154. fundur Byggðarráðs Rangárþings eystra


154. fundur Byggðarráðs Rangárþings eystra  haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, fimmtudaginn 21. júlí 2016 kl. 13.00

Mætt: Kristín Þórðardóttir, Lilja Einarsdóttir, og Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri og formaður byggðarráðs sem setti fund og stjórnaði honum, Lilja Einarsdóttir ritaði fundargerð. Christíane L. Bahner boðaði forföll en hún er áheyrnarfulltrúi.


Erindi til byggðarráðs:


1.1601030 Fossbrún, kauptilboð.
        Sveitarstjóri lagði fram tilboð sem gert hefur verið í húseignina Fossbrún í Austur – Landeyjum.         Byggðarráðið samþykkir tilboðið og felur sveitarstjóra að ganga frá samningum og undirrita hann. 

2.1606028 Samningur milli HS Veitna hf. og Rangárþings eystra um kaup á fersku vatni. Sveitarstjóri lagði         fram samninginn en hann hefur áður komið fyrir sveitarstjórn. Byggðarráð samþykkir samninginn. 

3.1607009 Nicetravel ehf.: Ósk um breytingu á leigusamningi v. Seljalandsskóla.
        Sveitarstjóri lagði fram óskir fyrirtækisins Nicetravel um breytingu á leigusamning við Seljalandsskóla.         Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins og felur sveitarstjóra að ræða við leigjendur í samræmi         við umræður á fundinum.

4.1607021 Tillaga fulltrúa D-lista vegna ljósleiðaravæðingar Rangárþings eystra.
        Lagt er til að hafist verði handa við hönnun lagnaleiða fyrir ljósleiðara í Fljótshlíð, Landeyjum        og         dreifbýli í Hvolhreppi hinum forna.
        Ráðinn verði verkefnastjóri sem haldi utan um ljósleiðaravæðingu ofangreindra svæða og komi því til         leiðar að verkefnið verði hæft til styrkumsóknar úr fjarskiptasjóði eigi síðar en 1. september n.k. 

        Greinargerð:
        Ljósleiðaravæðing Eyjafjalla er hafin að frumkvæði áhugasamra íbúa. Ekki virðist vera um þær fjárhæðir         að ræða að skipti meginmáli fyrir fjárhag sveitarfélagsins samanborið við þá byltingu sem verður á         lífsgæðum íbúa og fjölgun atvinnutækifæra. Mikilvægt er að hraða verkefninu sem frekast er kostur þannig         að möguleikar sveitarfélagsins til styrkveitinga verði sem bestir. 

        Byggðarráð tekur heilshugar undir tillöguna enda hafa bæði skipulagsfulltrúi og sveitarstjóri um nokkurt         skeið unnið að málinu m.t.t. þess að fá sérfræðing til þess að stýra þessu verki og upplýst sveitarstjórn         reglulega um gang mála. Einnig er þegar búið að grófteikna lagnaleiðir í öllu sveitarfélaginu. Þá hafa         fulltrúar Neyðarlínunnar verið afar hjálplegir og leiðbeinandi varðandi málið. Nauðsynlegt er einnig að         ákveða hvert inntökugjald hjá notendum á að vera. Opnuð voru tilboð í uppbyggingu og rekstur         ljósleiðarakerfis undir Eyjafjöllum í morgun. Tvö fyrirtæki buðu í reksturinn Míla ogVodafone. Verið er að         fara yfir tilboðin.

5.1607022 Fyrirspurn fulltrúa D-lista um gjaldtökumál við Seljalandsfoss og Skógafoss.

        Hvað líður gjaldtökumálum á ofangreindum stöðum?

        Greinargerð:
        Ljóst er að gjaldtaka er ekki hafin þrátt fyrir að tillaga um slíkt hafi verið samþykkt í sveitarstjórn þann 8.         október 2015. Áður hefur verið spurt út í málið en litlar fréttir borist frá sveitarstjóra. Því er enn spurt hvað         þessum málum líði og hvenær menn ætli sér að hefja gjaldtöku? Ljóst þykir, að með aðgerðaleysi því sem         einkennt hefur framgang málsins til þessa, hafa umtalsverðar tekjur farið forgörðum.

