6. fundur jafnréttisnefndar Rangárþings eystra, 12. Janúar 2015 haldinn í Pálsstofu, Hvoli kl. 20:30 -21:46
Jóhanna setur fundinn og býður fundarmenn velkomna. Mætt eru: Eggert Rúnar Birgisson, Erla Berglind Sigurðardóttir, Harpa Mjöll Kjartansdóttir og Jóhanna Elín Gunnlaugsdóttir.

Dagskrá fundar:
1.Erindi.
Í kjölfar tillögu sem jafnréttisnefnd sendi sveitarstjórn um ójöfn kynjahlutföll í nefndum var ákveðið að Eggert Birgisson kæmi inn í jafnréttisnefnd í stað Erlu Berglindar Sigurðardóttur. Nefndin fer þess á leit að sveitastjórn muni í kjölfarið vinna að því að finna karlmann sem varamann fyrir Eggert. Eggert tekur við sem ritari jafnréttisnefndar.
2.Erindi.
Fjallað um fundargerð síðasta fundar og tekið fyrir svarbréf sveitastjórnar við tillögum frá jafnréttisnefnd. Nefndin fagnar jákvæðum viðbrögðum frá sveitastjórn við hugmyndum okkar um samstarf sveitafélaganna við innleiðingu jafnréttisáætlunnar. 
Ræddum jafnframt um hugmyndir okkar að hugsanlegu samstarfi. Næsta skref væri að hafa samband við nágranna sveitarfélög og kanna áhuga.
3.Erindi.
Ræddum nauðsin þess að nefndarmenn fái námskeið í fundarsköpum.
4.Erindi.
Allir nefndarmenn stefna að því að fara á námskeið hjá Hönnu Björg Vilhjálmsdóttur varðandi jafnréttismál, sem haldið verður á vegum skólaþjónustunnar, þann 19. Febrúar kl: 13-17.
Sveitastjórnarmenn og fræðslunefndarfulltrúar eru einnig kvattir til að mæta.
5.Erindi.
Í lok fundar þökkum við Erlu Berglindi fyrir gott samstarf og vinnu.
Ekki fleira tekið fyrir, fundi slitið.