Sveitarstjórn Rangárþings eystra

Fundargerð

197. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins, Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, fimmtudaginn 12. mars 2015  kl. 12:00


Mætt: Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, Þórir Már Ólafsson, varamaður Aðalbjargar Rúnar Ásgeirsdóttur, Benedikt Benediktsson, Birkir A. Tómasson,  Kristín Þórðardóttir, Christiane L. Bahner,  Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri, sem ritaði fundargerð og Lilja Einarsdóttir, oddviti sem setti fundinn og stjórnaði honum.
Lilja Einarsdóttir, oddviti bauð fundarmenn velkomna um leið og hún leitaði eftir athugasemdum við fundarboðið. 


Fundargerð ritaði Ágúst Ingi Ólafsson.


Erindi til sveitarstjórnar:


1.Bréf Páls Andréssonar dags. 17.02.15 varðandi merkingar. 
Bókun: Sveitarstjórn tekur vel í hugmyndina og felur sveitarstjóra að kanna kostnað við verkefnið.
Samþykkt samhljóða.

2.Tillaga um almennt leiguhúsnæði í Rangárþingi eystra.

Ekki er hægt að samþykkja tillöguna þar sem ákvæði húsaleigulaga heimila ekki slíka takmörkun á réttindum leigutaka og tillagan því felld.

3.Erindi til sveitarstjórnar frá fulltrúa L-lista varðandi almennt leiguhúsnæði.

Tillögunni frestað og sveitarstjóra falið að taka saman upplýsingar um leiguhúsnæði í eigu sveitarfélagsins.

4.Bréf Olgu Elísu Guðmundsdóttur dags. 03.03.15

Erindinu hafnað samhljóða.

5.Bréf Þjónustuhóps aldraðra dags. 16.02.15

Dagdvalir í Rangárþingi v. erindis til sveitarstjórnar, bréf dags 16.02.2015
Fyrir liggur í Rangárþingi eystra að byggt verði við hjúkrunar- og dvalarheimilið Kirkjuhvol í allra nánustu framtíð.  Sótt var um í framkvæmdasjóð aldraðra nú í febrúar 2015 bæði til nýframkvæmda og endurbóta eldra húsnæðis.  Svar hefur enn ekki borist, en við erum bjartsýn.  Framkvæmdin mun snúa að því að byggja nýja hjúkrunardeild, sem mun leysa af hólmi eldra húsnæði sem er óhagstætt til slíkrar notkunar. Stefnan er að nýta eldra húsnæði til dagdvalar, sem og fyrir félagsstarf eldri borgara, en þessi starfsemi gæti átt samleið varðandi afþreyingu og samveru.  
Varðandi þörf, sýnist okkur að framboðið sé í samræmi við þörf eins og staðan er hjá okkur í dag. Það er hins vegar á höndum ríkisins að úthluta rýmum fyrir dagdvalarrými eins og önnur rými, og hefur gengið erfiðlega að öðlast skilning í þeim efnum og oftar en ekki fáum við synjun á viðbótarrými þegar við höfum óskað eftir, þrátt fyrir að mannfjöldaspár séu lagðar fram í rökstuðningi.  Við stefnum þrátt fyrir það að því að byggja upp og reyna að svara hinni vaxandi þörf.  
Sveitarstjóra falið að svara bréfritara.


6.Bréf Dóru Sigurðardóttur og Aðalsteins Tryggvasonar dags. 23.02.15, ósk um að taka bragga að Austurvegi 4 á leigu.
Sveitarstjóra falið að ræða við bréfritara, en sveitarstjórn telur eðlilegt að auglýsa húsnæðið til leigu þegar það losnar.

7.Bréf Valborgar Jónsdóttur dags. 08.03.15, beiðni um leigu á húsnæði sveitarfélagsins þar sem sveitamarkaðurinn hefur verið starfandi. Sveitarstjóra falið að ræða við bréfritara, en sveitarstjórn telur eðlilegt að auglýsa húsnæðið til leigu þegar það losnar.

8.Erindi er varðar lóðaúthlutun fyrir kirkju og menningarhús á Hvolsvelli. Sr. Halldór Gunnarsson kemur til fundarins. Sr. Halldór Gunnarsson mætti á fundinn kl. 14:05 og fór yfir undirbúning kirkjubyggingar á Hvolsvelli og vék af fundi kl. 15:05.
 Tillaga um að erindinu verði frestað til næsta fundar. Tillagan samþykkt með 5 atkv.gegn 2 atkv. KÞ og BAT.



9.Tillaga D-lista um svæði á heimasíðu sveitarfélagsins helgað sveitarstjórnarmálum.
Samþykkt að nýta íbúavef sveitarfélagsins sem vettvang fyrir málefni af þessu tagi og blása til sóknar á notkun vefsins.


Gert er fundarhlé kl. 12:55 til að taka á móti lögreglustjóra Suðurlands og starfsmönnum. 
Fundur settur að nýju kl. 13:41


10.Erindi til sveitarstjórnar frá fulltrúa L-listans.  Lagt er til að úttekt verði gerð á rekstri áhaldahúss.
Sveitarstjóra falið að ræða við skipulagsfulltrúa um að gera samantekt á starfssemi Áhaldahússins.

11.Njálurefill, bréf dags. 06.03.15, beiðni um að greiða laun starfsmanns í refilsstofu á sama tíma og Sögusetrið er opið.
Sveitarstjórn tekur vel í erindið og sveitarstjóra falið að ræða við Vinnumálastofnun og forsvarsmenn Njálurefilsins.

12.Ráðning skólastjóra.  Tillaga að nefnd sem fer yfir umsóknir og gerir tillögu um  
ráðningu.
Ákveðið að allir sveitarstjórnarfulltrúar komi að ráðningu skólastjóra.  Auk þess verði formaður fræðslunefndar áheyrnarfulltrúi.

