184. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, fimmtudaginn 13. mars 2014 kl. 12:00
Mætt:   Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, Lilja Einarsdóttir, Guðlaug Ósk Svansdóttir,  Kristín Þórðardóttir,  Elvar Eyvindsson, Guðmundur Ólafsson,  Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri  og Haukur G. Kristjánsson, oddviti sem setti fundinn og stjórnaði honum. 

Oddviti bauð fundarmenn velkomna um leið og hann leitaði eftir athugasemdum var ið fundarboðið. Engar athugasemdir komu fram.
Fundargerð ritaði Ágúst Ingi Ólafsson.

Erindi til sveitarstjórnar:
1. Sveitarstjórnarkosningar 2014, kjördeildir, kjörstjórnir og framlög til framboða.

2. Kosning kjörstjórna eftir kjördeildum:
        Lögð fram eftirafarandi tillaga um kjörstjórnir:

Yfirkjörstjórn
Aðalmenn:               Varamenn:
Helga Þorsteinsdóttir, formaður Pétur Halldórsson
Bára Sólmundsdóttir Brynjólfur Bjarnason
Árni Þorgilsson Haraldur Konráðsson

Breytingin á yfirkjörstjórn felst í því að Ásgeir Árnason hættir sem formaður og Helga Þorsteinsdóttir tekur við og Ómar Halldórsson hættir sem varamaður og Pétur Halldórsson tekur við.  Ekki er önnur breyting á nefndinni frá júní 2010.

Kjördeild 1 í Félagsheimilinu Hvoli
Aðalmenn:                Varamenn:
Ágúst Kristjánsson, formaður Guðjón Einarsson
Auður Friðgerður Halldórsdóttir Jórunn Jónsdóttir
Guðrún Ósk Birgisdóttir Sigurður Sigurðsson

Kjördeild 2 í Félagsheimilinu á Heimalandi
Aðalmenn:                   Varamenn:
Baldur Björnsson, formaður Guðrún Inga Sveinsdóttir
Guðmundur Viðarsson Birna Viðarsdóttir
Ragna B. Aðalbjörnsdóttir Berglind Hilmarsdóttir

Yfirkjörstjórn og kjörstjórnir kjördeilda samþykktar samhljóða.

Tillaga að greiðslum til stjórnmálasamtaka vegna framboðs til sveitarstjórnar 
Rangárþings eystra 2014.  
Samþykkt að heildarfjárhæð greiðsla verði kr. 1.290.000,- sem skiptist eftir atkvæðamagni í síðustu kosningum. 

3. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli, bréf dags. 25.02.14, umsögn vegna leyfis skv. lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald sem og reglugerð nr. 585/2007.  Feraðfélagið Útisvist kt. 420475-0219 sækir um leyfi fyrir gististað í flokki II að Goðalandi í Þórsmörk. Samþykkt.


4. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli, bréf dags. 25.02.14, umsögn vegna leyfis skv. lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald sem og reglugerð nr. 585/2007. Hólmabær efh. kt. 471210-0990 sækir um leyfi fyrir gististað í flokki II að Dalsseli, Rangárþingi eystra. Samþykkt.


5. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli, bréf dags. 25.02.14, umsögn vegna leyfis skv. lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald sem og reglugerð nr. 585/2007. Eyja Þóra Einarsdóttir kt. 270155-3839 sækir um leyfi fyrir gististað í flokki V og veitingastað í flokki II, að Hótel Skógafossi, Rangárþingi eystra. Samþykkt.


6. Fundargerð 128. fundar byggðarráðs Rangárþings eystra 27.02.14. Staðfest.


7. Bréf Örnu Þallar Bjarnadóttur og Brynju Erlingsdóttur dags. 03.03.14, styrkbeiðni venga hátíðarinnar Hvolsvöllur.is þann 28. júní 2014.
Sveitarstjórn tekur vel í erindið og ákveður að styrkja það með svipuðum hætti og undanfarin ár.

