitarstjórnar með vísan til 36. gr. Jarðalaga nr. 81/2004 sbr. Lög nr. 29/2015 vegna fyrirhugaðrar kaupa Ástþórs Antonssonar á jörðinni Glæsistöðum í Rangárþingi eystra. Sveitarstjórn Rangárþings eystra mælir með því að Ástþór Antonsson (kt.191232-3139)fái að nýta kauprétt sinn að jörðinni Glæsistaðir, Rangárþingi eystra.

8.1610012 Fimleikadeild Dímonar.  Beiðni um styrk vegna kaupa á áhöldum. Oddviti lagði fram bréf frá formanni fimleikadeildar Dímonar. Sveitarstjóra falið að ræða við forsvarsmenn fimleikadeildar og Íþróttafélagsins Dímonar enda stendur yfir vinna við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

9.1610021 Nafn á landareign, fasteignanúmer 220-7811. Oddviti lagði fram bréf frá Ásdísi Ólafsdóttur þar sem óskað er eftir að sveitarstjórnin samþykki nafn á landareign hennar með landsnúmerinu 205435 - fasteignanúmer 220-7811. Spildan er 9,6 hektarar. Óskað er eftir að spildan verði skráð „Bót í landi Bólstaðar“. Erindinu vísað til Skipulagsnefndar.

10.1607009 Ósk um breytingu á leigusamningi Seljalandsskóla. Oddviti lagði fram ósk um viðauka við húsaleigusamning milli Nicetravel ehf. kt. 650712-0800 og Rangárþings eystra. Óskin felst í að húsaleigusamningurinn verði til 10 ára og að loknum leigutíma hafi leigutaki forleigurétt. Einnig að samningurinn framlengist sjálfkrafa um eitt ár í senn miðað við 1. apríl ár hvert nema að honum sé sagt upp með 6 mánaða fyrirvara á leigutíma. Samþykkt að bæta forleigurétti í samninginn og sveitarstjóra falið að ganga frá samningi í samræmi við umræður fundarins.
 
Birkir víkur af fundinum

11.1609027 Útleiga á Njálsbúð. Oddviti sagði frá að á 156. fundi byggðarráðs hafi afgreiðslu málsins verið frestað. Sveitarstjóri hefur rætt við báða umsækjendur. Samþykkt samhljóða að hafna öllum tilboðum og auglýsa Njálsbúð til leigu að nýju.

Birkir kemur aftur til fundar
 
12.1610022 Útleiga Fossbúðar. Oddviti lagði fram tilboð í útleigu Félagsheimilisins Fossbúðar en alls bárust fjögur tilboð í leigu hússins. Húsnefnd Fossbúðar hefur fjallað um málið og er fundargerð þess fundar í fundargögnum þessum. Þar er mælt með að taka hæsta tilboði sem er frá núverandi leigutökum Hótel Skóga ehf. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við Hótel Skóga ehf. sem átti hæsta tilboð í leigu á félagsheimilinu Fossbúð, kr. 5.300.000. á ári.

13.1411060 Viðauki vegna framlengingar á rekstrarsamningi Söguseturs. Oddviti kynnti drög að viðauka við rekstrarleigusamningi frá 20. nóvember 2014 við Atgeir ehf. Í viðaukanum er framlag sveitarfélagsins hið sama og verið hefur. Skv. drögunum framlengist leigusamningurinn um eitt ár frá 30. september til 1. október 2017. Fagráð Söguseturs hefur fjallað um viðaukann og mælt með framlengingunni. Fundargerð fagráðsins er hluti af fundargögnum þessa sveitarstjórnarfundar. Viðaukinn samþykktur með 6 atkvæðum LE, ÍGP, BB, ÞMÓ, CLB og KÞ, 1 situr hjá, BAT.

14.Kjörskrá vegna Alþingiskosninganna 29. október 2016. Oddviti lagði fram kjörskrá vegna Alþingiskosninga 2016. Formaður kjörstjórnar hefur yfirfarið kjörskránna. Í Kjördeild 1  eru 549 karlar og 481 kona eða alls 1.030 kjósendur. Í kjördeild 2 eru 93 karlar og 69 konur eða 162 samtals 1.192 í báðum kjördeildum ( Skv. Þjóðskrá eru 1.193 – en ein kona er látin frá þær tölur voru lagðar fram) Sveitarstjórn samþykkir kjörskrána og er sveitarstjóra falið að auglýsa framlagningu hennar. 

15.Tillaga að breytingu á nefndarskipan. Christiane L. Bahner verður aðalmaður í Fræðslunefnd og Aníta Þorgerður Tryggvadóttir varamaður. Í skipulagsnefnd verður Hildur Ágústsdóttir varamaður í stað Christiane L. Bahner. Samþykkt samhljóða.

Fundargerðir:
1.1610002 21. fundur stjórnar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu 27.09.16. Staðfest.
Liður 10. Aukning á starfshlutfalli í Félagsþjónustunni. Samþykkt að ráða félagsráðgjafa í 40% aukið starfshlutfall. Sveitarstjórn samþykkir aukningu um 40%.
2.1610018 Fundargerð 248. fundar Sorpstöðvar Suðurlands 28.09.16. Staðfest.
3.1610016 Fundargerð 175. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands 30.09.16. Lögð fram til kynningar.
4.1610011 Fundargerð Umhverfis- og náttúruverndarnefndar 06.10.16. Staðfest.
5.1610023 Fundargerð Fagráðs Sögusetursins 10.10.16. Staðfest.
6.Fundargerð Húsnefndar Fossbúðar 11.10.16. Staðfest.

Mál til kynningar:

1.1610004 Brunabót: Ágóðahlutagreiðsla 2016, bréf dags. 27.09.16
2.1610014 Innanríkisráðuneytið: Form viðauka við fjárhagsáætlun.
3.1610013 Brú lífeyrissjóður: Hækkun mótframlags launagreiðenda í A-deild Brúar lífeyrissjóðs.
4.1610003 Aukavinna sveitarstjórnarmanna.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:17
Lilja Einarsdóttir             
Ísólfur Gylfi Pálmason
Þórir Már Ólafsson  
Benedikt Benediktsson
Kristín Þórðardóttir              
Birkir A. Tómasson
Christiane L. Bahner