13.30. fundur skipulagsnefndar Rangárþings 05.03.15

SKIPULAGSMÁl

1503004Steinar 2 og 3 - Landskipti
Atli Pálsson kt. 181184-3029, fh. Jöklar og fjöll ehf. Kt. 440214-0610, óskar eftir því að skipta tveimur lóðum út úr jörðinni Steinar 2 og 3 ln. 163723, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landnot ehf. Dags. 25.02.2015. Lögbýlisréttur mun áfram fylgja jörðinni Steinar 2 og 3 ln. 163723. 
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin. Varðandi nýjar tengingar við þjóðveg, er landeiganda bent á að hafa samráð við Vegagerð. Einnig er bent á að skv. aðalskipulagi Rangárþings eystra er stefnt að því að fjölga ekki nýjum tenginum við þjóðveg, heldur nýta núverandi heimreiðar. 
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og tekur undir ábendingar skipulagsnefndar. 

1502043Ormsvöllur 9 - Lóðarumsókn
Hákon Mar Guðmundsson f.h. Húskarla ehf. kt. 670505-1700, óskar eftir að fá endurnýjaða lóðarúthlutun fyrir lóðinni Ormsvöllur 9 á Hvolsvelli. 
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við úthlutun lóðarinnar. 
Sveitarstjórn samþykkir úthlutun lóðarinnar. 

1502042Sólbakki 11 – 13 – Lóðarumsókn
Hákon Mar Guðmundsson f.h. Húskarlar ehf. kt. 670505-1700, óskar eftir því að fá úthlutað parhúsalóðinni  Sólbakki 11-13 á Hvolsvelli.  
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við úthlutun lóðarinnar. 
Sveitarstjórn samþykkir úthlutun lóðarinnar.

1501013Heimaland/Seljalandsskóli – Deiliskipulagsbreyting
Um er að ræða breytingu á gildandi deiliskipulagi svæðisins sem staðfest var 20.
desember 2001. Með deiliskipulagsbreytingunni eru skilgreindar lóðir undir núverandi 
byggingar á svæðinu. Byggingarreitir eru afmarkaðir og skilmálar eldra deiliskipulags 
uppfærðir. Tillagan er unnin af Landform ehf fyrir Rangárþing eystra. Tillagan er sett 
fram á uppdrætti ásamt greinargerð dags. 2. mars. 2015. 
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem um er að ræða breytingu á gildandi skipulagi og allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra. 
Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 


ÖNNUR MÁL:
 1502030Hvolsvegur 15 – Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr
Einar Þór Árnason kt. 231050-3459, sækir um byggingarleyfi fyrir bílskúr á lóðinni Hvolsvegur 15, skv. Meðfylgjandi uppdráttum unnum af Verkfræðistofu Hauks Ásgeirssonar, dags. 09.02.15. Einnig er sótt um leyfi til að fjarlægja núverandi skúr mhl.02 sem stendur á lóðinni. 
Lilja Einarsdóttir víkur af fundi við afgreiðslu málsins. Skipulagsnefnd  felur byggingarfulltrúa að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lilja Einarsdóttir víkur af fundi við afgreiðslu málsins. 
Sveitarstjórn samþykkir að fela byggingarfulltrúa að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010


Fundargerð skipulagsnefndar samþykkt í heild sinni.

Fundargerðir Rangárþings eystra og samstarfs sveitarfélaga:


1.12. fundur menningarnefndar 23.02.15, ásamt drögum að erindisbréfi menningarnefndar. Fundargerðin staðfest. Erindisbréf staðfest að undanskildum síðari málslið viðauka og breytingartillögu nefndarinnar á 6. tl. 3.gr.
2.164. stjórnarfundur Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. 25.02.15  Fundargerðin er staðfest að undanskildum 2. tölulið.
3.25. fundur Fræðslunefndar 09.03.15  Fundargerðin staðfest.
4.239. fundur Sorpstöðvar Suðurlands 02.03.15 Fundargerðin staðfest.
   
Mál til kynningar:
1.Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið bréf dags. 20.02.15, úthlutun á styrk. 
Samþykkt að senda bréfið til Markaðs- og atvinnumálanefndar til kynningar.

2.Vinnumálastofnun, bréf dags. 25.02.15, virkjum hæfileikana. Erindið sent Velferðarnefnd til kynningar. Sveitarstjóra falið að ræða við félagsmálastjóra um hugsanleg verkefni.


3.Vegagerðin, bréf dags. 11.02.15, umsókn um styrk úr styrkvegasjóði. Samþykkt að senda bréfið til samgöngu- og umferðarnefndar til kynningar.


4.Innanríkisráðuneytið, bréf dags. 26.02.15, upplýsingar um úthlutanir og uppgjör framlaga úr Jöfnunarsjóði 2014. 


5.Vinnublöð varðandi börn á leikskólaaldri í dreifbýli. 
6.Uppgjör á málefnum fatlaðs fólks á Suðurlandi 2014.
7.Boðun XXIX. Landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga í Salnum í Kópavogi 17. apríl 2015.
8.Fundargerð 826. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 27.02.15
9.Landbótaáætlun 2015-2024.  Almenningar í Rangárþingi eystra.
10.Aukavinna sveitarstjórnarmanna.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:14

____________________              _______________________
Lilja Einarsdóttir                             Ísólfur Gylfi Pálmason
                                  
______________________             ______________________
Þórir Már Ólafsson                 Benedikt Benediktsson
                                                                 
_______________________                    _______________________    
Birkir A. Tómasson                            Kristín Þórðardóttir

_______________________ 
Christiane L. Bahner