Mætt:   Ísólfur Gylfi Pálmason, Benedikt Benediktsson, Þórir Már Ólafsson,  Kristín Þórðardóttir, Birkir A. Tómasson, Christiane L. Bahner, Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð og Lilja Einarsdóttir, oddviti sem setti fundinn og stjórnaði honum. 
Oddviti bauð fundarmenn velkomna um leið og hann leitaði eftir athugasemdum við fundarboðið. Engar athugasemdir komu fram.

Í upphafi fundar leitaði oddviti eftir samþykki fundarins að bæta 3 liðum á dagskrá. Liður 7 undir fundargerðir,Fundargerð 31. fundar fræðslunefndar. Liður 2 undir mál til kynningar, Trúnaðarmál. Liður 16 í erindi til sveitarstjórnar, Fulltrúi sveitarfélagsins á ársfund Jöfnunarsjóðs.
Fundargerð ritaði Ágúst Ingi Ólafsson. 

Erindi til sveitarstjórnar:
1.1604020 15th World Scout Moot 2017 dags. 31.08.16, styrkbeiðni. 
Sveitarstjórn tekur vel í erindið og felur sveitarstjóra að útfæra tillögur að aðkomu sveitarfélagsins.

2.1609019 Íbúar Norðurgarðs, beiðni um afnot af íþróttahúsinu fyrir þorrablót dags. 31.08.16.  
Sveitarstjórn  tekur vel í erindið en óskar eftir útfærslu á framkvæmdinni með tilliti til salernismála, gólfs, húsgagna og fleiri atriða. Hugmyndin hefur fengið jákvæða umræðu á íbúavefnum.

3.1609002 Ráðstefna ungmennaráða á Suðurlandi, beiðni um tilnefningu.
Tilnefndir eru Christiane L. Bahner  og Ísólfur Gylfi Pálmason.  Til vara Lilja Einarsdóttir og Benedikt Benediktsson.


4.1609003 Kostnaðaráætlun fyrir vatnsmiðlun á Þúfu.
Sveitarstjóra falið að vinna að málinu og leggja fram tillögur fyrir næsta byggðarráðsfund.

5.1609008 Samningur – lagning ljósleiðara undir Eyjafjöllum dags.30.08.16
Samningurinn samþykktur samhljóða. 

Kristín Þórðardóttir og Birkir A. Tómasson bóka eftirfarandi:
Það er ljóst að vinna við verkið er hafin þrátt fyrir að engin formleg samþykkt sveitarstjórnar liggi fyrir, hvorki varðandi þennan þátt uppbyggingar ljósleiðarakerfis í sveitarfélaginu hvað þá aðra.  Eins hefur ekki verið gerður viðauki við fjárfestingaáætlun, eins og lög gera ráð fyrir, enda áætlað framlag til ljósleiðaramála kr. 10.000.000 á þessu ári meðan verksamningur þessi hljóðar upp á tæpar 29.000.000,- Úr þessu þarf að bæta. Hins vegar viljum við framgang málsins sem mestan og samþykkjum því samninginn þrátt fyrir augljósa formgalla á málinu. 

Bókun B-lista.
Í ljósi bókunar fulltrúa D-lista telur meirihluti sveitarstjórnar ástæðu til að benda á að sveitarstjóri og skipulagsfulltrúi hafa upplýst fulltrúa sveitarstjórnar vel og reglulega um framgang málsins sem hefur þurft að ganga hratt og örugglega fyrir sig sökum lítils undirbúningstíma sem gafst af hálfu ríkisins. Sér til fulltingis hafa þeir haft ráðgjafa sem leiðbeint hafa þeim í ferlinu.  Fulltrúar bæði meiri og minnihluta hafa setið formlega og óformlega fundi um málefnið, m.a. með íbúum er málið varðar. 
Einnig bendir meiruhluti á  að öllum kjörnum fulltrúum í sveitarstjórrn er frjálst og skylt að kalla eftir aukafundi sveitarstjórnar telji þeir ástæðu til. Minnt er á að styrkur frá póst og fjarskiptasjóði telur 26.950.000. - auk þess eru á fárhagsáætlun ársins 2016 gert ráð fyrir 10.000.000.-  í verkefnið, svo ljóst er að með smþykkt þessa samnings er ekki verið að fara fram úr fjárheimildum ársins. 