8. Fundargerð 18. fundar skipulagsnefndar Rangárþings eystra 06.03.

SKIPULAGSMÁL
1403002 Heimatún 1 - Landskipti
Óskar Pálsson og Aðalbjörn Páll Óskarsson, óska eftir að stofna 26m² lóð úr lóðinni Heimatún 1 ln. 200645. Um er að ræða lóð sem leigð verður RARIK undir spenni sem nú þegar hefur verið settur upp.  
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin. 
1402022 Svaðbælisá – Framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku
Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku úr farvegi Svaðbælisár undir Eyjafjöllum. Til stendur að vinna 10 – 15 þúsund m³ af klæðningarefni fyrir vegagerð. Umrædd efnisnáma er skilgreind á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2003 – 2015. 
Sveitarstjórn samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis fyrir efnistöku úr farvegi Svaðbælisár. Skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdarleyfi þegar leyfi landeiganda og umsagnir umsagnaraðila liggja fyrir. 
Fundargerð 18. fundar skipulagsnefndar Rangárþings eystra staðfest að öðru leyti. 


9. Fjallskilanefnd Fjótshlíðar, tölvubréf dags. 10.03.14, beiðni um styrk til uppgræðslu á Fljótshlíðarafrétti samkvæmt uppgræðsluáætlun fyrir afréttinn.
Samþykkt að veita styrk kr. 300.000,-


10. Skeiðvangur, bréf dags. 28.02.14, beiðni um styrk til reksturs reiðhallarinnar.
 Samþykkt að veita styrk kr. 204.000,-


11. Gjaldtaka á ferðamannastöðum – umræður – upplýsingar.  Sveinn Kristján Rúnarsson, fulltrúi í nefnd um gjaldtöku á ferðamannastöðum mætir á fundinn.


12. Katla jarðvangur – Steingerður Hreinsdóttir kynnir framvindu verkefnisins.


13. Tillaga D-lista um gjaldtöku á ferðamannastöðum í sveitarfélaginu. Eftir umræður í sveitarstjórn drógu fulltrúa D-listans tillöguna til baka og sveitarstjórn sameinaðist um eftirfarandi tillögu.

Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir að leita leiða til að hefja megi gjaldtöku á  í sveitarfélaginu. Settur verði á laggirnar starfshópur sem hefji viðræður við aðra landeigendur í sveitarfélaginu og sveitarfélögin í Kötlu jarðvangi.
Hópinn skipi þrír fulltrúar; einn frá hverjum lista sem fulltrúa á í sveitarstjórn, sveitarstjóri starfar með hópnum. Skal starfshópurinn hafa heimildir til að kveðja á fund sinn sérfræðinga eftir því sem þurfa þykir.
Hópinn skipa: Guðlaug Ósk Svansdóttir, Kristín Þórðardóttir og Guðmundur Ólafsson. 
Tillagan samþykkt samhljóða.


14. Tillaga fulltrúa D-lista vegna ljósleiðaravæðingar í dreifbýli.

Sveitarstjórn samþykkir að leita formlega eftir samstarfi við RARIK svo leggja megi ljósleiðarastreng eða -rör samhliða yfirstandandi vinnu RARIK við lagningu rafmagnsstrengja í jörð.

Greinargerð:
Eitt brýnasta málefni hinna dreifðu byggða er fjarskiptasamband og ljóst er að nú er svo komið að slæmt fjarskiptasamband (internet) hamlar búsetu fólks í dreifbýli. Þessari þróun þarf að snúa við og þarf sveitarfélagið að gerast öflugur liðsmaður þeirra sem við slíkar aðstæður búa og leita allra ráða svo flýta megi ljósleiðaravæðingu hinna dreifðu byggða sveitarfélagsins.
Með því að nota tækifærið og leggja t.a.m. ljósleiðararör niður um leið og jarðstrengur er plægður niður sparast umtalsverðir fjármunir vegna jarðvinnu auk þess sem jarðrask minnkar og hönnunarkostnaður kann að sparast.

