4. Fundur haldinn af Jafnréttisnefnd Rangárþings eystra 13. Október 2014 í Litla sal Hvoli  kl. 20:00

Mættar voru, Lilja Einarsdóttir, Harpa Mjöll Kjartansdóttir, Erla Berglind Sigurðardóttir, Jóhanna Elín Gunnlaugsdóttir
Lilja setti fundinn


Jóhanna er kosin formaður og stýrir fundi. Erla Berglind kosin ritari, Harpa Mjöll varaformaður.
Lilja vék af fundi.


Jafnréttisáætlun – hugmyndir um verklag ræddar
Rýnt í þá stefnu sem til er og ákveðið að byggja á henni þótt ýmsu þurfi að bæta við.
Vinna þarf stefnu í samræmi við Evrópusáttmála um jafna stöðu kvenna og karla í evrópskum sveitarfélögum, gera þarf aðgerðaráætlun hvernig skal framkvæma ákvæði samningsins. Forgangsraða þarf markmiðum og gera tímaramma.  
Jafnréttisstefna ætti að samanstanda að markmiðum og framkvæmdaráætlun. 
Virkja þarf bæði skólastig sveitarfélagsins sem og aðra vinnustaði með í gerð þessarar stefnu. 
Nefndarmenn eru skráðir á fræðslufund um jafnréttismál og jafnréttisfræðslu í leik- og grunnskólum  23. október nk. kl. 14 – 16. Fyrirlesari er Hanna Björg Vilhjálmsdóttir 
Einnig var ákveðið að hafa samband við Jafnréttisstofu og kanna þann möguleika að fá ráðleggingar. Formaður tók að sér að gera það


Erindisbréf Jafnréttisnefndar
Gerðar voru athugasemdir varðandi orðalag og nefndarmenn komu sér saman um að rýna betur í bréfið áður en það yrði samþykkt. 


Næsti fundur ákveðinn þann 27. Október kl 20:00
Fundi slitið kl 21:45