6.1609010 KPMG, drög að samningi um greiningu á fjármálum sveitarfélagsins.
Samningurinn samþykktur samhljóða.

  Kristín Þórðardóttir víkur af fundi og Guðmundur Viðarsson mætir á fundinn.

7.1609012 SASS, ársþing samtaka sunnlenskra sveitarfélaga 20. og 21. október 2016.

Fulltrúar á aðalfund SASS.

Aðalfulltrúar:        Varafulltrúar:
Lilja EinarsdóttirÍsólfur Gylfi Pálmason
Benedikt Benediktsson       Þórir Már Ólafsson
Christiane L. BahnerGuðmundur Ólafsson
Birkir A. TómassonKristín Þórðardóttir

Fulltrúar á aðalfund Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.

Aðalfulltrúar:        Varafulltrúar:
Lilja EinarsdóttirÍsólfur Gylfi Pálmason
Benedikt Benediktsson       Þórir Már Ólafsson
Christiane L. BahnerGuðmundur Ólafsson
Birkir A. TómassonKristín Þórðardóttir


8.Árshlutareikningur Rangárþings eystra 1. janúar til 30. júní 2016.
Ólafur Gestsson, endurskoðandi PWC mætti á fundinn og fór yfir reksturinn.

9.Trúnaðarmál.

10.1609013 Umsókn um að lóð nr. 2 í Langanesi verði skilgreind sem einbýlishúsalóð.
Erindinu vísað til skipulagsnefndar.

11.1605006 Anna Kristín Helgadóttir, leiskólastjóri Arkar, fjárhagsáætlun Leikskólans Arkar 2016.
Sveitarstjóra og skrifstofustjóra falið að greina kostnaðarliði og leggja fyrir sveitarstjórn.

12.1609026  Tillaga um að hefja endurbætur á Austurvegi 4.
Tillagan samþykkt samhljóða.

13.1609027  Erindi vegna útleigu Félagsheimilisins Njálsbúðar.
Tveir áhugasamir hafa sent inn fyrirspurnir.  Sveitarstjóra falið að óska eftir formlegum tilboðum og hugmyndum um notkun húsnæðisins.

14.Ákvörðun um tengigjöld ljósleiðara.
Samþykkt samhljóða að fresta ákvörðun til næsta byggðarráðsfundar.

15.1609020 Minnispunktar um opin svæði og svæði við leik- og grunnskóla.
Staðfest.

16.Ársfundur Jöfunarsjóðs sveitarfélaga 2016.  Samþykkt að Ísólfur Gyfli Pálmason verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum.

17.Ritun byggðasögu – Þorgils Jónasson mætir á fundinn. 
Þorgils fór yfir stöðu verkefnisins skráning ábúenda og húsfólks í Vestur-Landeyjum.
Samþykkt samhljóða að vinna áfram að verkefninu á sömu forsendum og verið hefur.

18.1608048 Fundargerð 44. fundar skipulagsnefndar 1. september 2016

SKIPULAGSMÁL:
1.1608057Útskák – Deiliskipulag
Hinrik Þorsteinsson kt. 110449-3219, leggur fram deiliskipulagstillögu fyrir Útskák í Fljótshlíð. Tillagan tekur til rúmlega 5,8 ha landspildu úr landi Kirkjulækjarkots. Tillagan tekur til afmörkunar 8 frístundalóða og tveggja landskika. Á frístundalóðum verður heimilt að reisa frístundahús, eitt gestahús og eitt geymsluhús. Heildargrunnflötur mannvirkja á hverri lóð getur verið allt að 200m². Á landskikum verður heimilt að reisa íbúðarhús, bílskúr og geymslu/gróðurhús og getur heildar byggingarmagn verið allt að 300m² innan hverrar lóðar. Óskað er eftir því að Rangárþing eystra geri breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins í samræmi við tillöguna. 
Skipulagsnefnd mælist til þess að unnin verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024, til samræmis við tillöguna. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Sveitarstjórn samþykkir að unnin verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024, til samræmis við tillöguna. Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