Tillagan samþykkt samhljóða

Upplýsingar frá sveitarstjóra
Þegar hefur sveitarstjóri  leitað formlegs samstarfi við RARIK svo leggja megi rör fyrir ljósleiðarastrengi   þegar RARIK er að leggja strengi í jörð. Hins vegar verður að vera alveg skýrt hver kostnaður er við röralögnina áður en til framkvæmda er farið.  Þetta hefur bæði verið rætt á fundum og með tölvupósti m.a.frá 20 febrúar s.l. í framhaldi af fundi um ljósleiðaramál á Heimalandi.  Fram hefur komið í byggðaáætlun ríkisstjórnarinnar að ljósleiðaravæða dreifbýli  Íslands. Mikilvægt er að kostnaður sem fellur til við framkvæmdina falli sem minnst á íbúa og viðkomandi sveitarfélög.  Þá hefur einnig verið rætt um að Fjarskiptasjóður mæti þessum kostnaði.

 
15. Ákvörðun sveitarstjórnar um að veita byggðasamlagi sem sveitarfélagið er aðili að, veð í tekjum sveitarfélagsins vegna lántöku byggðasamlagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga:
Rangárþing eystra kt. 470602-2440 samþykkir hér með að veita veð í tekjum sveitarfélagsins vegna lántöku Félags og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 8.000.000 kr., í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum og eru meðfylgjandi fundargerð þessari. Er veðsetning þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.  Lán Félags og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu er tekið til að að fjármagna fjármagna stofnkostnað við skólaþjónustu lántaka ásamt bifreið félagsþjónustu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. 
Jafnframt er Ísólfi Gylfa Pálmasyni kt. 170354-3039, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að samþykkja f.h. Rangárþings eystra veitingu ofangreindrar veðtryggingar og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu tryggingar þessarar.
Bókunin samþykkt samhljóða.

Fundargerðir samstarfs sveitarfélaga á suðurlandi
1. 477. fundur stjórnar SASS 20.02.14

Mál til kynningar:

1. Bréf til Vegagerðarinnar dags. 11.02.14 vegna Landeyjahafnar.
2. Svarbréf frá Vegagerðinni dags. 19.02.14 vegna Landeyjahafnar.
        Sveitarstjóra falið að setja sig í samband við innanríkisráðherra vegna málsins.
3. Innanríkisráðuneytið, bréf dags. 13.02.14, vegna húsaleigubóta.
4. Lánasjóður sveitarfélaga, bréf dags. 28.02.14, auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.
5. Fundarboð aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga 27.03.14
6. SASS, náttúrupassi ekki efstur á blaði á Suðurlandi.
7. Curron, bréf dags. 25.02.14, kynning á kostnaði við uppsetningu og kostnað við notkun snjallkorta.
8. Ungmennafélag Íslands, bréf dgs. 28.02.14, aulýsing um að taka að sér undirbúning og framkvæmd 6. Landsmóts UMFÍ 50+ árið 2016 eða 2017.
9. Katla Geopark, framvinduskýrsla 5 24.01.14.
10. Ytra mat leikskóla – Leikskólinn Örk á Hvolsvelli.
        Matsskýrsla Námsmatsstofnunar um ytra mat í Leikskólanum Örk kemur almennt vel út og fagnar sveitarstjórn því góða starfi sem unnið er í leikskóla sveitarfélagsins.  Sveitarstjórn hvetur stjórnendur leikskólans og fræðslunefnd til að skoða leiðir  að umbótum í starfinu sem bent er á í skýrslunni.
11. Fundargerð 813. fundar stjórrnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 28.02.14
12. Bréf frá Trek ferðum, Íslenskum fjallaleiðsögumönnum, Mountain excursion/Valcano Hotel, Ferðafélaginu           Útivist, Arcanum glacies tours, Discover og Íslafold travel dags. 03.06.13 varðandi nýtt deiliskipulag í                     Skógum.
13. Aukavinna sveitarstjórnarmanna.
14. Drög að samningi v/ skráningar á sögu sveitarfélagsins.
        Sveitastjóra falið að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:20

Haukur G. Kristjánsson             
Ísólfur Gylfi Pálmason
Guðlaug Ósk Svansdóttir    
Lilja Einarsdóttir                                                                 
Kristín Þórðardóttir            
Elvar Eyvindsson   
Guðmundur Ólafsson