        Sveitarstjóri hefur leitað leiða varðandi gjaldtöku við Seljalandsfoss. Það hafa reyndar margir aðrir aðilar         gert varðandi gjaldtöku á ferðamannastöðum vítt og breytt um landið.   Sveitarstjóri er m.a. í vinnuhópi sem         skipaður hefur verið af stjórn Sambands íslenskra sveitarfélag sem leitar leiða í þessum efnum. Enn hefur         deiliskipulag ekki verið samþykkt fyrir Seljalands- og Hamragarðasvæðið. Deiliskipulagstillangan er í         auglýsinga- og athugasemdaferli. En í deiliskipulagstillögu er gert ráð fyrir varanlegu sameiginlegu         bílastæði og þjónustumiðstöð. Sveitarstjóri hefur nú í sumar kynnt sér búnað þann sem notaður er m.a. á         Þingvöllum, þar virðist búnaðurinn virka vel á malbikuðum og tilbúnum bílastæðum, en ekki nægilega vel á         malarbílastæðum og svæðum sem eru ekki eins afmörkuð. Auk sveitarfélagsins eru fjögur býli þ.e.         Seljalandsbæir og Seljalandssel eigendur þessa lands og nauðsynlegt að við getum náð sem mestri         samstöðu um málið.  Til þess að gjaldtaka geti hafist verðum við að koma þessum framtíðarmálum á         hreint. 

        Á sama hátt eru Héraðsnefndir Rangárvallasýslu og Vestur Skaftafellssýslu eigendur jarðarinnar Ytri         Skóga. Þar er einnig unnið að deiliskipulagstillögu varðandi fullnaðarfrágang bílastæða og nauðsynlegt að l        júka málinu sem fyrst. 

6.1607084 Leigusamningur milli S24 búfélags og Rangárþings eystra um skólahúsnæði Gunnarshólma.
        Eitt tilboð barst í skólahúsnæðið Gunnarshólma.
        Sveitarstjóri lagði fram drög að leigusamningi varðandi leigu á grunnskólahluta Félagsheimilisins         Gunnarshólma. Samningurinn er til fimm ára. Byggðarráð samþykkir samninginn. 

        Bókun Kristínar Þórðardóttur, fulltrúa D-lista
        Ég greiði atkv. með samþykkt þessa samnings. Því sjónarmiði skal þó haldið til haga að gefa hefði mátt         meira svigrúm í aðdraganda samningsgerðar. 


Fundargerðir

1.1607081 Fundargerðir Fjallskilanefndar Fljótshlíðar, 5 fundargerðir frá janúar – júlí 2016.
        Byggðarráð samþykkir fundargerðirnar 
2.1607083 173. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands 01.06.16.
        Byggðarráð samþykkir fundargerðina.

Mál til kynningar

1.Tilboð í viðbyggingu við Hjúkrnar- og dvalarheimilið Kirkjuhvol, Hvolsvelli. 
        Kostnaðaráætlun við verkið er 595.393.580.- kr. 
        Tré og straumur ehf. 436.666.315.- kr. 
        Já verk 508.330.552.- kr. 
        Smíðandi 530.812.496.- kr. 
        Krappi ehf. 572.170.714.- kr. 
        Verið er að fara yfir tilboðin. 
2.1601017 Úthlutun úr styrkvegasjóði 2016.

3.1607016 Úthlutun úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2016.

4.1607018 Kynning á tilraunaverkefni um rafræna íbúakosningu.

5.1607019 Héraðsnefnd Rangæinga: Samþykki á málalykli fyrir stjórnsýslu Rangárþings eystra.

6.1607020 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Kæra vegna samþykkts deiliskipulags fyrir         Rauðsbakka.

7.1512052 Leyfisbréf vegna Gamla fjósið.

8.1606034 Leyfisbréf vegna Skógar Apartment.

9.1606069 Leyfisbréf vegna Nicehostel Seljalandsfoss.

10.1606072 Leyfisbréf vegna Gallerý Pizza.

11.1607001 Leyfisbréf vegna North Star Cottage.

12.1607017 Leyfisbréf vegna Guesthouse Mið Mörk.

13.1607023 Leyfisbréf vegna Hrútafell Guesthouse.

14.1607014 841. Stjórnarfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga 24.06.16.




Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14.00


__________________________________________________
Ísólfur Gylfi PálmasonLilja Einarsdóttir



________________________
Kristín Þórðardóttir