2.1608055Syðri Hóll – Óveruleg breyting á deiliskipulagi
Gunnar H Sveinbjörnsson kt. 010260-3299, óskar eftir því að gera óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Syðri- og Efri-Hól, Rangárþingi eystra. Breytingin tekur til byggingarreits S1. Í stað heimildar til byggingar þriggja frístundahúsa, samanlagt 360m², verður heimilt að byggja allt að 450m² gistiskála. 
Að mati skipulagsnefndar er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða. Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti deiliskipulagsbreytinguna og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin leggur til að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem að breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en landeiganda og sveitarfélagsins. 
Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagstillöguna og tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr, 123/2010.  Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar að öðru leyti.
3.1608051Hellishólar – Óveruleg breyting á deiliskipulagi
Víðir Jóhannsson, f.h. Hellishóla ehf. kt. 460105-2690, óskar eftir því að gera óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Hellishóla, Rangárþingi eystra. Breytingin tekur til stækkunnar á lóð og byggingarreits gistihúss/hótels. Stækkun lóðar fer úr 11.910m² í 20.263m². Byggingarreitur stækkar til samræmis. Leyfilegt byggingarmagn á lóðinni er 1000m² og helst óbreytt.
Víðir Jóhannsson víkur af fundi við afgreiðslu málsins. Að mati skipulagsnefndar er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða. Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti deiliskipulagsbreytinguna og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin leggur til að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem að breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en landeiganda og sveitarfélagsins.  
Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagstillöguna og tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar að öðru leyti.

4.1605016Fornusandar – Deiliskipulag
Finnbogi Geirsson kt. 101263-5929, óskar eftir heimild til að leggja fram deiliskipulag fyrir hluta af jörðinni Fornusandar, Rangárþingi eystra. Um er að ræða endurbætta tillögu sem tekin var fyrir hjá Vestur-Eyjafjallahrepp á sínum tíma en tók aldrei gildi. Tillagan tekur til afmörkunar lóða og byggingarreita núverandi húsa, auk byggingar þriggja frístundahúsa og gestahúss. Hámarksstærð frístundahúsa er 140m², auk þess er leyfilegt að byggja 40m² aukahús á lóð. Hámarksstærð gestahúss er 60,5m². 
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
Sveitarstjórn heimilar deiliskipulagsgerð og samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og tekur að öðru leyti undir bókun nefndarinnar.
5.1604012Tjaldhólar – Deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan tekur til tæplega 3 ha svæðis úr landi Tjaldhóla. Tillagan tekur til tveggja byggingarreita, annars vegar fyrir stækkun útihúsa og hins vegar fyrir byggingu fjögurra gestahúsa. Tillagan var auglýst frá 3. júní 2016, með athugasemdafresti til 15. júlí 2016. 
Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar og telst hún því samþykkt. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
6.1603064Káragerði – Deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan tekur til um 5 ha svæðis úr jörðinni Káragerði, Rangárþingi eystra. Tillagan tekur til tveggja byggingarreita fyrir íbúðarhús, bílskúr og útihús. Einnig gerir tillagan ráð fyrir nýrri aðkomu frá Landeyjavegi nr. 252. Tillagan var auglýst frá 3. júní 2016, með athugasemdafresti til 15. júlí 2016. 
Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar og telst hún því samþykkt. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
7.1603041Fljótsbakki, Forsæti – Deiliskipulagsbreyting
Deiliskipulagsbreytingin tekur til lóðanna Fljótsbakki A og B sem verða sameinaðar í eina, undir heitinu Fljótsbakki og stærð lands er 4,2 ha. Settur er inn nýr byggingarreitur, B2 þar sem fyrir er frístundahús. Á byggingarreit B1 verður heimilt að byggja íbúðarhús sem getur verið allt að 200m² og bílskúr allt að 100m². Innan byggingarreits B2 verður heimilt að byggja allt að 120m² frístundahús/gestahús auk þess sem heimilt er að byggja allt að 500m² skemmu. Tillagan var aulgýst frá 16. júní 2016, með athugasemdafresti til 28. júlí 2016. 
Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar og telst hún því samþykkt. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.1505005Vesturskák – Deiliskipulag
Hinrik Þorsteinsson kt. 110449-3219, leggur fram deiliskipulagstillögu fyrir Vesturskák úr landi Kirkjulækjarkots. Um er að ræða endurunna tillögu sem var til meðferðar á árunum 2005-2006, en öðlaðist ekki gildi vegna mistaka. Tillagan tekur til um 6 ha svæðis sem er upprunalega úr landi Kirkjulækjarkots. Tillagan tekur til nýbygginga fyrir ferðaþjónustu þar sem lögð verður sérstök áhersla á námskeiðahald og fræðslu. Tillagan gerir ráð fyrir byggingu tveggja, allt að 800m² þjónustuhúsa auk fjögurra gistihúsa allt að 300m². Óskað er eftir því að Rangárþing eystra geri breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins í samræmi við tillöguna.
Skipulagsnefnd mælist til þess að unnin verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024, til samræmis við tillöguna. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir að unnin verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024, til samræmis við tillöguna. Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

ÖNNUR MÁL:
9.1608060Smáratún – Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir vindmyllu
Arndís Soffía Sigurðardóttir f.h. Smáratúns ehf. kt. 410206-0560, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir vindmyllu á jörðinni Smáratún, Fljótshlíð. Um er að ræða 7,7m háa vindmyllu sem framleitt getur allt að 3KW. Orkan sem vindmyllan mun framleiða verður nýtt inn á hitatúpu sem annar kyndingu fyrir hótelbyggingu á jörðinni. 
Framkvæmdin fellur í C flokk í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, liður 3.25. Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur skipulagsnefnd Rangárþings eystra farið yfir tilkynningu og framkvæmdaleyfisumsókn framkvæmdaraðila. Niðurstaða skipulagsnefndar er að framkvæmd við uppsettningu á vindmyllu í Smáratúni sé ekki líkleg til að haf í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið laga nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt skv. 1. og 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
Sveitarstjórn samþykkir leyfisveitinguna.
Fundargerðin samþykkt samhljóða í heild sinni.

Fundargerðir:
1.1609024 25. fundur Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar 31.08.16. Sveitarstjóra falið að kanna liði er varða fjárhagsáætlun og lið 3 félagsmiðstöðina og upplýsa sveitarstjórn um framgang mála.  Fundargerðin lögð fram.
2.1609007 36. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu 29.08.16 Staðfest.
3.1609011 20. fundur stjórnar byggðarsamlagsins  Bergrisans 24.08.16 Staðfest.
4.1609016 Aðalfundur Hulu bs. 16.08.16 Staðfest.
5.1609015 Stjórnarfundur Hulu bs. 16.08.16 Staðfest.
6.1609028 174. fundur Heilbrigðisnefnd Suðurlands 19.08.16 Staðfest.
7.31. fundur fræðslunefndar 07.09.2016 Staðfest.

Mál til kynningar:
1.Trúnaðarmál.
2.1609009  Samband íslenskra sveitarfélaga 26.08.16, úthlutun úr Námsgagnasjóði 2016.
3.1606072 Sýslumaðurinn á Suðurlandi, leyfisbréf Sokhothai ehf. 24.08.16
4.1606030 Sýslumaðurinn á Suðurlandi, leyfisbréf Veiðihús ehf. 23.08.16
5.Aukavinna sveitarstjórnarmanna.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:04


Lilja Einarsdóttir              
Ísólfur Gylfi Pálmason
Þórir Már Ólafsson 
Benedikt Benediktsson                                                                 
Kristín Þórðardóttir              
Birkir A. Tómasson
Christiane L. Bahner  
Guðmundur Viðarsson